Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 8
Tove Janson Einn hemúlanna stóð uppi á þakinu og krafsaði í snjóinn. Hann var með gula ullarvettlinga, sem smám saman urðu votir og óþægilegir. Þá lagði hann þá á strompinn, andvarpaði og hélt áfram að krafsa. Að lokum fann hann þaklúguna. — Jahá, þarna var hún þá, sagði hem- úllinn. og þarna niðri liggja þau og sofa. Sofa og sofa og sofa. Meðan aðrir vinna sér til óbóta bara af því að jólin eru að koma. Hann steig upp á þaklúguna, en þar sem hann gat ómögulega munað hvort hún opnaðist inn eða út, hoppaði hann varlega á henni. Hún opnaðist samstund- is inn og hemúllinn hrapaði niður í snjó og myrkur og allt það sem múmínfjöl- skyldan hafði sett upp á háaloft til að nota seinna. Nú var hemúllinn orðinn reglulega argur og auk þess var hann ekki alveg viss um hvar hann hafði látið gulu vettl- ingana sína. Þetta voru einmitt uppá- haldsvettlingarnir hans. Hann þrammaði niður stigann, reif upp hurðina og æpti reiðilega: Jólin eru að koma! Ég er orðinn þrautleiður á ykk- ur og ykkar eilífa svefni og nú geta jólin komið hvenær sem er! Þarna niðri lá múmínfjölskyldan í vetrardvala eins og venjulega. Þau höfðu sofið mánuðum saman og höfðu hugsað sér að sofa langt fram á vor. Svefninn hafði vaggað þeim í þægilegri ró í draumi um langan heitan sumardag. Nú kom allt í einu órói og kaldur gustur inn í drauma múmínsnáðans. Og svo var einhver sem dró af honum sængina og æpti að hann væri þrautleiður og að jólin væru að koma. — Hva, er komið vor? muldraði múm- ínsttáðinn. — Vor! fnæsti hemúllinn. Það eru að koma jól, skilurðu, jól. Og ég hef ekki gert neitt og ekkert er tilbúið og svo senda þau mig til þess að ræsa ykkur út í miðjum klíðum. Vettl- ingarnir eru líklega týndir. Og allir æða um sem galnir og ekkert er tilbúið ... Síðan þrammaði hemúllinn aftur upp stigann og klifraði út í gegnum þaklúg- una. — Mamma, vaknaðu, sagði múmín- snáðinn hræddur. Eitthvað ógurlegt hef- ur komið fyrir. Það er kallað jól. — Hvað áttu við? sagði mamma hans og stakk nefinu fram undan sænginni. — Ég veit það ekki almennilega, sagði sonur hennar. En ekkert er tilbúið og einhver er týndur og allir æða um sem galnir. Kannski eru það vatnavextir og flóð rétt einu sinni. Hann ýtti varlega við snorkstelpunni og hvíslaði: Vertu ekki hrædd, en eitt- hvað hræðilegt hefur komið fyrir. — Róleg, sagði múmínpabbinn. Róleg, umfram allt. Hann fór á fætur og dró upp klukkuna sem hafði stoppað einhverntíma í októ- ber. Þau röktu vot spor hemúlsins upp á háaloft og klifruðu þaðan út á þakið á múmínhúsinu. Himininn var blár eins og venjulega, svo það var greinilega ekki eldgos í þetta skiptið. En allur dalurinn var fullur af blautri bómull, fjöllin og trén og áin og allt húsið. Og það var kalt, miklu kaldara en í apríl. — Er það þetta sem er kallað jól? spurði múmínpabbinn undrandi. Hann tók loppufylli af bómull og starði á hana. Mér þætti gaman að vita hvort það hefur vaxið upp úr jörðinni, sagði hann, eða dottið niður frá himnum. Ef það hefur dottið allt í einu lagi hlýtur það að hafa verið mjög óþægilegt. — Nei pabbi, þetta er snjór, sagði múmínsnáðinn. Eg veit að þetta er snjór og hann dettur ekki niður allur í einu. — Á, segirðu það? sagði pabbinn. En óþægilegt engu að síður. Frænka hemúlsins ók framhjá með grenitré á skíðasleða. — Jæja, þið eruð þá loksins vöknuð, sagði hún áhugalaust. Reynið nú að verða ykkur út um grenitré fyrir myrkur. — En til hvers, byrjaði múmínpabb- inii. — Ég má ekki vera að því að tala við ykkur núna, hrópaði frænkan um öxl og renndi sér fram. — Fyrir myrkur.hvíslaði snorkstelp- an. Hún sagði fyrir myrkur. Ógnin kemur í kvöld ... — Jahá, það er greinilegt að maður þarf grenitré til þess að bjargast, sagði múmínpabbinn hugsi. Ég skil ekkert í þessu. — Ekki ég heldur, sagði mamman bljúg, en setjið á ykkur trefla og skóhlíf- ar áður en þið sækið þetta grenitré. Á meðan reyni ég að kveikja upp í ofninum. Þrátt fyrir hina yfirvofandi ógn ákvað múmínpabbinn að höggva ekkert af sínum eigin grenitrjám, honum þótti of vænt um þau til þess. Hann klifraði heldur yfir til göffsunnar og valdi sér stórt og fallegt grenitré sem gaffsan gat engan veginn haft nein sérstök not fyrir. — Heldurðu að það sé ætlast til þess að við felum okkur í því? spurði múm- ínsnáðinn undrandi. — Ég veit það ekki, sagði pabbinn og hélt áfram að höggva. Ég skil hvorki upp né niður í þessu. Þeir voru næstum komnir niður að ánni þegar gaffsan kom æðandi á móti. þeim með fangið fullt af pinklum, pokum og pökkum. Hún var kafrjóð í framan og greinilega í miklu uppnámi, og hafði sem betur fer ekki tíma til að þekkja sitt eigið grenitré. — Þrautir og þursabit! æpti gaffsan. Dónalegum broddgöltum ætti ekki að leyfast að ... Og eins og ég sagði við mímluna um daginn, það er synd og skömm ... — Grenitréð, sagði múmínpabbinn og greip í örvæntingu föstu taki í minkapels göffsunnar. Hvað á maður að gera við grenitréð? — Grenitréð, endurtók gaffsan rugluð. Grenitréð? Ó þvílík hörmung! Nei, al- máttugur ... það verður að klæða það ... Ó, hvernig á ég að hafa tíma til alls 0 g svo missti hún pakkana í snjóinn og húfan rann niður fyrir nefið og gaffs- an fór næstum að gráta af einskærri ör- væntingu. Múmínpabbinn hristi höfuðið, tók grenitréð upp og hélt áfram. Heima hafði mamman mokað svalirn- ar og tekið fram björgunarbelti og magn- yl, byssu múmínpabbans og ullarteppi. Það var aldrei að vita ... Lítið kríli sat fremst á sófabrúninni og drakk te. Það hafði setið í snjónum undir svölunum og verið svo aumkunarvert að mamman hafði boðið því inn. — Jahá, hér er grenitréð, sagði múm- ínpabbinn. Ef við nú bara vissum til hvers á að nota það. Gaffsan sagði að það ætti að klæða það. — Svo stór föt eigum við ekki, sagði mamman áhyggjufull. Hvað getur hún hafa átt við? — En hvað það er fallegt, hrópaði kríl- ið og síðan svelgdist því á teinu sínu af einskærri feimni, og dauðsá eftir því að hafa nokkurn tíma dottið í huga að segja nokkurn skapaðan hlut. — Veist þú hvernig á að klæða greni- tré? spurði snorkstelpan. Krílið eldroðnaði og hvíslaði: Það á ekki að klæða það. Það á að skreyta það. Skreyta það með fallegum hlutum. Eins fallega og hægt er. Það hef ég að minnsta kosti heyrt. Svo yfirbugaðist krílið af feimni, greip loppunum fyrir andlitið, velti um tebollanum og skaust út um svaladyrnar. — Nú skuluð þið þegja stundarkorn, því að nú er ég að hugsa, sagði múmín- pabbinn. Ef gera á grenitréð eins fallegt og mögulegt er, getur það ekki verið ætl- unin að við felum okkur í því fyrir ógninni, heldur að við blíðkum ógnina með því. Aha! Nú fer ég að skilja hvað um er að ræða. Þau báru grenitréð út á hlað og reistu það upp í snjónum. Síðan hófust þau handa við að skreyta það frá toppi og niðurúr, með öllum hugsanlegum falleg- um hlutum. Þau skreyttu það með skelj- um úr blómabeðunum og með perlufesti snorkstelpunnar. Þau tóku niður kristals- dropana úr ljósakrónunni í stofunni og hengdu þá á greinarnar, og í toppinn festu þau rauða silkirós sem múmín- 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.