Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 14
Framtíö bílsins er rétt handan viö horniö — segir í bandarísku blaöi, þar sem fjallaö er um nýj- ustu farartækin á fjórum hjól- um, sem nú eru reyndar komin mun lengra en á teikniboröiö. Rétt handan við horniö — hve- nær hefur framtíðin ekki veriö einmitt þar? En hór er líklega látiö aö því liggja, aö mun veigameiri breytinga sé von í bflaiönaöi en átt hafa sér staö í nokkuð langan tíma. Og þó er ekki eins og hafi veriö tíöinda- laust með öllu. Framhjóladrif hefur verið tekiö upp í stórum stfl og næsta skref er drif á öll- um hjólum, svonefnt sídrif, sem merkir aö alltaf er ekiö meö drifi jafnt aö framan sem aftan og stuölar þaö aö minni eyöslu °g öryggi. Skrifari þessa pistils sá í vor á sýningu í Design Center í London allskonar bíla, sem voru á því þróunarstigi, aö búiö er aö smíöa a.m.k. eitt eintak, en framleiðsla ekki hafin. Einna mesta athygli vakti framtíðarbíllinn Ford Probe IV, sem sagt er aö veröi kominn í fjöldaframleiðslu og væntanlega á götur heimsbyggöarinnar upp- úr 1990. Sem sagt: Bíll tíunda áratugarins. Meö Probe IV hafa menn náö slíkri fullkomnun í straumlínu, aö vindstuðullinn er kominn í 0,15 og þaö er eitthvað svipaö og vindstuöull orrustuþotu. Vind- stuðull dropans er sá lægsti sem þekkist, 0,07 — þaö er hiö end- anlega og fullkomna form. Ford- inn Probe IV er meö dropalagi í þá veru, aö hann er töluvert hár og belgmikill aftantil, en meö fleygformi aö framan. Enda þótt hjólin séu hulin til hliðanna, verð- Einn af bílum tíunda áratugarins: Ford Probe IV þykir einna athyglisveröastur þeirra bíla sem nýlega hafa veriö sýndir en eru samt á tilraunastigi ur aldrei hjá því komizt aö þau standi niöur úr bílnum og því næst vindstuöull dropans aldrei. Oft hafa verið smíðuö tilrauna- eintök af framtíöarbílum, sem ýmist eru eins og flugskeyti eöa geimskip, og þessar tilraunir hafa fariö út um þúfur vegna þess aö hagnýtt gildi skorti. Þaö athyglisveröa viö Probe IV er, aö hann er í senn einhver fallegasti bíll sem teiknaöur hefur verið aö mati fjölmargra hönnuöa, en jafnframt er hann feikilega rúm- góöur aö innan og heföbundiö skipulag er þar lagt til grundvall- ar. Þetta er fremur stór bfll, þó varla nema fjögurra manna, því hann er búinn fjórum, aöskildum sætum, sem eru eins fullkomin og yfirhöfuð er hægt aö gera bílsæti. Eins og sést á myndum myndar stuöarinn aö framan hvassa trjónu og framendinn er alveg heill. Loftinntök eru hins- vegar á afturendanum; þar er vatnskassinn og viftan í ööru horninu og kælivökvinn er leidd- ur þangað með botninum, sem er alveg sléttur. Vélin er fjögurra strokka aö framan og drif á framhjólum. Gormafjöörun, sem aö vísu er stlllanleg meö lofti, telst þó varla tæknilega mjög há- þróuö og ugglaust aftar á mer- inni en vökvafjöörunarkerfiö í Citroén, sem er þó síöan 1954. Nýtt er þaö hinsvegar og kemur óneitanlega undarlega fyrir sjónir aö óreyndu, aö í beygjum geta framhjólin farið utaní hiífarnar, sem loka fyrir hjólopin og þaö á aö vera í lagi, því þær eru úr sveigjanlegu urethane. En þetta eina atriöi, aö loka svo kyrfilega fyrir framhjólaopin, lækkar vindstuöulinn um 9%. G.S. GALANT Árgerö 1985 Nú er sá tími, aö bflaverk- smiöjur eru sem óðast að kynna árgerö 1985; einkum þær geröir sem koma aö einhverju leyti í breyttum búningi. Frá iönrisan- um Mitsubishi hefur veriö látiö út ganga, aö von sé á nýjum og breyttum Galant, sem ætlað er aö standa sig í samkeppni viö aðra japanska bíla svo sem Mazda 626, Honda Accord, og Toyota Camry svo eitthvaö só nefnt. Eftir myndum aö dæma hefur útlitiö veriö endurbætt og veitti ekki af, því þaö var heldur í slak- ara lagi. Ekki svo aö skilja aö nein bylting sé á feröinni, enda er samfelld þróun og natni viö smá- atriöi styrkur Japana fremur en nýjar hugmyndir. Nýi Galantinn fylgir þeim meg- instraumi í bílaiönaöi, aö kílform- iö hefur í vaxandi mæli veriö tek- iö upp og hreinleiki sem jaörar viö viröuleika einkennir útlitiö nú, enda hefur vindstuöullinn lækk- aö úr 0,41 á þeim gamla í 0,36 á þeim nýja. Af keppinautunum er aöeins Mazda 626 meö jafn lág- an vindstuöul. Þaö hefur aftur á móti í för með sér minni eyðslu og trúlega minni vindgný. Óneitanlega rekur maöur upp stór augu aö sjá í eöaifínum bæklingi frá Galant mynd af Tut- ankamon faraói í Egyptalandi, sem átti ekki Galant svo vitaö sé, en ók í fjórhjóla gullvagni, enda var hann sonur sólarinnar eins og Híróhító Japanskeisari og báöir heföu verið fullsæmdir af því sem bílaiönaöur nútímans getur nú boöiö sauðsvörtum al- múganum í formi háþróaös far- artækis á borö við Galant. Um þrjár geröir veröur aö ræöa. Ódýrasta og um leiö íburðarminnsta gerðin er auö- kennd meö 1600 GLS, hún er sjálfskipt og hámarkshraöinn 160 km á klst., en af viöbragöi fara engar sögur, því Japanir geta yfirleitt ekki um þaö. Miö- geröin er með 1800 rúmsenti- metra túrbó-dísilvél og hæsta snúningsvægi er þar viö 3.500 snúninga á mínútu, en viö 3.000 snúninga á 1600 rúmsentimetra vélinni og einnig á dýrustu gerö- inni, 2000 Super Saloon, sem hægt er aö fá meö fjögurra gíra kassa, sjálfskiptan eöa 5 gíra, handskiptan. 2000-geröin er meö forþjöppu og viöbragöiö í hundraöið er þá trúlega í kringum 10 sek., en há- markshraðinn 170. Ástæöa er til aö geta sérstak- lega um sætin, sem viröast vera vel unnin og meö slitsterku tau- áklæöi, sem vonandi á eftir aö útrýma plastinu endanlega. Gal- ant þykir hljóöur; í 2000-geröinni mælist vélarhljóö og annar gnýr 65 desibel á 100 km hraöa, sem segir kannski ekki mikið, þegar viömiöun vantar viö annaö. En til samanburöar má geta þess, aö 85 db er algeng mæling á 100 km hraöa. Síöast en ekki síst er aö geta um veröið. Líkur benda til þess aö 1600-gerðin kosti um 390 þúsund, en 2000-gerðin um 490 þúsund. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.