Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 6
landi og í nágrannaríkjunum. Aðalskólinn í þessum landshluta er í Rajpur, og þangað var okkur einnig boðið. Var þar ólíku sam- an að jafna. Klaustrið var einfalt og skóla- vistarverurnar látlausar. Ábótinn, Khenpo Appey, leit að vísu út eins og smækkuð mynd af Buddhalíkneski; lítill, feitur og kringluleitur. Hann stóð ekki upp af stóln- um þann tíma sem við stóðum þar við nema rétt á meðan ég smellti af honum mynd. Hann var allan tímann umkringdur nemendum sínum og virtist góðlegur og kurteis. Ekki talaði hann neina ensku en gegnum túlk fengum við greið svör við spurningum okkar og hann hafði greini- lega áhuga á að fræða okkur um kennslu í skólanum. Sjálfur kennir ábótinn heim- speki og er Khenpo Appey talinn einna lærðastur heimspekinga Tíbeta. Þegar keisarínn NERÓ Við héldum einnig til Mussoorie, í „Dal ham- ingjunnar" en það er 71andsvæði sem Ind- verjar úthlutuðu Tí- betum eftir flótta þeirra frá Tíbet. Þar er rekin umfangsmikil barnahjálp og berst mikið fé frá útlöndum til hennar. Hans heilagleiki sjálfur, Dalai Lama, skipulagði starfið i upphafi, ásamt systur sinni, sem enn þann dag í dag hefur yfirumsjón með því. Við vorum óheppin með tíma, því einmitt þegar við komum var verið að halda upp á nýtt ár með Tíbet- um, og stendur sú hátíð yfir frá 3.—10. mars. Þá eru allir í fríi og gera sér glaðan dag með tilheyrandi drykkju og dansi. Mussoorie er byggð í hlíðum Himalaya. Snjór var enn þar sem skugga bar á, bæði á götunum og í hlíðum fjallgarðsins. Bygg- ið bókstaflega hangir utan í snarbröttum hlíðunum, en ágætir vegir eru þó upp fjallshlíðarnar svo langt sem augað eygir. Gróður er þó nokkur í hlíðunum og á milli húsa en yfir byggðinni gnæfa hinir mjalla- hvítu tindar Himalaya. Borgin er dásam- lega fögur, líkist einna helst ævintýra- landi. Prinsar og fyrirmenn Asíu hafa löngum dvalist langdvölum í Mussoorie og má víða sjá stórkostlegar hallir. Mussooire var fyrsti dvalarstaður Dalai Lama eftir flóttann frá Tíbet, en nú býr hans heilag- leiki í Dharamsala sem er mun ofar í fjalllendinu. Það má segja að þar sé mið- stöð Tíbeta þó um beina stjórnsýslu sé ekki að ræða. Dharamsala er stundum nefnd „litla Lhasa". Margt fleira mætti segja frá starfsemi útlendra aðila í þágu Tíbeta á Indlandi, en alls staðar fannst mér áberandi hversu lít- il áhersla var lögð á skipulagt starf í þágu framtíðarinnar. „Við lifum frá degi til dags,“ var alltaf viðkvæðið. Enginn virðist hafa hug á að skapa Tíbetum framtíð neins staðar en hver heilvita maður ætti þó að sjá að það sem fyrst og fremst vant- ar er hagnýt menntun og skipulagning. Hin þekkta kona og fyrrum ráðherra, frú Pandit — systir Nehru — sem ég kynntist í Rajpur var mér sammála, en hún sagði: „Tíbetar verða að fá hina svokölluðu menningu í smáskömmtum. Það verður að byrja á réttum enda.“ Ennþá njóta Tíbetar vissulega samúðar Indverja og nærliggjandi þjóða. En, eins og skýrt kemur fram í tali manna á meðal: „Tíbetar eru gestir okkar.“ Hve lengi endist sú gistivinátta? Þann 10. mars varð ég vitni að kröfu- göngu sem Tíbetar fóru um götur Dhera- Dun til að minnast valdatöku Kínverja í Tíbet, en þá voru 25 ár liðin frá þeim hörmungaratburði. Með stórum fyrirsögn- um sögðu blöðin frá för Dalai Lama til Delhí til þess að minna á sama atburð. f hverfi Tíbeta í Rajpur voru alls staðar stórar myndir af hans heilagleika, Dalai Lama, og einnig af Buddha, og var þeim komið fyrir á húsunum eða á öðrum áber- andi stöðum. Myndirnar voru prýddar mislitum böndum og gerviblómum og hill- ur voru fyrir neðan þær, sem á voru alls kyns matvæli; smjör sem bráðnaði í sól- inni, nýbakað brauð, ýmsir tíbeskir sér- réttir. Mig skyldi ekki undra þó fleiru hafi verið fórnað á altari guðanna þennan dag. Fánar blöktu hvarvetna með hinni frægu áletrun: Om Mani Padme Hum — „Heill þér gimsteinn lótusblómsins!". Lífið gekk annars sinn vanagang í borg- inni. Holdsveikir betlarar — indverskir — stunduðu iðju sína, vansælir og hungraðir. Börnin, illa til reika og soltin, réttu fram óhreinar hendurnar, og þeir, sem ekki áttu sér neitt athvarf, sváfu svefni hinna rétt- látu í húsasundum. Hinn nægjusami Ind- verji lét sér fátt um viðbúnað Tíbeta finn- ast, og virtist ekki verða var við neitt óvenjuegt. Þessar tvær þjóðir eiga fátt sameiginlegt og þær blanda ekki geði hvor við aðra. Það er einmitt ein af mörgum ástæðum þess að framtíð Tíbeta er vanda- mál,“ sagði frú Þóra Einarsdóttir. var sendur í kálfinn safnritinu Öldin okkar segir frá því sem fréttum, árið 1905, að spiritisminn hafi numið land á íslandi og Reykjavíkurblöðin láti málið mjög til sín taka, en séu langt frá því að vera á sama máli. Blöðin sem hér um ræðir voru ísafold, undir ritstjórn Björns Jónssonar, og Fjallkonan, sem Einar Hjörleifsson, síðar Kvaran, Allt gekk vel með andaglasið á Val- þjófsstað þar til þessi vandræðakeis- ari úr Rómaveldi kom þar við. ritstýrði. Þeir Björn og Einar voru frum- kvöðlar þessarar nýju hreyfingar hérlend- is. Önnur blöð sem skrifuðu um málið voru Reykjavík, sem flutti magnaða ádeilugrein eftir Davíð östlund. Síðast Reykjavíkur- blaðanna verður tilnefndur Þjóðólfur und- ir ritstjórn guðfræðingsins Hannesar Þor- steinssonar, síðar þjóðskjalavarðar. Sem sýnishorn þessara skrifa skal hér tilfærður hluti úr grein sem birtist í Þjóð- ólfi 7. apríl 1905 og nefndist „Draugafélag- ið“. „Svo er kallað manna á meðal nýtt félag sem stofnað er hér í bænum til að „leita frétta af framliðnum" eða til að eiga „viðtal við framliðna" ... Þetta svokallaða viðtal við framliðna er ekkert annað en eldgömul hjátrú og hindurvitni, drauga- eða afturgöngutrúin gamla, klædd í ný- móðins gervi og gerð að eíns konar fræði- grein sem á útlendu máli nefnist „spiritis- mus“ á íslensku „andatrú" sem er fínna nafn en draugatrú en í sjálfu sér eitt og hið sama. Eins og menn áður trúðu því að vekja mætti upp dauða menn, eins trúa „spiritistar" því að þeir geti „talað fram“ anda framliðinna, og verður þar mjótt á milli. Það er aðeins dálítið fínna að „kalla fram andana en að vekja upp, en í sjálfu sér sams konar bábilja. En að því er snert- ir viðtalið við hina framliðnu í hinu nýja draugafélagi, þá er víst óhætt að fullyrða að sá verður engu fróðari um þetta eða annað líf, sem í það félag gengur. En hann getur átt á hættu að bíða tjón á heilbrigðri skynsemi sinni þegar hann er kominn í keðjuna, borðið farið að dansa og andarnir farnir að skrifa með blýanti sem ekki hreyfist, eða tala með því að berja borð- fætinum niður í gólfið svo og svo oft ... Með blöðunum bárust þessi tíðindi um land allt eins og eldur 1 sinu, enda engir klaufar sem héldu á pennum, bæði til sóknar og varnar og þjóðin hjátrúarfull frá fornu fari. Farið var að „hafa samtöl" við framlið- na víða um land, bæði í bæjum og sveitum. Dansandi borð og andaglas Eins og fram kemur í Þjóðólfsgreininni fóru þessi „samtöl" í gegnum „dansandi" borð. Andarnir töluðu með því að berja borðfæti niður í gólfið „svo og svo oft“. Greinarhöfundur gleymir að geta þess að til þess að andarnir gætu „talað“ þurftu borðin að vera þrífætt. „Svo og svo oft“ segir greinarhöfundur. Þrjú högg þýddu Já“ eitt högg „nei“ og tvö „veit það ekki“. Borðdans voru þessar hreyfingar kallaðar, auk þess sem borðið hreyfðist til og frá, mismunandi mikið eftir því hversu kröft- ugir andarnir voru. Borðið — það mátti einnig komast af með þrífættan skemil — var sett í gang með því að menn, tveir eða fleiri, studdu fingrum létt á það. Brátt kom í ljós að mönnum voru ákaflega „mis- lagðar hendur" ef svo mætti að orði kom- ast, hjá sumum tóku borðin strax að hreyfast, en hjá öðrum bifuðust þau hvergi, jafnvel þótt setið væri tímum sam- an, þó vel í myrkri væri og við sálmasöng, en undir gómum mikilla „miðla“, en svo voru þeir kallaðir sem höfðu þennan hreyfimátt í sér, gátu hreyfingar borðsins orðið ótrúlegar, það kastaðist til og frá um leið og það hjó niður fótunum og kastaðist jafnvel upp í loftið. Seinna eða kannski jafnsnemma, var farið að nota vatnsglas á hvolfi „andaglasið" svokallaða. Færðist það á milli stórra bókstafa sem skrifaðir voru á stórt hvítt blað sem breitt var á borð, sem ekki þurfti að vera þrífætt. Auk stafanna voru skrifuð orðin „já“ og „nei“ og „ég veit það ekki“ og færðist svo glasið á milli stafanna svo af varð orð eða setn- ingar. Þessi síðarnefnda aðferð varð mun Eftir Þórarin Þór- arinsson frá Eiðum FYRR í sumar, þann 21. júlí nákvæmar talið, birtist í einu dagblað- anna í Reykjavík feitletruð grein á 1. síðu með svofelldri yfírskrift: „Niðurstaða í ritstjórnargrein Morguns tímarits sálarrannsóknarfé- lagsins „Spiritisminn runnið skeið sitt á enda“. Almenningur getur ekki „stundað sálarrannsóknir". Framhald greinarinnar er á þessa leið: „Deiluefni í upphafí sálarrannsókna fyrir 100 árum er ekki lengur fyrir hendi. Alþjóðleg andahyggja öðru nafni spiritismus, mun ekki bera frekari árangur. Hún hefur runnið skeið sitt á enda,“ og blaðið heldur áfram; Þessi ummæli er að fínna í ritstjórnargrein Þórs Jakobssonar í síðasta hefti Morguns tímarits Sálarrannsóknar- félags íslands. Morgunn hefur í 64 ár verið höfuðrit íslenskra spiritista, og orðin sem látin eru falla í ritstjórnargreininni kunna því að marka þáttaskil sálarrannsóknarhreyfíngarinnar á íslandi. — „Fúsk leysir engar gátur,“ segir ritstjórinn og bætir við „Nátt- úran er flókin, tilveran er fíókin — miklu flóknari en forsprakkar sáiarrannsóknarmannanna og samtímamenn þeirra, efnishyggju- menn 19. aldar, óraði fyrir.“ Tilvitnun lýkur. Þessi grein blaðsins minnti mig á að ég átti í fórum mínum grein sem skrifuð var síðastliðinn vetur um fyrirbæri sem eitt sinn átti sér stað á bernskuheimili mínu og engin skýring hefur fengist á. Þegar ég var í guðfræðideildinni, á árunum 1924—28, sagði ég séra Haraldi Níelssyni, prófessor, og félögum mínum í deildinni frá þessu atviki og þótti prófessornum það stórmerkilegt og hafði sterk orð um. Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.