Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 5
Papatættur eru suður af rústum kaupstað- arins. Pappýli er talið vera landssvæðið umhverfis Kirkjubæ, en ekki er vitað hvar hið eiginlega „Papabýli" var. Papi er hylur í Laxá, Dalasýslu. Loks er svo að geta Papafells, suðvestur af Bakkaseli í Strandasýslu. Menn eru ekki á eitt sáttir um það, hversu margir þeir hafa verið, Paparnir sem komu til Islands. Flestir munu þó þeirrar skoðunar að þeir hafi aldrei orðið mjög margir. Einar 01. Sveinsáon giskar á að þeir hafi frekar skipt tugum en hundr- uðum. Heimildir benda heldur ekki til að um neina verulega flutninga hingað til lands hafi verið að ræða. f þessu sambandi er þó vert að minnast lítillega á kenningar manna sem ganga þvert á viðtekna sögu- skoðun um landnám íslands. Þannig hafa ýmsir orðið til að vefengja frásögn íslend- ingabókar og Landnámu. — O — Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, rifj- ar upp í TMM 1965, frásögn eftir Elfráði konung af Bretlandi ritaðri í kringum árið 891. Elfráður konungur var áhugasamur um landafræði og gerði sér far um að auka þekkingu sína. Hann tók því fagnandi höfðingja af Hálogalandi í Norður-Noregi, sem einmitt hafði lagt sig eftir landkönn- un. í frásögn þessa höfðingja, Óttars að nafni, segir fyrst frá ferðum hans allt austur í Bjarmaland, en síðan er lýst sigl- ingaleiðinni frá Hálogalandi suður til Bretlands: f stjórnborða verður fyrst fraland og síðan eyjar þær sem liggja milli fralands og þessa lands (...) Alla leiðina er Noreg- ur á bakborða. Björn Þorsteinsson kveðst hafa gengið úr skugga um að Óttar þessi hafi verið bæði varkár og nákvæmur land- könnuður sem fullyrti ekkert nema hann hafi sannreynt það sjálfur. Björn telur því fyllstu ástæðu til að taka mark á því að vestur af Noregi sé land kallað fraland — og þá þarf ekki annað en að líta á landa- kort til að sjá að ísland eitt kemur til greina. fsland var þá vitaskuld þekkt enda a.m.k. 20 ár síðan þeir fóstbræður, Ingólf- ur og Hjörleifur, settu sig niður hér. Því aðeins gætu þeir Elfráður og Óttar nefnt það írland að írar voru beinlínis einkenn- andi fyrir landið. Björn leiðir að því getum að frásögnin um þræladráp Ingólfs eigi rætur að rekja til eyðingar á írskri byggð í Vestmanna- eyjum. Hann útskýrir síðan hvernig á því stendur að t.a.m. Ari fróði getur þess að engu: A dögum Ara fróða hefur það ekki verið fagurt til frásagna fyrir fróman klerk ungrar kristni að forfeður hans ágætir hafi byrjað hér búskap með því að drepa og ræna kristið fólk og það án nokkurs refsidóms af guðs hálfu. Halldór Kiljan Laxness er ekki alveg á sama máli og Björn: Eitthvað virðist það hæðinn skilníngur á verki Ara að frásögn fslendingabókar um papa á íslandi og brottför þeirra af landinu sé aðeins tilraun höfundar að ljúga sig útúr því hneyksli fyrir hönd Norðmanna að hér hafi þeir að upphafi landnáms eytt írskri nýlendu með morðum og ránum. Augljóst er af lestri á ritgerð Halldórs að hann telur frásögn Ara, ef ekki hár- rétta, þá a.m.k. mjög nærri sannleikanum. Loks nefnir hann að hvergi finnist neinar heimildir um að hér hafi verið sauðfé þeg- ar Norðmenn komu til landsins, en það hlyti að fylgja öllu landnámi, hversu smátt í sniðum sem það væri. Birtir útreikninga sína; að ekki tæki nema 30 ár fyrir „eitt par, hrútur og gimbur" að breytast í 256 þúsund fjár. Halldór telur ótrúlegt að „Ara væru ókunnug ummæli eða minni um slíkt, ef lifað hefðu". - O - Árni Óla 'skrifaði heila bók um „Land- námið fyrir landnám". Niðurstöður hans eru svo sannarleg á skjön við frásögn Ara Þorgilssonar: Um það leyti sem Norðmenn tóku sig upp undan ofríki Haralds kon- ungs, var hér ekki minni 20.000 manna írsk byggð. Þótt ótrúlegt sé þá byggir Árni einmitt niðurstöður sínar öðrum þræði á fslendingabók og Landnámu. Hann bendir á að Ari hafi þurft að skrifa bók sína upp aftur að fyrirskipan íslenskra valds- manna. Það hafi verið vegna bersögli hans um ástand mála við landnám; að hér hafi verið gnótt írskra manna. Árni telur frá- leitt að jafn vandaður fræðimaður og Ari var hafi farið með slíkt fleipur að hann hafi þurft að endurskrifa íslendingabók Aldrei þessu vant verður nú nokkurskonar framhald af síðasta pistli. Þeir sem hann lásu minnast þess að þar var sagt frá tvö hundruð ára gömlum skipskaða við Skorarhlíðar á Rauðasandi. Þar strandaði frönsk fiski- dugga, skipstjórinn, ungur maður, komst einn lífs af. Ástamál hans og þjónustu- stúlku hjá faktornum á Patreksfirði gerðu söguna eftirminnilega. Skipstjórinn ungi hvarf á braut og skildi eftir fögur fyrirheit og ófríska unnustu. þær ljósu, og stúlkan átti von á grasafólk- inu. Kveðjuorð piltsins voru: „Mér er bannað að vera lengur. En við hittumst eftir sex ár.“ Stúlkan sameinaðist svo hinu grasafólkinu. Hún sá fyrir sér í minning- unni aðkomupiltinn, dáyndisfríðan með mikið rautt óstýrlegt hár. En þegar heim var komið birtist draumamaðurinn á ný íklæddur holdi og blóði. Sunnudagsmorg- un einn var guðað á glugga yfir rúmi stúlkunnar, löngu fyrir fótaferðartíma. Hún gekk til dyra og þar stóðu tveir menn æði stuttaraleg. En þess varð hún þó fljótt vör, að hann gaf henni auga þegar hann hélt að hún sæi ekki. Það fór heldur ekki fram hjá stúlkunni, að maðurinn var ásjá- legur sem bróðir hans, og kraftalegur. Maðurinn hét Ólafur. En draumamaður- inn, sem var nokkru eldri, hét Arnfinnur fékk hún að vita. í þeirri sögu, sem hér er höfð sem heim- ild, segir svo sem vænta mátti, að sá bræðranna sem hafði heimatökin vann HELGA FRANSKA Fátt hefur varðveist um móðurina ungu nema nafn hennar. Eftir sautján ár frá fæðingu barnsins er hennar saga á enda, og dóttirin orðin falleg vinnustúlka á ónefndum bæ í Austur-Barðastrandar- sýslu. Hún átti marga mannkosti móður sinnar, velvirk og ágæt saumakpna, eins og hún hafði verið og eins og áður er að vikið fögur ásýndum. Til eru margir draumar í fornum og nýj- um sögum, sem boða örlög, góð eða ill eftir atvikum. Oft sér ungt fólk væntanlegan maka sinn í draumi, stundum með álfum. Hin unga stúlka, dóttir franska skipstjór- ans og vinnustúlku faktorsins á Pat- reksfirði, fór með öðru fólki á grasafjall, varð viðskila við félaga sína og sofnaði loks með graspokann sinn undir höfðinu. Þar kom í draumi til hennar ásjálegur piltur, lagðist hjá henni og gerði við-hana gælur, allt í siðsemd þó, en gott þótti þeim báðum hvort hjá hinu að una. En allar nætur eiga sér morgun, einnig með þrjá hesta. Annar þeirra þekkti hún úr draumnum. Hinn hafði orð fyrir þeim. Kvaðst hann vera kominn þangað sem kaupamaður og spurði hvort bóndi væri ekki vaknaður. Þetta voru greinilega bræður. Þeir voru frá Aratungu í Stranda- sýslu. Það var bróðir draumapiltsins, en ekki hann sjálfur, sem eftir varð. Þetta urðu stúlkunni vonbrigði og fór ekkert sérlega vel á með henni og aðkomu- manni í fyrstu, og var hún þó þjónusta hans, þótti henni þakkir hans og tilsvör ástir stúlkunnar, enda var það, sem fyrr er frágreint, aðeins draumur. Ólafur og stúlkan heitbundust. Hann fékk orlof til þess að heimsækja fólk sitt í Strandasýslu um haustið, nokkuð seint. En úr þeirri för kom hann ekki. Síðar fréttist að bróðir hans eldri hefði fylgt honum á leið til baka. En eftir að þeir skildu villtist Ó.lafur og kom ekki fram. Hans var lengi leitað, en það kom fyrir ekki. Sagt var að Helga franska skipstjóradóttirin hefði mjög . harmað unnusta sinn. Og á hverju sumri, vegna missagna. Hann hafi að vísu sæst á ritskoðun íslendingabókar, en glöggum lesendum bent á lygarnar með hinum frægu orðum: „En hvað sem missagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það er sannara reynist." Árni Óla tekur Landnámu einnig fyrir og bendir á að hún sé ýmsum vanköntum sniðin. T.a.m. sé sumra landnámsmanna einungis getið að fornafni og engar ættir raktar, hvorki til þeirra né frá. Annarra sé aftur móti raktar tugi og hundruð ára. Hánn álítur að þeir sem Landnáma geti að litlu séu frar sem gefinn hafi verið norræn nöfn. Það ber að taka fram að margir fræðimenn vantreysta Landnámu sem fullkominni heimild um aðstæður hér á landnámsöld og telja að hún sé miklu frek- ar spegill þess tíma er hún vár rituð, þ.e. á 12. öld. Fáir munu samt ganga svo langt að taka undir kenningu Árna um heilt sam- félag íra hér. Það stendur þeim mjög fyrir þrifum sem aðhyllast kenningar um einhverja keltn- eska byggð á íslandi að engar meiriháttar fornminjar hafa fundist hér sem renna stoðum undir slíkt. Að vísu má minna á fornleifauppgröftinn í Vestmannaeyjum, sýni sem hafa verið aldursgreind benda til þess að byggðin sé ekki yngri en 1200 ára. Sama virðist ætla að verða upp á teningn- um með sýni af Dagverðarnesi, þótt ýmsir hafi varað við þeim niðurstöðum, m.a. Þór Magnússon, þjóðminjavörður. Þrátt fyrir það verður fróðlegt að fylgjast með frekari rannsóknum, bæði á Dagverðarnesi og í Vestmannaeyjum og víst er að deilur um írska byggð á íslandi mun síst lægja við það. - O — Á meðan að ekkert skilar sér úr jörðu sem óyggjandi er, verður hægt að þrátta endalaust hvort hér var blómleg byggð fra og fáeinir Papar. En það er ekki deilt um það hvort hér voru mannaferðir fyrir landnám norr- ænna manna, heldur hverjir og hve marg- ir. Og það má velta fyrir sér hvað hafi orðið um þá, Papana sem Ari fróði segir að hafi farið, af því þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn. Þar sem þess er getið að þeir hafi skilið eftir helstu dýrgripi sína verður vart hjá því komist að álykta að þeim hafi ekki gefist mikið ráðrúm til að skipuleggja flutningana. Hafa því að líkindum orðið örlög þeirra að deyja fyrir sverðum hinna norsku heiðingja, fyrir augliti þess guðs sem þeir hafa helgað líf sitt. Hrafn Jökulsson er starfsmaður Landsbankans. Hann hefur áður skrífað i Lesbók. R N I þegar snjóa leysti, gerði hún sér ferð upp á fjöll og dal og leitaði. Loks varð það á fimmta eða sjötta sumri að hún fann bein hans. Þá hafði vorað óvenju snemma og snjóskafl einn, sem að jafnaði þánaði seint, opinberaði það sem undir honum bjó. Þá þekkti Helga að þarna var einmitt brekkan, þar sem hún hafði sofið með draumbróðurnum rauðhærða forðum. Nú atvikaðist það svo þegar hér var komið eins og oft gerist i góðum sögum, að Arnfinnur frá Aratungu átti ekki lengur viðbundið í föðurhúsum. Leitaði hann vist- ar þar sem bróðir hans hafði áður verið og Helga var sem vinsælt og gott hjú. Raunar kom Arnfinnur í sveitina í fyrstu sem kirkjusmiður og Helga var að nokkru orðin húskona, fræg fyrir handa- vinnu sína, meðal annars baldýringar. Er óþarft að orðlengja það, að með Arnfinni og Helgu tókust góðar ástir. Þau giftust og eignuðust einn efnilegan son, en áður hafði hún átt son með fyrri ástmanni sínum. Sá fyrri dó þegar á barnsaldri, en sonur þeirra Helgu og Arnfinns komst upp. Ekki er þess þó getið að hann eignaðist afkom- endur. Hann drukknaði ungur í Hvamms- firði. Helga og Arnfinnur áttu þrjátíu ára ástúðlega sambúð. Helga mun hafa verið borin til skírnar í Sauðlauksdalskirkju á árunum nærri 1775 og kölluð Hansóttir svo ekki hefur franski skipstjórinn skilið eftir hjá sagðri unnustu sinni örugg faðernisvottorð. Aðalheimindir: Örlagabrot eftir Ara Arnalds, 1951 Jón úr vör. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 21. SEPTEMBER 1905 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.