Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1984, Blaðsíða 3
JUSTO JORGE PADRON IFgPáW ® ® [q] ® ® ® E ® @ ® Œl ® ® Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Glsli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Slmi 10100. Neró Rómverjakeistari hefur aö vísu legið í gröf sinni í tvö þúsund ár, en þaö er bara örskotsstund í eilíföinni og þessvegna kom Neró aö bragði, þeg- ar hann var pantaöur í andaglas austur á Val- þjófsstaö. Allt fór þó þokkalega fram þar til hon- um var sagt aö fara í kálfinn. Phaeton er nafn á plánetu sem eitt sinn var í næsta ná- grenni við okkur — með lofthjúp, höfum og há- þróuöu lífi. Þessi pláneta hvarf og vísindamenn hallast aö því, aö keöjuverkandi kjarnorku- sprengingar, sem enduðu í risa-sprengingu, hafi sundraö þessum hnetti — en geimfarar þaöan hafi síöan ílenzt á jöröinni. Indland hefur haft slíkt aödráttarafl á Þóru Einarsdóttur, aö hún er búin aö fara þangað margsinnis; ekki sem venjulegur feröaiangur, heldur sem þátttak- andi í hjálparstarfi. Síðast var hún meöal Tíbet, sem hafast viö upp viö Himalajafjöllln, en eru flóttamenn síöan Kínverjar lögöu Tíbet undir sig. Forsíöan Þorvaldur Skúlason var kominn á sjúkrahús og ekki tiltækur í myndatöku, þegar þessi Lesbók fór í vinnslu. En fyrir síðustu jól hafði verið tekin af honum stutt auglýsingakvikmynd vegna bók- arinnar. Gísli Sigurösson notaði einn ramma úr fiimunni og málaði á sinn hátt portret eftir þeirri fyrirmynd. Tilefniö er vönduö listaverkabók um lífsstarf og listferil Þorvaldar, sem út kom í fyrra. Ur innrás atómanna í einhverjum framandi stað, víðs fjarri þessari röddu sem er ekki mín hlýtur hugurinn að vera staddur fjarri þessari röddu sem jafnvel vindur megnar ekki að dreifa hún er gleymdar minningar sem safnazt hafa í órótt hvískur, veikar stunur frá mörgum mönnum sem þegar eru dánir þær eru frumur lífsins, sundraðar hugsanir af óheyrðri sprengingu ljóssins. Örskotsstund sem hefur lifað um aldir aldir sem aðeins eru þessi eina örskotsstund. . Það er varla að við getum munað það. Það var öskrandi spegill sj álfsmorðspláneta sem sprakk inni í okkur sjálfum og úthellti skyndilegri sturlun ljóssins, gjörvöllum eldi eldsins, einróma hrópi hverrar eldingarinnar sem virtist slöngva á loft viðbjóðslegum iðrum jarðarinnar. Við vorum felmtruð af blökkum skjálfta ómælisdjúpsins af kóbaltsins blindandi slettu sem máði út liti reif upp slétturnar ruddi húsum um koll eins og væri skítugur pappír þurrkaði upp blóm, ský, blindandi fiður, höf, og seytlaði inn um svitaholur sofandi barna. Allt var níst sínu eyðandi auga Og líf og dauði mergsogið inn í kjarna og vatnið varð aldrei framar vatnið né loftið nokkru sinni framar loftið. Allt var svift sál og mjúkum klið. Allt brotið, glatað sér sjálfu, stirðnað, að eilífu frosið í skyndimynd auðnar og dauða. Það var tíminn úr samhengi, gerður marklaus. Stökkbreyting í ofsabræði, holdsveiki glæst öll saga mannsins lögð i rúst. Við erum þegar aska meðal skugganna taumur reyks sem tilviljun hefur tæpast dregið saman dreggjar manns í sundruðum atómum Eitthvað sem skreppur burt og er mengað vökvakenndu slímugu efni. Og aldrei framar orð né aðvörun handa neinum. Thor Vilhjálmsson sneri úr spönsku Padro er eitt helztu samtímaskálda á Spáni, fæddur á Kanaríeyjum. í Grjótaþorpinu hófst fslenzkt þjóðfélag R Langalangalangafi minn, Guðmundur „borgari" Bjarnason frá Langárfossi á Mýrum keypti Mart- einsbæ, sem byggður var fyrir aldamótin 1800, og bjó þar til dauðadags 1836. Bærinn stóð syðst í Glasgow-lóðinni, sem síðar varð, og náði túngarðurinn fram í Fischerssund, er þá hét Göthúsastígur. Var bærinn eftir að Guðmundur flutti í hann venjulega kallaður Borgarabær. Sonur Guðmundar, Þórður „lóðs“, átti alla sína tíð heima í nefndum bæ. Hann dó 1853. Synir hans voru svonefndir „Borgara- bæjarbræður“. Einn þeirra var Guðmund- ur á „Hólnum", lengi bæjarfulltrúi, langafi minn. Hann bjó allan sinn búskap á Hól; en nyrst í Hólslóðinni stóð síðar steinhúsið Vesturgata 9, sem ætíð var kallað Hóll. Guðmundur dó 1898. Dóttir Guðmundar var Sigþrúður amma mín. Hún átti Jón Stefánsson (Steffensen) verzlunarstjóra hjá Fischer, sem Fischers- sund er nefnt eftir. Þau afi minn og amma byrjuðu búskap á efri hæð verzlunarhúss Fischers, þar sem nú er verzlunin Geysir við Aðalstræti, og þar fæddist faðir minn, Valdimar, árið 1878. Rétt fyrir fráfall afa míns, um aldur fram, höfðu þau flust í nýbyggt hús sitt á sjávarklöppunum vest- an við Grófina (nú Vesturgata 4) og bjó amma þar til dauðadags 1928. Sigþrúður amma og síðari maður henn- ar, Björn Kristjánsson, kaupmaður m.m. (sonur þeirra Jón kaupmaður, byggði í Grófinni 1916 og bjó þar til dauðadags 1949) tóku mig í fóstur þegar ég var 10 ára. Ég átti svo heima ýmist á Vesturgötu 4 eða í Grófinni til 26 ára aldurs, að ég kvæntist og hóf búskap, og þá á Hól (Vesturgötu 9), en flutti að tveim árum liðnum, eftir dauða ömmu, í íbúð þeirra Björns á Vest- urgötu 4, þar sem ég bjó ásamt konu minni, Sigríði Árnadóttur (sem ættuð er ofan af Arnarhóli), í 10 ár, og eru öll börn okkar fjögur fædd á nefndum tveim stöð- um nyrst í Grjótaþorpinu. Til viðbótar er svo gaman að geta þess að vegna ættartengsla vildi svo til að for- eldrar konu minnar bjuggu fyrstu búskap- arár sín á Hóli, og þar er konan mín fædd. En til hvers í ósköpunum er maðurinn að romsa öllu þessu upp um einkamál sín? spyr einhver. Því er fljótsvarað. Það er til þess að skapa mér einhverskonar réttlæt- ingu fyrir því, að ég er hér að blanda mér í umræðuna um Grjótaþorpið, auk þess sem það er gert til gamans fyrir þá mörgu öldr- uðu samborgara sem vegna skyldleika eða kunningsskapar þekkja meira eða minna til þessarar dálítið kostulegu sögu, því að eflaust hefur engin fjölskylda fyrr né síðar (nema kannski frændfólkið í Grjóta) verið jafn mikið og jafn lengi tengd þessu byggðarhverfi, þar sem 7 ættliðir hafa spígsporað á sama blettinum í hálfa aðra öld. Ef einhver þessara ættliða færði sig lengra en yfir kálgarðsvegginn, þá var það aðeins þvert yfir Hlíðarhúsastíginn (Vest- urgötuna) niður í Grófina, þar sem fiski- bátum Grjótaþorpsmanna hafði verið brýnt frá ómunatíð. — Borgarabær — Hóll (Vesturgata 9) — Aðalstræti 2 — Vesturgata 4 — Grófin 1. En „nú er hún Snorrabúð stekkur". Samt eru enn taugar til þessarar byggðar, sem svo lengi hefur verið athvarf okkar fólks, og við viljum þess vegna veg hennar sem mestan. Af þeim sökum tek ég undir með Hannesi Davíðssyni arkitekt og þeim öðrum sem vilja hefja byggðina í Grjóta- þorpinu úr þeirri niðurlægingu sem hún nú er í og skipuleggja þarna algjörlega nýtt byggðahverfi, því að eins og nú stefn- ir er hvergi í borginni jafn mikil hætta á að myndist fyrsta „slum“-hverfi borgar- innar. í Grjótaþorpinu eru nú nær engin hús sem hafa gildi vegna byggingastíls eða sögu, umfram það sem gerist almennt um timburhús í borginni. Aðalstræti 10 (Silli & Valdi) er dottið út. Það stendur á því að það sé eitt af húsum Innréttinga Skúla fógeta; en nú hefur Páll Líndal upplýst að það hús hafi brunnið og núverandi hus verið byggt nokkru síðar á grunni þess. Ég gæti þó hugsað mér að þetta hús yrði gert UPP og flutt í Árbæ, ásamt Unuhúsi og Garðastræti 23 (Vaktarabænum; litla hús- inu sem stóru bræðurnir ólust upp í, þeir Sigvaldi Kaldalóns). Á þessum slóðum, já, einmitt þarna verður að hugsa stórt. Því að hér syðst í Grjótaþorpinu er sá blettur, sem á allri jörðinni á sér naumast hliðstæðu. Hvergi í veröldinni nema hér getur það gerst að maður staldri við á göngu sinni, bendi á ákveðinn landskika og segi: Hér hófst þjóðfélag. — Hér á að koma Ingólfstorg, sem næði yfir gamla kirkjugarðinn og upp í brekkuna ofan við Aðalstræti 12—16, því að bæjarstæði Ingólfs á að sjálfsögðu að vera opið um alla framtíð. — En ein- hverntíma í framtíðinni verður svo Aust- urvöllur sameinaður þessu torgi og ljóta æxlið sem þarna er á milli numið brott. Þá verður hér stór og glæsileg Reykjavík, þar sem byggingar Alþingis ná frá Templara- sundi að Tjarnargötu með stæðilegri framhlið að torginu. — En allt skipulag Grjótaþorpsins ásamt með Aðalstræti á auðvitað strax að miðast við þennan sögu- frægasta blett á íslandi. Uppi í hverfinu þarf svo að hugsa fyrir lóðum þar sem byggt yrði yfir gamla fólkið í Reykjavík. Með því móti væri vel séð fyrir því að Miðbærinn lifnaði aftur við, því að þeir öldruðu eru manna líklegastir til að tolla eitthvað heima við. Að lokum þetta: Er ekki nóg ein Bern- höftstorfa, auk Árbæjar og friðlýstra húsa vítt um gamla bæinn? Er ekki tímabært að skynsamleg og raunhæf stefna í málefnum Grjótaþorpsins fari að sjá dagsins ljós; nú þegar ég minnist þess að liðnir eru fjórir áratugir síðan þeir félagar, Sigurliði og Valdimar, fóru fyrst að leita eftir leyfi að byggja á lóðum sínum við Aðalstræti? björn Steffensen LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. SEPTEMBER 1984 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.