Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 8
Landslag í ReykjafjöHum. Islandsmyndir Max Schmid Fyrsta myndabókin um ísland, sem eitthvað kvað að: ísland í mynd- um kom út í stríðslokin; myndirnar eftir íslenzka ljós- myndara og að sjálfsögðu í svörtu og hvítu. Þetta frum- kvæði átti geysilegum vinsæld- um að fagna, en síðar komu út hliðstæðar bækur, sem vöktu minni athygli. En það var eins og tónninn hefði verið gefinn með fslandi í myndum og eftir það tíðkaðist lengi vel að hafa sama háttinn á: Reykjavík var númer eitt með alþingishús, Tjörnina og styttuna af Ingólfi Arnarsyni. Síðan var farið á Þingvöll og sem leið liggur til Geysis en Gullfoss, Skógafoss og Dettifoss sjálfsagður liður ásamt hríslu í Bæjarstaðaskógi og útsýni yfir Akureyri undan einhverjum trjágreinum á Sval- barðsströndinni. Bæði það og skyldugar myndir úr Hallorms- staðarskógi og brúnni yfir Fnjóská með Vaglaskóg í bak- sýn, gáfu ókunnugum til kynna, að ísland væri mjög skógi vaxið. Hætt er við að myndabækur af þessu tagi þættu litlum tíðindum sæta á vorum dögum. Hitt er svo annaö mál, að eitt er að koma saman einskonar minjagrip handa túristum og annað að gefa út íslandsbók, þar sem listræn ljósmyndun situr alveg í fyrir- rúmi. Hvorttveggja á jafn mik- inn rétt á sér. Þær íslandsmyndabækur, sem út hafa komið í seinni tíð, sýnast þó ótvírætt hafa orðið til af listrænni köllun og kannski mun einhverjum sýnast sem svo, að þær gefi ekki rétta mynd af landinu; sýni það jafnvel ennþá berangurslegra og kaldranalegra en það er. í listrænni ljósmynd- un er ekki verið með landkynn- ingarsjónarmið samkvæmt hefðbundnum aðferðum ferða- mannaútvegsins, sem vill fá Mý- vatn í allri sinni dýrð og sólríkt útsýni yfir sundlaugarnar í Reykjavík. Listamaður, sem hef- ur valið myndavél sem miðlun- Max Schmid ugglaust teknar á löngum tíma, því Max Schmid kom fyrst hing- að til lands 1968 og mun hafa komið flest ár síðan. Það mun þó hafa verið fremur til að sjá land- ið en landann, enda er maðurinn einfari og ber ennþá merki þess að hafa tilheyrt hippakynslóð- inni hér fyrr meir. Myndir Max Schmid bera þess ekki vott að hann hafi verið sam- ferða fólki á ferðum sínum um ísland. Ef dæma ætti eftir bók- inni er ísland óbyggt; þó hefur það slys átt sér stað, að á vetr- armynd úr Hrísey grillir í fjar- lægan húskofa. Annars sést ekki nokkurs staðar vegur, ekki girð- ingar, brýr eða raflínur. Max Schmid telur slíkt til óþrifnaðar; Landið rið Mýratn býr sig undir vetrarsrefn. artæki, sér ef til vill það sem hann langar mest af öllu til að sjá í auðninni. Og það er úr sög- unni, að ljósmyndarar og raunar kvikmyndatökumenn einnig fari þá aðeins á stúfana, þegar sólin skín. Þessi formáli er ritaður vegna þess að út hefur komið á vegum Iceland Review íslandsmynda- bók: Iceland the exotic north eftir svissneska ljósmyndarann Max Schmid. Þetta er í einu oröi sagt listaverkabók og myndirnar eru hann er unnandi náttúrunnar i þeirri mynd sem hún birtist fjarri mannabústöðum, ómenguö og óspillt. Svo mjög ber hann fyrir brjósti, að þessi náttúru- verðmæti okkar verði látin ósködduð, að hann hefur séð sig knúinn til þess að taka sér penna í hönd til að lýsa hryggð sinni yfir þeim háspennustreng, sem nefndur hefur verið Suðurlína og liggur m.a. um fagurt öræfa- landslag við Fjallabaksleið nyrðri. I þessari grein, sem birt- ist í Iceland Review, segir Max Schmid svo: „Til þessa hefur íslendingum að mestu tekist að sneiða hjá alvarlegri mengun og skemmdum á náttúrunni, að- allega vegna fólksfæðar. En nú eru ýmsar blikur á lofti. Frá sjónarmiði náttúru- verndar er lagning hinnar svonefndu Suðurlínu stórlega várhugaverð framkvæmd. Hún hefur þegar haft í för með sér jarðrask sem menn eiga eftir að sýta á næstu áratugum ... Mestu máli skiptir að hér hefur verið unnið tjón á landi sem á eng- an sinn Uka, ekki aðeins á Is- landi heldur um heim allan. Fyrir utan skemmdir á við- kvæmu lífríki á slóðum raf- línunnar, hefur landslagið í heild breyst til hins verra við tilkomu hennar. Háspennu- strengir ramma nú inn fjöll og dali á ósmekklegan hátt. Við Gullfoss getur ferðalang- urinn til dæmis ekki komist hjá því að sjá háspennu- staura úti við sjóndeildar- hringinn. Hér á landi er nú verið að gera sömu skyssur og gerðar hafa verið æ ofan í æ úti í heimi, þótt afleiöingar þeirra séu öllum Ijósar. Og þegar skaðinn er skeður vill enginn axla ábyrgðina. Hún lendir því á okkur öllum. “ Eins og fleiri hefur Max Schmid heillast af þeim óendan- lega fjölbreytileika, sem ríkir í ' grjóti. í bókinni eru ýmsar stúd- íur hans af gárum í yfirborði hrauns, holóttum sandsteini og slípuðu fjörugrjóti. í þessum óði til grjótsins er bæði stuðlaberg og ýmiss konar bergmyndanir, sem verða eins og afstrakt mál- verk þegar búið er að einangra þær frá umhverfinu. Sem náttúruunnandi er Max Schmid hugstæð barátta hins harðgera öræfagróðurs fyrir líf- inu. Skelfing sýnist ein mosató veikburða í auðninni. Og þaö er eins og vant er, að fegurðin er stærst í þvi smáa: Litskrúði lyngsins undir haust, ellegar lækjarsprænum á sandi, sem verða líkt og silfurþræðir undir sól að sjá. Max Schmid hefur annað veif- ið verið hér á ferðinni sem farar- stjóri með áhugaljósmyndurum, en Þjóðverjar hafa verið fjöl- mennir í þeim hópum og sýnast hafa sérstakt dálæti á íslandi. Nokkuð langt er síðan myndir eftir Schmid fóru að birtast í Ic- eland Review og einu sinni hefur hann haldið Ijósmyndasýningu í Listmunahúsinu við Lækjargötu. Hann hefur einnig verið og tekið myndir í Noregi, í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Hver sá sem eitthvað hefur fengizt við myndatökur hlýtur að sjá af íslandsmyndabók Max Schmid, að hann hefur þurft að taka þúsundir mynda til að ná úrtaki eins og því, sem birtist. Ekki er nóg að myndefnið breiði úr sér fyrir framan mann; allir geta farið norður að Mývatni staðið einhvers staðar á bökkum þess og vatnið verður trúlega blátt á myndinni og fjöllin verða blá og allt verður það líklega harla venjulegt. En Max Schmid hefur beðið norður á Mývatns- bökkum, guð má vita hvað lengi, unz honum hefur tekizt um mið- næturskeið að festa á filmu rauðleitan glampa, sem litar vatnið svo það verður sem gul- brún sandbreiða undir dökkum himni. Og sandlög á jökulsár- bakka geta orðið við ákveðin birtuskilyrði sem einhverskonar silfursmíði. Þetta sýnir enn einu sinni, að það að taka mynd á myndavél er ekki einfalt mál. Þar veldur hver á heldur. GÍSLI SIGURÐSSON 8 /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.