Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 23
sprengjugnýs, birta 1 stað myrkurs. En Borchert fékk ekkert ráðið við veikindi sín, og hver sjúkrahúsvistin tók nú við af ann- arri. Mörgum þeim, er heimsóttu hann á þessu skeiði, þótti það harla kynlegt, að nær aldr- ei minntist Borchert á líðan sína ellegar veikindi. Því síður vék hann talinu að fangavist sinni eða hermennsku í Rússlandi. Frá þeim myrku stundum yrði einungis sagt með aðstoð pennans. Þá reynslu sína ætlaði hann pappírnum einum; þar skyldi hún gerð bráðlifandi með fulltingi auðmjúkra orða. í sögum Borcherts kemur það hvergi fyrir að hann sé að trana sjálfum sér fram, gera sig að píslarvotti ellegar hetju, hvað þá Fáein orð um skáldið Wolfgang Borchert vorkenna sér. Hann er nógu mikill andi til þess að geta horfið frá eigin þjáningu og snúið sér þess í stað að örlögum kynslóðar sinnar allrar. Keppt við dauðann Að styrjöldinni lokinni átti Wolfgang Borchert tvö ár eftir ólifuð. Enda þótt þau færu að miklu leyti í stríð við sjúkdóma og lasburða líkama, voru honum léðar stundir til aö skrifa sögur þær og leikrit, sem skipað hafa honum meðal fremstu höfunda Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari. Þó voru verk hans að sönnu hvorki mörg né mikil að vexti: Tvö smásagnasöfn, eitt leikrit og fá- ein ljóð á bók. Þar fyrir utan hafa verið gefin út ljóð og smásögur, sem fundust að honum látnum og höfðu þá ekki birst áður. Borchert vissi mætavel að líf hans hékk á bláþræði. En hann átti ásamt penna sínum brýnt erindi við landa sína og samtíðar- menn. Hann notaði því hverja stund, sem gafst, til skrifta. Nóbelshöfundurinn Hein- rich Böll segir Borchert hafa skrifað sem óður væri þau tvö ár, sem honum voru léð til starfa; hann hafði sjálfur orð á því, að hann væri í kapphlaupi við dauðann, sem ávallt stóð við hlið hans og vék aldrei frá honum. En Borchert var orðinn vanur návist dauð- ans; hann hafði fylgt honum sem skuggi í fjöldamörg ár: gengið samstiga honum á vígvellinum, staðið við höfðalag hans í sjúkraskýlum, starað á hann köldum augum í dimmum fangageymslum. Dauðinn var orðinn hluti af lífi hans. Andlát Borcherts Stofan er hvít eins og snjórinn úti fyrir. Hann liggur hreyfingarlaus í hvítu rúmi uppi við vegg. Kaldir geislar nóvembersól- arinnar varpa þögulli birtu á þann vangann, sem að glugganum snýr. Grár skuggi hvílir yfir hinum. Hann er umlukinn hvítri ein- semd líkt og í Rússlandi forðum daga. En nú er hann dáinn. Tuttugu og sex vetra, eða tuttugu og sex sumra. Hvorki á vígvelli í Rússlandi né í fangelsi nasista, heldur á hvítri sjúkrastofu í Sviss. Hún minnti hann á rússneska snjóinn. Og grönn höndin, sem hangir máttlaus fram af rúmbríkinni, hefur nú lokið starfi sínu. Aldrei framar mun hún halda á penna. Hann er einn, fjarri öllu því, sem hann þekkti og var hluti af honum: Fjarri Hamborg og ánni Elbu, sem streymir gegnum rústir borgarinnar, fjarri höfninni, þar sem hann gekk svo oft, og götuljósun- um, sem speglast í regnblautum strætum og augum mannanna. Uti fyrir flæðir hvítt nóvembersólskin yf- ir landið, en inni í stofunni flökta bláir skuggar um veggi. Ljós augna hans er slokknað og dimman er sest þar að. Borchert syrgöur Það er í senn fróðlegt og heillandi að lesa hátt til þess að yfirgnæfa óttann og andvarpið. Og til þess að svitinn hætti að frjósa á enni hans. Hann söng. Og hann heyrði ekki lengur í óttanum. Hann söng jólasálma og heyrði ekki andvarpað lengur. Hann söng jóla- sálma hástöfum í rússneskum skógi. Því snjór hékk í dimmbláum smá- greinum trjánna í þessum rússneska skógi. Feikilegur snjór. Skyndilega brotnaði grein. Og vél- byssuskyttan þagnaði. Og kipptist við. Og þreif skammbyssuna úr hulstrinu. Þá sá hann hvar yfirliðþjálfinn kom skálmandi í átt til hans yfir snævi þakið landið. Nú verð ég skotinn, hugsaði vél- byssuskyttan. Ég söng, þegar ég átti að standa á verði. Og nú verð ég skotinn. Yfirliðþjálfinn er strax kominn á vettvang. Og sjá hvernig hann flýtir sér. Ég söng á verðinum, og nú koma þeir og skjóta mig. Og hann kreppti hnefann um skammbyssuna í hendi sér. Yfirliðþjálfinn var kominn að hon- um. Hann studdi sig upp að vélbyssu- skyttunni um leið og hann skimaði í kringum sig. Hann baðaði höndum. Því næst stundi hann upp: Guð minn góð- ur. Haltu fast utan um mig, vinur. Guð minn góður! Guð minn almáttugur! Hann skellti upp úr. Og baðaði út höndunum. Ég er strax farinn að heyra jólasálma, sagði hann hlæjandi. Jóla- sálma í þessum horngrýtis rússneska skógi. Jólasálma. Er ekki komið fram í febrúar? Jú, svei mér þá, víst er komið fram í febrúar. Og samt heyrast jóla- sálmar sungnir. Það kemur til af þess- viðbrögð manna við fráfalli Borcherts. í verkum hans heyrðist í fyrsta sinn, svo um munaði, rödd þýskrar æsku, sem nauðug viljug var send út í dauðann til að berjast fyrir villimennsku, sem verulegur hluti hennar hafði andstyggð á. Ungur hermaður skrifar, t.d.: „Við fráfall Borcherts verður tómið um- hverfis okkur dýpra en nokkurn tíma áður. Örgrannur ljósbjarminn, sem andartaks- stund skar sundur myrkrið, er nú slokknað- ur. Aftur er nótt. Dimmari nótt en fyrr- um ...“ Annar skrifar: „Ég hef misst báða foreldra mína. Það var stríð. Og ég var í hernum. Er ég sneri heim, voru þau dáin. Ég grét ekki. Eg fann ekki einu sinni til sársauka. Þetta varð svo að vera. Allt var dáið, lagt í rúst, heimilislaust. Við höfðum þjáðst of mikið til að geta fund- ið til sársauka... Fráfall Borcherts er hið fýrsta, sem snertir mig djúpt. Það er sem hluti af sjálfum mér hafi dáið. En svona lagað skrifa menn ekki, svona má maður ekki skrifa, en ég geri það samt... Ég hitti hann aldrei. Mér nægði að lesa verk hans, því að þá vissi ég, að ég stóð ekki einn. Þarna var maður, sem talaði frá mínu eigin hjarta og hugsaði eins og ég... Ég hef aldr- ei veriö tilfinningasamur né viðkvæmur. Kynslóð okkar hefur orðið of hart úti til að vera viðkvæm. Við tárumst ekki, þegar ör- lögin leika okkur grátt. Við höfum aldrei grátið. Ekki einu sinni þegar við vorum börn. Því við fengum aldrei tækifæri til að vera börn. Við erum æskan, sem fór á mis við æskuna." Meðan Borchert var á lífi, barst honum jafnan fjöldi bréfa víðs vegar að úr Þýska- landi. Hann varð oft og tíðum eilítið ringl- aður innanum allar þessar ókunnu raddir, sem þökkuðu honum fyrir sögur hans og trúðu honum fyrir erfiðleikum sínum. Yfir- leitt reyndi hann að svara þessum bréfum, þrátt fyrir veikindi og annir. Þá þegar voru verk hans orðin víðlesin í Þýskalandi. Þar hafa bækur hans nú verið gefnar út í millj- ónum eintaka. Flestar sögur hans hafa ver- ið þýddar á tugi erlendra mála. ari skelfilegu kyrrð. Jólasálmar! Drott- inn minn dýri! Haltu fast um mig, vin- ur. Vertu kyrr. Þarna! Ænei, nú er það horfið. Þú mátt ekki hlæja að mér, stundi yfirliðþjálfinn og tók fast utan um vélbyssuskyttuna, þú mátt ekki hlæja. Þetta kemur til af kyrrðinni, sem ekki er rofin vikum saman. Órofa- þögn. Ekki heyrist minnsta hvískur. Og þá fara að heyrast jólasálmar. Og samt er febrúar rétt genginn í garð. En þetta kemur til af fannferginu. Það er svo feikilegt fannfergi hér um slóðir. Þú mátt ekki hlæja. Þetta gerir hvern mann kolvitlausan, skal ég segja þér. Þú hefur einungis verið hér í tvo daga. En við hinir höfum verið hér um kyrrt vikum saman. Og aldrei heyrist hósti né stuna. Ekki svo mikið sem hvískur. Vikum saman. Þá fara menn smám saman að heyra sungna jólasálma. Þú mátt ekki gera gys að því. Ég hætti skyndilega að heyra þá, þegar ég kom auga á þig. Drottinn minn dýri. Þetta gerir hvern mann hringlandi vitlaus- an. Þessi eilífa þögn. Eilífa kyrrð! Yfir- liðþjálfinn stundi aftur. Hann hló. Og hélt fast utan um vélbyssuskyttuna. Og vélbyssuskyttan hélt þéttingsfast utan um hann. Svo tóku þeir að hlæja báðir. Inni í rússneskum skógi. í febrúar. Stöku sinnum svignaði grein undan snjófarginu. Og þá þaut snjórinn til jarðar milli svarblárra lima trésins. Og hann andvarpaði um leið. Mjög lágt. Fyrir framan þá. Vinstra megin. Svo hér. Og þarna líka. Allstaðar heyrðist andvarpað. Því snjórinn hvíldi á grein- um trjánnaÆeikilegur snjór. Snúið hefur Ólafur Jóh. Ólafsson Hetjur í spegli sögunnar taka stórstyrjaldir á sig annarlega mynd. í sögubókum er okkur sagt, að tugir milljóna hafi fallið í heims- styrjöldinni síðari, og við segjum sem svo: Ja, þvílíkt og annað eins, er það ekki dæma- laust? Eða: Tugir milljóna, það er ekkert smáræði! Með öðrum orðum, okkur bregður minna í brún en við lát mannsins í næsta húsi eða konunnar á hæðinni fyrir neðan. Því skynfæri okkar eru ekki gerð fyrir slík- ar tölur. Við fáum ekki skilið þessar hörm- ungar. í spegli sögunnar birtast stríðsæsinga- menn og fantar oft sem stórmenni og hetj- ur, meðan hinnar sönnu hetju, almúgam- annsins, sem sendur er út í opinn dauðann, eða ekkjunnar, sem situr ein eftir í húsa- rústum, er hvergi getið. „Stórmennin" geta heitið Alexander mikli, Caesar, Napoleon, Bismarck eða Hitler. Almúgamaðurinn er nafnlaus. í sögum Wolfgangs Borcherts fær þessi andlitslausi múgur málið. Borchert lýsir þjáningu þessa fólks, hræðslu þess og kröm. Það undrast villimennskuna, biður um frið og ró. — Líkt og þetta fólk var Borchert dæmdur til að vera það, sem jafnan er nefnt hetja. Hann þurfti ekki að flengjast frá einni heimsálfu til annarrar í einhverjum tilbúnum hetjuleik eins og snillingurinn Hemingway, ellegar leika rússneska rúll- ettu við sjálfan sig, líkt og rithöfurinn Gra- ham Greene. Örlögin tóku að sér allan rúllettuleik fyrir Borchert, hann þurfti aldrei að miða byssu á sjálfan sig, aðrir sáu um það. Og hann þurfti aldrei að leita hætt- unnar eins og hinn bandaríski stéttarbróðir hans; hún leitaði hans. Ásamt dauðanum sat hún um hann til hinstu stundar. Ólafur Jóhann Ólafsson heyrir til yngstu skáldakynslóðinni hér, en Ijóð eftir hann hafa birzt í Lesbók og víðar. Hann er sonur Önnu Jónsdóttur og Ólafs Jóhanns Sigurössonar skálds og stundar nú nám í Bandaríkjunum í eðlisfræði og sUerðfræði. 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.