Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 3
IKMT BHlHalluiaBEHHHmHS] Úlgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvsfj.: Haraldur Sveinsson. Rltstjórar: Matthías Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 10100. Picasso Loks er í þessari Lesbók grein eftir Aitor Yarola um spænska málarann Pablo Picasso — eöa um upphaf listamannsferils hans. Papar Hrafn Jökulsson ritar forvitnilega grein sem nefnist vangaveltur um veru og vist Papa á íslandi. Forsíöa Myndin er úr bók Max Schmid Iceland the exotic North sem Iceland Review gefur út og er af stuðla- bergi í Svartafossi við Skaftafell. Max Schmider víðfrægur fyrir listrænar ljósmyndir. Nokkrar af myndum hans úr bókinni birtast í opnu Lesbókar nú. Bólu-HJálmar Sitt er hvað gæfa og gjörvuleiki nefnist grein eftir Ingvar Gíslason alþingismann um Bólu-Hjálmar. Hann fjallar þar á nærfærinn hátt um persónuna Hjálmar Jónsson og dregur fram ýmsar hliðar á ferli hans. HJÁLMARJÓNSSON (Bólu-Hjálmar) 1796—1875 Mynd Þórarins B. Þorlákssonar afBólu- Hjálmari. Mannslát Mínir vinir fara fjöld feigðin þessa heimtar köld, ég kem eftir, kannske í kvöld með klofinn hjálm, og rifinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld ENGA GOÐA SKÓLA Ekki er ég sannfróður um gengi gamla Kvennaskólans á fjöl- brautinni, en hitt veit ég að fyrir 10—12 árum var hann öndvegisskóli, Mjög eftirsóttur og gat því valið úr nemendum. Slíkum nemendum (ekki síst stelpum) er gott að kenna, svo að hann gat líka valið úr kenn- urum, og það gerði hann enn eftirsóttari, og svo koll af kolli. Hann var einkaskóli á ríkisstyrk. Á þeim árum blossaði einhverju sinni upp skammdegisrifrildi um það að banna ætti ríksstyrk til skóla sem ekki væru jafnt fyrir stráka og stelpur. Hitt væri „kynferðislegur fasismi" og ég man ekki hvað og hvað. Þau sjónarmið gekk mér illa að innstilla mig á, en þó rámar mig í að hafa verið því fylgjandi að banna Kvenna- skólann. Bara af því að hann var góður skóli og valdi úr nemendum. Góðir skólar, sem velja úr góða nemendur, skilja nefni- lega eftir lakari nemendur í hinum skólun- um sem ekki fá að velja úr, gera þá þar með að lakari skólum sem kennarar vilja enn síður kenna í, foreldrar enn síður senda börn sín í; því meira er reynt til að koma bestu nemendunum í aðra skóla; því lakari verða lélegu skólarnir, og svo koll af kolli. Það er gott og blessað að skólar séu mis- munandi og hafi visst sjálfstæði til að prófa ólíkar aðferðir. Látum lika vera að foreldrar hafi visst frelsi til að velja börn- um sínum skóla eftir því hvaða aðferðum þau hafa trú á. Það bætir nefnilega líðan og árangur nemenda að foreldrarnir hafi trú á skólanum. En þegar vissir skólar eru orðnir nógu eftirsóttir til að velja nemend- ur stranglega úr stórum hópi umsækjenda, þá eru þeir að verða ekki bara ólíkir skólar heldur góðir skólar, og þar syrtir í álinn. Það dugir ekkert að hugga sig við að enginn viti í rauninni hvað sé góður skóli. Góður skóli er sá sem hefur góða nemend- ur og góða kennara. En góðir nemendur og góðir kennarar eru þeir sem yfirmenn skóla kjósa helst ef þeir hafa úr nógum að velja. (Hitt er svo annað mál, að klíku- skapur, snobb og pot hlýtur alltaf að blandast eitthvað saman við gæðamatið, og það gerir hugmyndina um góða skóla enn óglæsilegri.) Skóli, sem bara fer nýjar brautir, spillir ekkert fyrir öðrum skólum. Þvert á móti: þeir geta lært af honum það sem þeim sýnist og forðast mistök hans. En góður skóli spillir fyrir hinum með því að skilja þeim eftir úrkastið af kennurum og nem- endum. Við getum ekki haft hlið við hlið tvöfalt kerfi; skóla með blönduðum nem- endum og skóla með völdum nemendum. Því að þegar verulega fer að muna um skólana sem velja, þá eru nemendur blönd- uðu skólanna ekki lengur blandaðir, held- ur valdir af hinum, valdir sem úrkast. 1 þessu viðfangi mætti svo rifja upp eitt og annað um örvandi áhrif samkeppninn- ar. En einnig og ekki síður um skekkjandi áhrif af svokölluðum samkeppnishömlum, og það eru hömlur sem útiloka alla rétt- láta samkeppni þegar sumir skólarnir eru skyldugir til að taka inn nemendur aðal- lega eftir hverfum, en aðrir eru alls óbundnir um nemendaval. Nú er deilt um ríkisskóla og einkaskóla. Það er dálítið annar handleggur. Ríkið getur auðvitað líka rekið góða skóia ef það vill. Það er enginn vandi ef skóli kemst á annað borð ofurlítið í tísku og getur farið að velja úr nemendum. Ég er t.d. hræddur um að Menntaskólinn í Reykjavík sé að verða ískyggilega góður skóli. Einkaskóli þarf ekki heldur endilega að verða góður skóli. Ef hann er t.d. fégírugur og spennir upp skólagjöldin, þá hafa fáir efni á að sækja hann og hann fær ekki tækifæri til að velja mjög stíft úr nemendum. Lesari minn. Ég veit ekki hvað þér finnst um einkaskóla sem slíka, og við skulum líka láta mínar skoðanir á þeim liggja á milli hluta. En er það ekki sann- girnismál, hreint og beint í samkeppninn- ar nafni, að einkaskólum, sem á annað borð fá kennaralaun greidd af ríkisfé, sé úthlutað skólaahverfum af hæfilegri stærð? Ekki til að skylda nenemdur úr hverfinu til að sækja einkaskólann, því að auðvitað verður þeim að vera frjálst að sækja um pláss annars staðar. En að einkaskólanum beri að veita umsóknum úr hverfinu forgang og axla þar með sinn hluta þeirrar óhjákvæmilegu byrðar, að nemendum er misþægilegt að kenna, en, eins og þursinn sagði: „einhvers staðar verða vondir að vera.“ HELGI skCli kjartansson LESBOK MORGUNBLAÐSINS 21. SEPTEMBER 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.