Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 12
við sprenginguna hafi hluti hennar tvístr- ast út úr sólkerfinu. Það sem eftir hafi orðið og telst að séu um 4.500 brot — að staerð allt frá hnullungum 700 km í þver- mál og niður í brot aðeins 1,4 km í þvermál — hafi síðan haldið áfram eftir sporbaug sínum umhverfis sólu. Með vatn og lífrænan hjúp Sumar af markverðustu rannsóknunum á þessu sviði framkvæmdi einn af meðlim- um loftsteinanefndarinnar, prófessor Al- eksandr Zavaritsky. Hann vann að rann- sóknum sínum til dauðadags árið 1963 ásamt prófessor Krinov og var álitinn emn aðalsérfræðingur á sviði loftsteina. „Með því að nota loftsteinana sem grundvöllinn að kenningum sínum sagði Krinov Zavaritsky komst að þeirri niður- stöðu að týnda plánetan hefði verið stærri en Mars og hefði haft bæði vatn og lífræn- an hjúp. Með hjálp loftsteinabrotanna gerði hann sér smám saman grein fyrir gerð þessa hnattar. Hann sá að kjarninn hlaut að hafa verið úr járni umluktur þunnu lagi úr kísiljárni, síðan hefði tekið við þykkt lag af periodite, en ofan á þessu öllu væri síðan undirlag úr basalthrauni, hulið þunnri yfirborðsskorpu og jarðlagi. Hann áleit að týnda plánetan hefði haft öll þau ytri einkenni sem sameiginleg eru okkar jörð svo sem fjöll, höf og andrúms- loft. Og hann áleit að þar hlyti að hafa þróast líf.“ „Ef við tökum kenninguna um Phaeton gilda," sagði Krinov, „verðum við að gera ráð fyrir að líf hafi þróast þar en miklu fyrr en líf þróaðist hér á jörðinni. Vitað er að eftir því sem tíminn líður færist lífbelti sólkerfisins smám saman nær sólu. Ein- hvern tíma mundi Phaeton hafa verið ná- lægt því að vera miðsvæðis á því belti sem jörðin er nú og þar því getað þróast líf. Til allrar óhamingju lést Zavaritsky prófessor áður en hann hafði lagt fram óhrekjandi sönnun fyrir kenningu sinni og þrátt fyrir mikla leit hafa rannsóknargögn hans ekki fundist. Hvað olli eyðileggingu plánetunn- ar og hvenær átti sá atburður sér stað? Flestir eru sammála um að það geti ekki hafa verið lengra síðan en fyrir einni milljón ára. En það eru loftsteinarnir sem færa munu svör við þessum spurningum." Krinov prófessor ráðlagði okkur að tala við Zigel prófessor og á hans fund forum við daginn eftir. Gestir Utan Úr Geimnum „Rithöfundar eins og Erich von Dániken og fleiri hafa nú þegar sagt okkur frá gest- um utan úr geimnum," sagði hann, „og það sem þeir hafa skilið eftir hér síðari kyn- slóðum til umhugsunar. En það sem þessir höfundar áttu eftir að skýra frá var að gestirnir utan úr geimnum komu frá plán- etunni Phaeton. Eg er ekki í neinum vafa um þetta atriði. En þeir komu ekki hingað af frjálsum vilja; þeir hefðu ekki komið til jarðarinnar í þeim tilgangi að setjast að á plánetu sem þeir vissu frá fyrri rannsókn- arleiðangrum að var frumstæður dvalar- Það er ein tilgátan, að hinir háþróuðu Phaeton-búar hafi víða farið á geimskip- um sínum og snúið til jarð- arinnar og sezt þar að, þeg- ar þeir urðu beinlínis sjón- arvottar að eyðingu plánet- unnar sinnar. Hún var svipuð jörðinni, hafði lofthjúp og vatn — en sundraðist líklega í risakjarnorkusprengingu. Höfundar greinarinnar, Henry Gris og WiIIiam Dick, hittu að máli vís- indamenn í Sovétríkjun- um og skýrðu þeir frá uppgötvun, sem þeir telja að segi sögu af hrika- legum afdrifum þessarar fyrrverandi nágranna- plánetu okkar. PLÁNETA Sundruð í Ótal AGNIR í Rússlandi er sérstök nefnd innan sov- ésku vísindaakademíunnar sem fæst ein- göngu við rannsóknir á loftsteinum. Okkur var sagt að loftsteinafundurinn hefði vak- ið mikla athygli og orðið til þess að ýta enn frekar undir rannsóknir á „týndu plánet- unni“. Yfirmaður nefndarinnar var Krinov prófessor og féllst hann á að veita okkur viðtal. Við fengum einnig loforð um viðtal við dr. Felix Zigel, sem er prófessor í geimvís- indum við flugmálastofnunina í Moskvu og í miklu áliti meðal vísindamanna á al- þjóðavettvangi. Loks áttum við tal við Al- exandr Kazantsev, nafnkunnan sagnfræð- ing og fyrirlesara um geimvísindi sem skrifað hefur á annan tug bóka um það efni. En fyrstan sóttum við heim Krinov prófessor. „Ástæðan fyrir því að þessi loftsteinafundur vakti svona mikla athygli er sú,“ sagði Krinov, „að til okkar berast loftsteinar frá smástirnabeitinu, en það er loftsteinabelti sem snýst í kringum sólina í 400 milljón kílómetra fjarlægð. Smá- stirnabeltið liggur á milli tporbauga Mars og Júpiters í um 2,8 sinnum meiri fjarlægð en er milli jarðar og sólar. Samkvæmt kenningu sem enn hefur hvorki verið fylli- lega staðfest né afsönnuð þá reikar smá- stirnabeltið umhverfis sólu eftir sporbraut Dag einn í janúar 1975 var ungur jarðfræði- stúdent á gangi í Karakum-eyðimörkinni norðaustur af Ashkabad í Rússlandi og kom þá auga á eitthvað sem honum sýnd- ist vera glitrandi glermolar í gulum sand- inum. Þeir voru dökkgrænir á lit og á stærð við valhnetu en gerð þeirra virtist honum harla óvenjuleg. Hinn kunni jarðfræðingur Pavel Florensky sendi glermolana til Moskvu til nánari rann- sóknar. í ljós kom að þetta voru loftsteinar sem innihéldu ýmsa málma t.d. beryllum sem bráðnað hafði í kísilsýru við milljónir gráða á Celsíus. Þessi feiknahiti hafði breytt málmunum í gler. Þessi uppgötvun var afar mikilvæg að mati sovéskra vísindamanna sem árum saman höfðu fengist við að leysa gátuna um „týndu plánetuna". Til var kenning um plánetu sem hefði verið nánast alveg eins og okkar jörð og hefði gengið sporbaug um sólu ekki fjarri plánetunni Mars áður en hún splundraðist. Plánetan hafði hlotið nafnið Phaeton. Loftsteinar eins og þeir sem fundust í Rússlandi höfðu áður fundist víða um heim en það ýtti stoðum enn frekar undir að þeir hefðu allir myndast í einni spreng- ingu. plánetu sem ætti einmitt að vera á því svæði samkvæmt svonefndu Bodes-lög- máli“. Johan Bode var þýskur stjörnufræð- ingur sem árið 1772 setti fram kenningu um að tölfræðilegt samband réði fjarlægð- arhlutföllum innan sólkerfis okkar. Sam- tíma stjörnufræðingum til undrunar reyndust útreikningar Bodes furðulega samkvæmir. Árið 1781 uppgötvuðu menn Úranus en fjarlægð hans frá sólu reyndist þá einnig styðja kenningu Bodes og rétt- mæti lögmálsins og sama var að segja þeg- ar Plutó uppgötvaðist árið 1930. Sam- kvæmt kenningunni er smástirnabeltið einmitt þar sem horfna plánetan — Phaet- on — ætti að ganga eftir sínum ákveðna sporbaug í dag og styrkir þá tilgátu að hér sé einmitt þessi sama pláneta sundruð í ótal agnir. „Við höfum ástæðu til að halda" hélt Krinov áfram „að einhvern tíma hafi þessi pláneta splundrast vegna sprengingar, og Tilsýndar utan úr geimnum gætu afdrif Phaeton verið eittbvað þessu lík. Sundraðist PHAETON í tdamwkuspreiigmgu?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.