Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 2
OFNÆMI Ötullega er unnið fyrir ofnæmis- sjúklinga — þeir eiga flestir að, geta fengið bata og lifað eðlilegu lífi vaöa frarafarir hafa oröiö við meÖ- höndiun á ofnæmi? — Fyrst ber þess að geta, að við erum að framleiða virkari lyf til varnar gegn frjómæði og astma. Hin nýju lyf virka lengur og hafa minni auka- verkanir. í sjónmáli er til dæmis nýtt anti- histamín við frjómæði, sem veldur minni deyfð en hefðbundin lyf. Við erum einnig að kanna leiðir til að stöðva hin efnafræði- legu viðbrögð í líkamanum, sem valda ofnæmissvöruninni, og koma þannig í veg fyrir sjúkdómseinkennin. Þá eru einnig rannsóknir i gangi til að fá fram betri bóluefni, sem geti byggt upp ónæmi manna gagnvart ofnæmi á mjög skömmum tíma. Það yrði til mikils hag- ræðis fyrir marga sjúklinga, sem verða nú að fá margar sprautur á nokkrum árum til að mynda vörn gegn ofnæmi. Og hvað er svo ofnæmi? — Það er arfgengt afbrigði í ónæmis- kerfi líkamans. Þegar fólk með þennan ágalla kemst í snertingu við viss fyrirbæri í umhverfinu — með því að anda að sér værum af hundi eða frjókornum plantna, með því að borða fæðutegundir eins og mjólk og skelfisk eða vera stungið af skordýri — getur það framleitt ofnæm- ismótefnið IgE (Immunoglobulin). Þetta sérstaka mótefni binzt sérstökum frumum í líkamanum og gerir þær að efnaverk- smiðjum, sem framleiða ofnæmissvörun. Hversu miklu máli skipta sálræn atriði varöandi ofnæmi? — Ég held, að sálrænir þættir út af fyrir sig geti ekki valdið astma, frjómæði eða viðbrögðum við skordýrabiti, en slæmt andlegt ástand getur valdið því, að hvaða sjúkdómur sem er versni, og ofnæmissjúk- dómar eru engin undantekning. Ef sjúkl- ingur á erfitt um andardrátt, getur hann orðið fyrir geðshræringu, sem eykur enn á andþrengslin, sem síðan veldur enn frekari geðshræringu. Það er vítahringur. Hver eru algengustu ofnæmisviöbrögöin? — Alvarlegustu tilfellin eru ofnæmis- lost (anaphylaxis), en það getur valdið dauöa ef ekki er þegar í stað að gert. Þess- ir sjúklingar geta fengið bráðan astma, hraðan hjartslátt, lækkaðan blóðþrýsting og þeir geta svitnað ákaflega. f Bandaríkj- unum verða um 100 dauðsföll á ári vegna ofnæmislosts sökum skordýrabits og um 300 af völdum viðbragða við penisilíni. — Astmi er ekki eins alvarlegur: and- köf, hrygla og hósti. Astmi getur komið af nær hverju sem er, kattarhárum, frjódufti plantna og ýmsum fæðutegundum, svo eitthvað sé nefnt. Um það bil helmingur astmatilfella stafar af ofnæmi. Við vitum ekki, hvað veldur hinum. En astmi getur komið fram ef of mikið reynir á sérstaklega viðkvæm lungu við æfingar til að mynda eða öndun í kulda. Þá verður krampakenndur sam- dráttur í lungunum. Hvað um frjómæði og önnur ofnæmistil- felli? — Frjómæði er vægari gerð ofnæmis- viðbragða. Sjúkdómseinkennin eru erting í nefi og augum, rennsli eða stífla í nefi og vot augu. Viðtal við dr. Jordan Fink, ofnæmissérfræðing og formann bandaríska Ofnæmis- og ónæmisfé- lagsins. Dr. Fink er pró- fessor við læknaskólann í Milwaukee. Ofnæmi getur einnig valdið útbrotum og kláða. Þegar viðbrögðin eru slík, getur andlitið bólgnað eða blöðrur komið á húð- ina eins og eftir alvarlegt skordýrabit. Börn, sem hafa ofnæmi fyrir mjólk eða annarri fæðu, geta fengið eksem. Hvaöa efni geta helzt valdið truflunum í öndunarvegi? — Hósti, hnerri og andköf stafa oft af einhverju, sem viðkomandi hefur andað að sér. Það getur verið ótal margt. Truflanir í öndunarfærum eru algengustu ofnæmis- viðbrögðin. Hvaða fæðutegundir valda ofnæmisviö- brögöum, svo vitað sé? — Mjólk, kjöt, hnetur og fiskmeti. Hjá sumu fólki verða viðbrögðin snögg eða um leið og maturinn snertir tunguna eða var- irnar. En stundum veldur hann síðbúnum viðbrögðum, sem ekki verður vart fyrr en mörgum tímum eftir neyzluna. Vitað er, að mjólk veldur útbrotum og kláða. Sumar víntegundir geta valdið astma. Hver er munurinn á sjúkdómseinkennum vegna matareitrunar og ofnæmis gagnvart mat? — Stundum er ekki hægt að sjá muninn í fljótu bragði, nema ef viðbrögðin eru taf- arlaus og tungan bólgnar til dæmis um leið og humar kemur við hana. Sein við- brögð geta líkst ógleði þeirri og uppsölu, sem tengist matareitrun. Ef viðbrögðin endurtaka sig í næsta sinn, sem menn borða sömu fæðutegund, er sennilega um ofnæmi að ræða. Geta aukaefni í fæðu valdiö ofnæmissvör- un? — Efnið sodium metabisulfat, sem er sprautað á salat og annað grænmeti og ávexti til að varna því að það dekkist, hef- ur reynzt valda bráðum astma hjá sumu fólki. Sulfur dioxid, efni, sem notað er til að lýsa þurrkaða ávéxti, getur einnig vald- ið astma. Hvaö um efnaiðnað? — Ofnæmisvandamál á vinnustöðum eru tengd mjög margvíslegum efnum í iðn- aði. Sem dæmi má nefna, að eitt efni, sem notað hefur verið við gerð sæta í bíla, olli astma hjá 5% þeirra, sem við það unnu. Hversu alvarlegt er ofnæmi gagnvart lyfj- um? — Við vitum, að sum efni geta valdið harkalegum viðbrögðum — þar á meðal bráðum astma, blóðsókn og jafnvel ofnæmislosti. Helztu lyfin, sem tengd eru ofnæmis- viðbrögðum, eru aspirín og lyf gegn hita og bólgum svo sem Motrin og Indocin, sem notuð eru við liðagigt og öðrum sjúkdóm- um. Penisilín og penisilín-afleiður geta einn- ig valdið bráðum viðbrögðum. Þá hefur ofnæmisviðbragða einnig orðið vart í sam- bandi við skuggaefni, sem notuð eru við rannsóknir til sjúkdómsgreiningar, efni, sem eru gefin í kransæðar, nýru og önnur líffæri. Hvernig er bezt að meðhöndla ofnæmis- viðbrögð? — Fyrst og fremst ber auðvitað að forð- ast það, sem veldur ofnæmisviðbrögðum. Hafi einhver ofnæmi gagnvart mjólk á hann ekki að drekka mjólk. Ef viðbrögð manna við pensilíni eru slæm, eiga þeir að segja lækni sínum frá því og fá önnur með- öl. Hægt er að koma í veg fyrir ofnæmi í ýmsum tilfellum. Og sem betur fer eru til margs konar aðferðir til lækninga í þess- um efnum. Með víkkurum er hægt að opna lokaða eða herpta öndunarvegi. Antihista- mín og fleiri lyf eru gefin við því, sem hrjáir nefið. Og augndropar koma að góðu haldi við sviða eða ertingu. HvaÖ um bólusetningar gegn ofnæmi? — Við getum komið í veg fyrir ofnæm- isviðbrögð með því að byggja upp ónæmi manna með röð af sprautum. Við byrjum á litlum skömmtum af efninu, sem viðkom- andi hefur ofnæmi fyrir og aukum hann síðan með hverri sprautu, unz sjúklingur- inn nær æskilegri svörun og sýnir engin viðbrögð, þegar efnið er annars vegar. Nær 85% af sjúklingunum farnast vel af ónæmismeðferðinni. Þeir geta þurft að fá sprautur í tvö til þrjú ár. Hjá sumum sjúklingum dugar vörnin ævilangt, en í öðrum tilfellum gera sjúkdómseinkennin vart við sig, þegar hætt er að gefa spraut- ur. Hvað er gert við bráðum ofnæmisviðbrögö- um? — Sjúklingurinn þarf þegar í stað að komast undir læknishendur. Hann getur þurft antihistamín vegna blóðsóknar, Ep- inephrine (adrenalín) til að koma í veg fyrir lost, corticosteroid til að draga úr bólgu og súrefni, ef um andþrengsli er að ræða. Hvernig greina læknar ofnæmi hjá sjúkl- ingum? — Fyrst er að kynna sér heilsufarssögu sjúklingsins og skoða hann. Þegar við höf- um fengið vísbendingu um, hvað það sé, sem valdi ofnæminu, getum við gert húðprófun og gengið nánar úr skugga um orsökina. í þessari prófun látum við örlítið magn af þeim efnum, sem til greina koma — værur af ketti, plöntufrjóduft, penisilin, einhverja fæðutegund eða gerviefni — á hörundið eða rétt undir það og fylgjumst með því, hvort einhver viðbrögð, sem benda til ofnæmis, komi í ljós. Hvaö veldur því, að sumt fólk er móttæki- legra fyrir ofnæmi en annað? — Líklegast er, að fólk með ofnæmi erfi gen, sem valdi framleiðslu hins sérstaka mótefnis IgE, sem leiðir til ofnæmissvör- unar. Enn sem komið er höfum við ekki getað fundið genið eða genin, sem eru völd að þessum ágalla á ónæmiskerfinu. Minnkar ofnæmi sumra einstaklinga með aldrinum? — Já. Um 30 af hundraði barna með astma losna við hann með aldrinum. Á hinn bóginn geta ofnæmiseinkenni ágerzt einnig, eftir því sem fólk eldist. Sumir, sem hafa haft ofnæmi alla ævi, leita í fyrsta skipti læknis á fullorðinsárum, þvi að vandi þeirra verður ekki lengur leystur með lyfjum yfir búðarborðiö. Skipta sállækningar máli viö mcðferð á ofnæmi? — Ég held að sállækningar einar sér dugi ekki gegn ofnæmi. Ýmsar aðferðir eru nauðsynlegar, frá því að forðast efni, sem valda ofnæmi til þess að nota lyf gegn sjúkdómseinkennum og styrkja ónæmi sjúklinganna. Meirihluti þeirra, sem þjást af ofnæmi, getur fengið bata og lifað eðli- legu lífi. Tveir borða úr sama pottí — öðrum verður ekki meint af — en hinn fær ofnæmiseinkenni. Ofnæmi er arfgengt afbrigði í ónæmiskerfi Ukamans, en meiribluti þeirra sem þjást af ofnæmi, getur fengið bata og lifað eðlilegu lífi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.