Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 9
FYRRI HLUTI Picasso Spánn Picasso í eldhúsinu heima hji sér. ablo Picasso, svo að við nefnum hann bara einu af þeim átta nöfnum sem hann var skírður (eitt þessara nafna var „María de los Remedios“) saknaði alltaf Spánar þótt hann færi sjálfviljugur í útlegð til Frakk- lands. Árin í Malaga, Madrid og Katalóníu mörkuðu stefnu hans á listabrautinni og knúðu hann til sinnar fyrstu andstöðu við þjóðfélagið og akademískan hugsunarhátt kennara sinna. Á Spáni átti Picasso ein- ungis um tvo óálitlega kosti að velja. Hann gat gerzt natúralískur málari og orðið þekktur í heimalandi sínu eða hann gat slegizt í hóp „arte nouveau“-málaranna í Barcelona. Það varð úr að hann ákvað að fara til Parísar og finna sinn eigin tján- ingarmáta í verkum sem ollu hneykslun og furðu en njóta nú virðingar og aðdáunar um heim allan. Malaga Galisía, Norðrið OgSuðrið Pablo Ruiz Picasso fæddist á Plaza de la Merced í gamla hverfinu í Malagaborg, ekki langt frá arabísku köstulunum tveim- ur Alcazaba og Gibralfaro, sem gnæfa yfir borgina og höfnina og enginn athugull ferðamaður lætur fram hjá sér fara. í lok 19. aldar höfðu kynslóðir manna reist hús sfn á klettunum sem skilja Plaza de la Merced og höfnina að. Þeir notuðu til þess grjót úr arabísku borgarveggjunum unz svo var komið að það sem eitt sinn var fagurlega búið gosbrunnum og görðum var orðið rústir einar og óhæft til mannabú- staða nema fyrir sígaunaa. Margt hefur verið sagt um forfeður Pic- assos, að þeir væru gyðingar frá Genóva, arabískir gullsmiðir frá Mallorka eða ítal- ir, en hvað sem slíkum getgátum líður er óhætt að fullyrða að forfeður hans í báðar ættir voru fyrst og fremst Andalúsíubúar. Juan de León er elzti forfaðirinn sem sög- eftir ATTOR YAROLA „Gamali iiskimaðurMalaga 1895. Picasso er adeins 13 ira þegar hann mílar þessa mynd. ur fara af. Hann var aðalsmaður frá Cord- óba sem barðist gegn Márum í orustunni um Granada, en ekki sneri hann heim úr orustunni þeirri. Föður Picassos, José Ruiz, kölluðu Mal- agabúar „Englendinginn" bæði vegna út- lits hans, virðuleika í fasi, fálætis og kaldhæðni. Hann starfaði sem teiknikenn- ari og var að auki safnvörður á Malaga- safninu. Þegar borgarstjórnin í Malaga ákvað að leggja stöðu safnvarðarins niður Sjilfsmynd. Barcelona 1896. Húsin i hæðinni. Horta de San Juan. neyddist fjölskyldan til að flytjast norður á bóginn til hafnarborgarinnar La Coruna, í loftslag sem er alger andstæða hins milda loftslags við Miðjarðarhafið. Frá Malaga hafði Picasso með sér í veganesti minninguna um flögrandi dúf- urnar á Plaza de la Merced sem hann byrj- aði að mála strax í skóla. Ekki gleymdi hann heldur ströndinni sem um aldamótin bjó yfir ósnortinni fegurð þar sem vínvið- urinn teygði sig alla leið til hafs og kynja- plöntur uxu í görðunum, en loftið ómaði og titraði af kliði gosbrunna og fuglasöng. Um þessa paradís átti Picasso eftir að tala af viðkvæmni og tilfinningu þegar hann var orðinn þess fullviss að hann sæi fæð- ingarborg sína aldrei framar þrátt fyrir að hann færi þangað í stuttar ferðir sem unglingur. f Galisíu ríkir rakt og þokusamt lofts- lag, mikið er um skóga og gróðurfar þess vegna gerólíkt því sem ^erist við hið tær- bláa haf í Andalúsíu. Arið 1891 innritaði Don José Picasso í skólann þar sem hann kenndi teikningu, en drengurinn sýndi ekki áhuga á neinu námi nema málaralist. „Dag nokkurn sagði Don José Picasso að mála dúfu og þegar hann kom heim úr gönguferð sinni var verkið tilbúið. Voru fæturnir og allar línur svo eðlilegar að í hrifningu sinni gaf Don José syninum lita- spjald sitt, pensla og liti.“ Snilligáfa þessa tíu ára drengs var komin í ljós. Árin fjögur í Galisíu voru mikilvæg fyrir Picasso sem málaði sjávarmyndir án afláts. Hann málaði fiskibáta, borgar- fjölskyldur á ströndinni, andlitsmyndir og landslagið við sjóinn. Hin skyndilega brottför frá Malaga þýddi líka að nú hafði fyrsta skrefið verið stigið út úr þröngsýni dreifbýlisins í átt til alþjóðlegra viðhorfa. f Galisíu sýndi Picasso að þótt hann væri aðeins fjórtán ára gat hann stælt klassísk verk af nákvæmni og hann hafði gaman af að gera það. Sjálfstraust, þrjózku og hug- rekki þurfti hann samt að sýna á hverjum degi unz að því kæmi í Barcelona að hann sliti síðustu tengsl sín við makráða list akademíunnar, forskriftarkennslu skól- anna og natúralismann. Eins og töframað- Ströndin rið Barcelona. Barcelona 1896. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. SEPTEMBER 1985 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.