Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 9
útgáfa Helgafells af Brennunjálssögu. Það var á þeim árum, þegar maður lá í Islend- ingasögum og þótti nokkur fengur í mynd- um af görpum sagnanna. Mér þóttu teikn- ingar Snorra Arinbjarnar allgóðar, en myndir Þorvaldar afskaplega óaðlaðandi og beinlínis ljótar. Því nefni ég þetta hér, að nú og raunar langalengi hef ég verið á alveg gagnstæðri skoðun: Að myndir Þorvaldar í Brennu- njálssögu beri þar af og séu raunar með því albezta, sem teiknað hefur verið með penna á íslandi. Þessi afstöðubreyting í tímans rás er líklega nokkuð dæmigerð, því teikningar Þorvaldar höfða til þeirra, sem hafa einhvern myndrænan þroska. Hina láta þær ósnortna. Þetta nefni ég einnig í þessari andrá vegna þess að mér þykir ljóður á bókinni um Þorvald að hafa ekki nema tvær teikningar úr þessum góða flokki. Það sem á skortir um útlit þessarar bókar er kannski einna helzt það, að teikn- ingar vantar innanum og samanvið til að gefa Iéttleika og vera til mótvægis við þá þyngd, sem yfirleitt fylgir olíumálverki. Grafík gerir sama gagn og vatnslitir einn- ig. En Þorvaldur hefur ekki lagt stund á grafík og enga sérstaka áherzlu á vatnslit, að minnsta kosti eru þær fáu vatnslita- myndir sem þarna eru birtar naumast í stjörnuflokki, enda trúlega hugsaðar sem frumköst fyrir olíu. Og ótrúlegt má það heita, ef Þorvaldur á ekki nema þessar tvær býantsteikningar frá Hafnarárunum. En þær eru betri en ekki neitt; einnig þurrkrítarteikningin af engjafólki á Húsa- felli, ársett 1941. Hún minnir sterklega á krítarmyndir Engilberts, og það er merki- legt, því aðrar myndir hans gera það ekki. . OG sjá ekkert MEÐ INNRI SJÓNUM“ Bókin er ágæt heimild um listalíf í höf- uðstaðnum á þriðja og fjórða áratugnum. Þorvaldur kom þar fyrst við sögu, þegar hann tók þátt í sjöundu almennu sýningu Listvinafélagsins í Bárubúð í maímánuði 1927. Ásgrímur hafði valið myndir Þor- valdar á sýninguna og sumar þeirra voru Heim kominn af skólanum íOsló rarpar Porvaldur frá sér öllum Matisse-kenning- um og málar Hrafnabjörgin samkræmt meðfæddri tilfinningu. málaðar undir handleiðslu Ásgríms, — og þá jafnframt undir áhrifum Cézannes, sem hafði þá alllengi verið feiknarlegur áhrifa- valdur. 1 bókinni er eitt slíkt dæmi: Stilla frá 1924, Cézanne-skólinn uppmálaður. Til voru þeir, sem töldu þessa sýningu Listvinafélagsins „íslenzkum listamönnum til háborinnar háðungar“. En Þorvaldur, Gunnlaugur Scheving og Snorri Arin- bjarnar eru, segir Alþýðublaðið frá þess- um tíma, undantekning þeirra sem „mála landslög endalaust — og sjá ekkert með innri sjónum". Valtýr Stefánsson Morgun- blaðsritstjóri er líka alveg með Þorvald á hreinu: „Sólskinsblettur sýningarinnar er Þorvaldur Skúlason. Hann er málari. Á því er enginn vafi.“ Þetta var spámannlega skrifað hjá Valtý. Og Sigurður Guðmundsson arkitekt tekur í sama streng og segir „fljótséð, að óvenjulega efnilegur listamaður sé á ferð- inni“. Bjarni Guðmundsson síðar blaða- fulltrúi var einnig mjög jákvæður. Sem sagt: Þorvaldur þarf ekki að kvarta yfir skilningsleysi eða fálæti hjá þeim sem þá skrifuðu um myndlist í blöðin. EXPRESSJÓNISTI í MÓTUN Akademíið í Kaupmannahöfn hafði ver- ið sjálfsagður áfangastaður ungra lista- manna framundir 1930. En nú bregður svo við, að Þorvaldur fer heldur til Oslóar og Björn Th. gerir því skóna — og mjög rétti- lega að ég held — að það hafi orðið gæfa hans. í danska akademíinu var um að ræða fortíðardýrkun eða frásagnarlega raunsæ- isstefnu og hvorugt hefði átt við Þorvald. í Noregi hafði aftur á móti verið miklu meira samband við þýzku expressjónist- ana, áreiðanlega fyrir þau miklu áhrif, sem Munch hafði á þá hreyfingu. Það mun þó ekki sízt hafa verið Jón Stefánsson, sem beindi Þorvaldi til Noregs, en skólafélagi Jóns úr Matisse-skólanum í París, Axel Revold, var þá orðinn kennari við Oslóarskólann. Það var Revold, segir Björn Th. í bókinni, sem fyrstur norrænna málara flutti endurskoðaðar kenningar Cézannes og fauvistanna inn í opinberan, norrænan iistaskóla. í þessu sambandi er merkilegt að gaumgæfa, hversu áhrifin frá Matisse og skóla hans urðu í raun lítil á norðurhjaranum. Ekki er að sjá, að Jón Stefánsson hafi orðið fyrir áhrifum af þessum læriföður sínum og hafi verið unn- ið í anda Matisse í Oslóarskólanum, þá sést það ekki á Þorvaldi og heldur ekki á Jóni Engilberts, sem hætti eftir þrjá vetur á danska akademíinu og hélt áfram í Osló; áhrifin á Jón koma fyrst og siðast frá Munch. Oslóarskólinn undir handleiðslu Revold og síðar Jean Heiberg hefur áreiðanlega haft gagnger og góð áhrif á framvinduna hjá Þorvaldi, en myndir sem hann málar þá, t.d. fyrirsæta og úthverfi í Osló, sýna að það konstrúktífa situr þegar í fyrir- rúmi. Norrænn expressjónismi þessa tíma stóð býsna traustum fótum, en var í raun Portrett Þorraldar af Steini Steinarr, 1943. tvískiptur: Annars vegar ljóðræn útfærsla og gott dæmi um hann er „Heimþrá" eftir Jón Engilberts; mynd sem Jón lét aldrei frá sér og er nú í eigu frú Tove. Hins vegar voru svo þeir, sem lögðu langmesta áherzlu á formið og það konstrúktífa. Jón Stefánsson var þar á meðal og þrátt fyrir smávegis Matisse-áhrif í samstillingu á litum í landslagsmynd frá Opdal í Noregi, er Þorvaldur þá strax með áherzluna á stærðir og fleti í stað línuskrauts, sem ein- kennir Matisse. TlLFINNINGIN FYRIR LANDINU Enda þótt Þorvaldur legði litla áherzlu á landslag, eru birtar i bókinni nokkrar inn- lendar og erlendar landslagsmyndir, sem SJÁ NÆSTU SÍÐU Kominn yfír í abstraktið: Fjara, 1950. ■ Dæmigert fyrir myndir Þorvaldar síðustu tro ára- tugina: Stormur, 1971. Ein kynngimagnaðasta mynd Þorvaldan Stóðhestar frá 1941. t l 11 LESBÖK MORGUNBÍLðSINS 1. SEPTEMbIr 1984 9l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.