Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.09.1985, Blaðsíða 10
Vísindin og kærleikurinn. Barcelona 1897. Þessi mynd hlaut rerðlaun á listsýningu í Madrid. Þau leiðu mistök urðu ísíðustu Lesbók að þar birtist síðari hlutigreinar eftir Steinar Árnason um ítalsk-íslenska togveiðileiðangurinn til Grænlands og Nýfundnalands árið 1938. Þetta óhapp verður að teljast stafa bæði af mannlegum og tæknilegum mistökum. Síðara hluta þessarar frásagnar erpví að finna íLesbók 14. september 1985. Hér birtist fyrri hlutigreinarinnar og um leið oghöfundur oglesendur eru beðnir afsökunar vonum við að efni greinanna tveggja komist til skila, þótt með þessum annmörkum sé. Föstudaginn 10. júní 1938 sigldu þrjú útlend skip inn á Reykjavíkurhöfn. Voru þetta tog- arar, heldur minni en samsvarandi skip á þessum tíma, og virtust mjög rennilegar fleytur. ítalski fáninn blakti í skut og allt Bláklædd kona. Madrid 1901. ur sem er snjall í list sinni átti Picasso eftir að brjóta hið ráðandi kerfi lita og víddar í verkum sem spænska ljóðskáldið Rafael Alberti hefur lýst með eftirfarandi orðum: Pablo Picasso fæddist í Malaga og á ströndinni fann hann stóran kuðung sem hann blés í. Úr kuöungnum kom blámi, úr blámanum kom betlari, úr betlaranum kom trúður, úr trúðnum kom geit, úr geitinni kom pípa, úr pipunni kom gítar, úr gítarnum kom hestur, úr hestinum kom nef. Barcelona Og Madrid Árið 1895 flytzt fjölskylda Picassos til annarrar hafnarborgar, Barceiona. En nú er ekki um að ræða einangraða, klettótta og gráa borg sem snýr að kuldalegu og fráhrindandi hafi, því að Barcelona er við Miðjarðarhafið og leiðin greið til Prakk- lands. í Katalóníu eru menn ekki eins strangir og íhaldssamir og í öðrum héruð- um Spánar og félagslegum breytingum er betur tekið þar en yfirleitt tíðkast á Spáni. Fyrir málarann unga var Barcelona um aldamótin örvandi og frjálslegt umhverfi þar sem módernískir menntamenn slógust í hóp með listamönnum og skáldum. Þessir tötralegu ungu menn, sem hittust í reyk- mettuðum knæpum lásu Nietzche eða Dostojevskí og urðu eldheitir af æsingu ef þeir heyrðu minnst á Bakunin og anark- isma, áttu eftir að hafa varanleg áhrif á Picasso. Eftirfarandi orð eru höfð eftir Santiago Rusinol, sem var málari og leik- ritahöfundur, en þó fyrst og fremst bóhem og forsvarsmaður ungu módernistanna í Katalóníu: „Heldur viljum við vera symb- ólistar og í andlegu jafnvægi, nei annars, jafnvel brjálaðir og úrkynjaðir en að vera auðmýktir hugleysingjar. Skynsemis- hyggjan er alveg að kæfa okkur enda úir og grúir af heilbrigðri skynsemi í þessu landi." Picasso varð í fyrsta sinn fyrir hugmyndafræðilegum áhrifum í þessu bó- hemska og uppreisnargjarna umhverfi og í röðum hinna ungu manna voru ýmsir sem allar götur síðan voru nánustu vinir hans. í Barcelona útvegaði faðir Picassos syni sínum fyrstu vinnustofuna, enda sann- færður um hæfileika hans, og í þessari vinnustofu varð verkið „Ciencia y caridad" (Vísindi og kærleikur) til, en það hlaut verðlaun á spænsku listsýningunni í Madr- id árið 1897. Við gerð myndarinnar sat faðirinn fyrir sem læknir og í henni koma ráðandi listastefnur glöggt fram, birta impressjónismans og félagslegur og mann- úðlegur boðskapur. Fjölskyldan styrktist í ákvörðun sinni um að senda Picasso til listnáms í Madrid þegar hann hlaut opinbera viðurkenningu og hann var sendur í helgidóm málaralist- arinnar: San Fernando-akademíuna. Hann kom til Madrid í október árið 1897 með fjölskyldusjóðinn í föggum sínum og leigði sér herbergi á Plaza del Progreso, í fjöl- mennu og óhugnanlegu hjarta fátækra- hverfisins. Ásamt skólabróður sínum úr akademíunni eyddi hann dögunum á Prado-safninu og málaði eftirmyndir af málverkunum þar. Ekki fann hann sér meistara í akademíunni en mætti samt í tíma af góðum og gildum ástæðum: það var góð upphitun í skólastofunni og haust- ið sem hann kom til Madrid var óvenju kalt og rakt. Hjá kennurunum í akademíunni var Pic- asso öruggur með sjálfan sig, jafnt persónuleika sinn sem hæfileika. Frá Madrid skrifaði hann vini sínum, Joaquim Bas, og sagði meðal annars: „Prado-safnið er fallegt, Velázquez er frábær, E1 Greco hefur málað stórkostleg andlit, Murillo finnst mér ekki alltaf sannfærandi, Rub- ens á þarna eitt verk, Las Serpientes de Fuego, sem er hreint undraverk." Picasso hafði skipti á akademíunni og Prado- safninu, hann var 16 ára og honum leiddist kennslan. Eitt sinn fór hann í bekkjar- ferðalag til Tol^do. Kennarinn bað nem- endurna að gera eftirmynd af „E1 Entierro del Conde Orgaz" (Útför Orgazar greifa) eftir E1 Greco. Picasso, eins og hans var von og vísa, gerði efri hluta myndarinnar afar vel, en svo datt honum í hug að nota andlit félaga sinna og kennara i staðinn fyrir andlitin í myndinni. Þessi brandari kostaði hann brottrekstur úr akademíunni og fjárhagsaðstoð fjölskyldunnar var fyrir bí. En hótanir fjölskyldunnar og fjárhags- örðugleikarnir höfðu engin áhrif á hann. Hann dvaldist áfram í Madrid laus við akademíuna og naut lífsins í kringum sig, á götum úti og á kaffihúsum. Spænska ljóðskáldið R. Gómez de la Serna skrifaði eftirfarandi órð um Picasso í Madrid: „Pic- asso ráfar eftir risavöxnum gangstéttun- um í Madrid, hann sökkvir iljunum ofan í þær og uppgötvar grundvöll allra sinna endurfæðinga, listræna túlkun augans og í fyrstu kúbísku martröðinni tjáir hann harðan kjarnann." í marz árið 1898 veiktist Picasso af skarlatssótt og sneri heim til fjölskyldu sinnar í Barcelona, en í lók júnímánaðar fór hann með vini sínum, Pallaré, í lítið þorp við mörk Katalóníu og Aragóns í þeim tilgangi að ná sér að fullu eftir veik- indin. voru þetta systurskip: Grongo, Nascello og Orata. Daginn eftir, 11. júní, er dálítil fregn í Morgunblaðinu um skipakomu þessa og segir þar að þau séu hingað kom- in að taka „11 íslenska fiskimenn á hvert skip, þ.e. fiskiskipstjóra, matsvein og 9 há- seta“, og þegar sé búið að ráða alla menn á skipin. Þau muni fara til Bjarnareyjar en ekki til Grænlands sem þó hafi verið ætl- unin. Annars staðar kemur fram að nokkur aðdragandi hafi verið að þessum leiðangri hingað og hafi Kjartan Thors, konsúll It- ala, haft milligöngu um ráðningu manna á skipin alllöngu áður en þeirra var von hingað. Höfðu víst færri fengið skiprúm en vildu en konsúllinn hafði þann hátt á að ráða fyrst þrjá menn, sem verða skyldu fiskilóðsarar, hver á sínu skipi, og skyldi hver þeirra ráða sér menn: háseta (saltara, flatningsmenn o.s.frv.) og matsvein. Var valinn maður í hverju rúmi. II Ný fiskveiðistefna ítaia Telja má að þessi fiskileiðangur með til- styrk íslenskra sjómanna hafi verið angi af nýrri bjargræðisstefnu ftala, en þeir höfðu á undangengnum árum byrjað stór- huga sókn til framfara og viðreisnar undir stjórn foringjá síns, Mussolinis. Auk ým- issa stórframkvæmda innanlands, eins og hraðbrautargerðar, framræslu mýra o.fl., skyldi matvælaframleiðsla stóraukin. (Þetta sama vor, 1938, hófst hin svokallaða hveitiorusta, „la battaglia del grano", og tók sjálfur foringinn til hendinni á hveiti- akri, svo sem sjá má á myndum frá þess- um tíma, t.d. í Lesbók Mbl. 28. tbl. 1938), en líka átti sjávarafli að stóraukast. ftalir ætluðu sér m.ö.o. að verða sjálfum ser nóg- ir og helst ríflega það hvað áhrærði lífs- nauðsynjar. Voru ítalir reyndar ekki einir um slíka stefnu því úr öllum áttum kvað við sama tón: „Vér ætlum að verða sjálfum oss nógir." Flestar þjóðir hlóðu um sig tollamúra og mikil tregða varð í alþjóðleg- um viðskiptum. Skömmu áður en áðurnefndir togarar komu við í Reykjavík hafði vitnast hér að ítalir hugsuðu stórt í fiskveiðiefnum. Þannig sögðust þeir t.a.m. hafa sett sér það mark að ná 200.000 smálesta ársafla úr sjó. Þótti yfir þessu ólíkindablær nokk- ur, þó vitað væri að þeir höfu fjölgað tog- urum á úthafsveiðum og ársafli þeirra færi eitthvað vaxandi. Margt benti þó til, að þeir ætluðu ekki að sitja við orðin tóm. Því til stuðnings voru m.a. fregnir um að útgerðarfélagið Genepesca Frigo, stærsta togarafélagið á ftalíu, væri með í smíðum tvo togara sem skyldu verða stærri en nokkrir aðrir í veröldinni. Átti hvort skip að vera 1600 smálestir, búið frystivélum og áhöfn 74 menn. Fyrir átti félagið 7 nýtísku díseltogara af venjulegri stærð. Þegar hér var komið sögu, þ.e. 1938, höfðu ítalir eignast nær tvo tugi skipa sem stunduðu veiðar á fjarlægum miðum. Voru það bæði veiðar á túnfiski út af Marokkó- ströndum og víðar suður með Vestur- Afríku og enn fremur þorskveiðar á Norður-Atlantshafi. Bækistöðvar voru all- víða, m.a. hafði útgerðarfélagið Merital hreiðrað um sig í Petsamo nyrst í Finn- landi. (Þangað fór Esia síðar fræga för haustið 1940 að sækja Islendinga sem leit- uðu þangað víðs vegar að til heimferðar eftir að venjubundnar skipaferðir höfðu lagst niður af völdum ófriðarins.) Petsamo lá reyndar ekki svo mjög vel við þeim fiskimiðum sem þeir höfðu mestan áhuga á, þ.e. við Bjarnarey, en Norðmenn vildu hvergi leyfa þeim aðstöðu í landi. Þó höfðu þeir með sér norska sjómenn. ítalir byrj- uðu veiðar á þessum slóðum 1937, tíu árum Nokkrir ítalanna. eftir að þeir fóru fyrst til að veiða í Atl- antshafinu, en það var við Afríkustrendur eins og áður getur (Genepesca-félagið). Þó að ítalir væru stórhuga og stefndu að því að afla a.m.k. alls þess fiskjar, sem þeir þurftu til neyslu, var langt í land að því marki yrði náð, því að afli ítalskra fiskiskipa nam enn ekki nema litlum hluta af innfluttu heildarmagni. Árið 1938 var það talið nema 40 þús. smálestum miðað við fullverkaðan fisk og er þá afli þeirra eigin skipa ekki talinn með, en fimmti parturinn af þessu eða rösklega það var íslenskur fiskur keyptur héðan. ítalir voru því, þrátt fyrir innilokunarstefnu sína, þýðingarmiklir viðskiptamenn íslendinga. Var því eðlilegt að ekki væru allir jafn- hrifnir af því að við færum að hjálpa þeim að veiða þorsk og er að því vikið í Alþýðu- blaðinu m.a. með þessum orðum: „ .... Þó gott væri, að svo margir íslenskir sjómenn fengju sumaratvinnu. þá væri hins vegar ekki gleðilegt, að við Islendingar færum að kenna aðalviðskiptamönnum okkar, sem lítið kunna til sjómennsku, fiskveiðar." (1) Þriðja ítalska útgerðin sem á þessum tíma var farin að halda út skipum sínum til veiða á fjarlægum miðum nefndist SAPRI (þ.e. Societá Piropeschereccia Itali- ana eða ítalska vélfiskiskipafélagið) eldri að stofni og minni en fyrrnefndu útgerð- arfélögin. Hafði það aðsetur í Róm og skip sín skráð þar en það voru einmitt togar- arnir þrír sem komu hingað: Grongo, Nascello og Orata. Auk þeirra átti félagið fimm aðra togara sem veiddu eingöngu í Adríahafinu. III „íslendingar á skipum Hiussoiinis" Nú skal þess freistað að segja í aðalat- riðum söguna af ítalsk-íslenska togveiði- leiðangrinum 1938. Er stuðst við fáanlegar ritaðar heimildir, svo sem íslensk blöð, þó að þau geri þessu máli ekki ítarleg skil. (í Alþýðublaðinu er einkum drepið á aðdrag- anda veiðanna svo og eftirmál og er þar talað um „íslendingana á skipum Mussol- inis“.) Samt er fremur byggt á viðtölum við þrjá núlifandi menn sem tóku þátt í veiðunum en þeir eru eftirtaldir: 1. Ólafur Tryggvason, sem var matsveinn á Nascello (Olafur er Hafnfirðingur og starfar enn sem matreiðslumaður, að vísu á þurru landi, þ.e. hjá Flugleiðum á Kefla- víkurflugvelli). 2. Magnús Haraldsson, sem var matsveinn á Grongo (Magnús átti eftir að eiga ára-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.