Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 9
Ragna S. Gunnarsdóttir Bernskujólin Langt inn til fjalla lifði ég bernskujólin, löngum ég þeirra minnist, með birtu og yl, þegar á lofti lægst var skammdegissólin ljómandi var þá gaman að vera til. Jólasveinar læddust í giljum og lautum svo langt frá bænum var vissara að fara ei, þeir slæddust í búrið, stálu þar skyri og grautum sleipir þeir voru, en meinlausir, þessi grey. Það vildi til að ég vorkenndi þessum skinnum, sem voru svangir og kaldir í myrkri og bil, af lystugum mat þá leifði ég stöku sinnum, mig langaði að eitthvað væri handa þeim til. Það var vissara að vera þægur um jólin, það voru fleiri en jólasveinarnir til, því Leppalúði og Grýla, þau gömlu fólin, gerðu oft bylmingshögg í bæjarins þil. Mamma sagði okkur söguna um jólabarnið, er sent var af guði að veita mönnunum skjól, birtu og frið það veitti og hverskonar varnir, það væri í minningu þess er við héldum jól. Og því ættu allir við aðra að vera góðir einkum á jólunum, sagði móðir mín þrátt, því Jesú var öllum mönnum sem besti bróðir bar þeirra syndir og líknaði á allan hátt. Hljóð við sátum og horfðum á kertin brenna og hugurinn fylltist dýrðlegum jólafrið. Upp í loftið við augum fórum að renna hvort englana á flugi í hringi þar sæjum við. Bernskujólin þau ber fyrir sjónir mínar sem besta og helgasta ævinnar tímabil. Börnin í dag með glæstu gjafirnar sínar ei glaðari eru en ég var með kerti og spil. Stundum er ljúft að láta huga sinn dreyma, við lifum í borg, þar sem allt er svo hlýtt og bjart, en kertaljósin úr lága torfbænum heima þau lýsa mér enn gegnum skammdegismyrkrið svart. Naínagt Einn kann rcl á ísum herja íta UJOffJ Annar brrjar riku hrerja UhVI l’ridji gjörir að húsum hlúa !JJ01 Hinn fjórði hét á Guð að trúa UUIJSUfl Fimmti hefur ásjón ýta , juuijjq Ei má skarn á sjötta líta uuidJjj Sjöundi rið það sýnist dottinn jnnm Attundi það er meiri spottinn mjrna Níundi ei dauðann nálaaetyAi jnSiojo Nauða tíundi þyrfti um snot luvj.ioíx Hjá ellefta stendur heimskan hátt jnJIV Heima í þeim tólfta, sá hefur hátt jnitjýfj Þrettándi fýsir fjöri að granda snjSfA Ejórtándi sýnir mér skipan landa UOM Eimmtándi á himni fæðist og derr jnSBQ Fleygir sextándi hrössum geir ’Sofl Seytjandi er árangur unaðs tíða Hæsjy Átjándi má í saurnum skríða UVd Eg þeim nítjánda á eldinn kasta jnpuvjfl Með andanum finn ég þann tuttugasta mtjo'j Runólfur Guðmundsson í Ölversholti í Flóa hefur sent Lesbókinni þessa nafnagátu, sem margir kannast ugglaust viö. Runólfur telur að gátan sé eftir.Guðríði Sigurðardóttur frá Merkisteini, en kveðst ekki kunna deili á henni. Gátuna skrifaði hann upp vestur í Dölum eða á Snæfellsnesi fyrir meiru en 50 árum. mamma hafði einu sinni fengið að gjöf frá múmínpabba. Öll komu þau með það fallegasta sem þau áttu, til þess að milda vetrarins óskiljanlegu ógn. Þegar þau voru búin að skreyta tréð fór frænka hemúlsins aftur framhjá á skíðasleðanum sínum. Nú ók hún í hina áttina og var ennþá meira að flýta sér í þetta skiptið. — Sjáðu grenitréð okkar, hrópaði múmínsnáðinn. — Hamingjan hjálpi mér, sagði frænkan. En þið hafið nú alltaf verið hálf skrítin. Jæja, ég verð að hala áfram ... Ég á eftir að laga matinn fyrir jólin. — Matinn fyrir jólin, endurtók múm- ínsnáðinn undrandi. Éta jólin líka? En frænkan heyrði ekki — Haldið þið að hægt sé að komast hjá því að elda mat fyrir jólin? spurði hún óþolinmóð og renndi sér niður brekkuna. Það sem eftir var dagsins var mamma eitthvað að bardúsa. Og í rökkurbyrjun var matur jólanna tilbúinn og framreidd- ur í smáskálum og bollum í kringum grenitréð. Þar var bæði saft og skyr, bláberjaterta og eggjatoddy og allt mögulegt annað sem múmínfjölskyldunni þótti gott. — Haldið þið að jólin séu mjög svöng? spurði manna óróleg. — Tæpast svengri en ég, sagði múm- ínpabbinn og horfði löngunarfullum aug- um á allan matinn. Hann sat í snjónum og hríðskalf með ullarteppi sveipað um sig alveg upp að eyrum. En við smælingj- arnir verðum alltaf að vera mjög tillits- samir við hin miklu náttúruöfl. Niðri í dalnum tendruðust ljós í öllum gluggum. Það lýsti undan trjánum og úr hverju búi í greinum þeirra, og flöktandi ljós þutu fram og aftur yfir snjóbreiðuna. Múmínsnáðinn leit spyrjandi á pabba sinn. — Jú! sagði pabbinn og kinkaði kolli. Jú, í öryggisskyni. Þá fór múmínsnáðinn inn og tíndi saman öll kerti sem hann fann. Hann stakk þeim niður í snjóinn hringinn í kringum grenitréð, kveikti varlega á þeim einu af öðru þar tii öll loguðu og lýstu til þess að blíðka myrkrið og jólin. Smám saman varð alveg kyrrt í dalnum, líklega voru allir farnir heim til sín og sátu og biðu eftir stóru ógninni. Bara einn einmana skuggi flökti ennþá á milli trjánna. Það var hemúllinn. — Hæ! kallaði múmínsnáðinn hljóð- lega. Kom þau bráðum? — Truflaðu mig ekki, sagði hemúllinn reiðilega með trýnið á kafi í löngum lista þar sem næstum allt var yfirstrikað. Hann settist við eitt kertið og fór að lesa. — Mamma, pabbi, gaffsan, tuldraði hann. Allir frændurnir, elsti broddgölt- urinn ... þeir litlu þurfa ekkert. Og Sniff gaf mér ekkert í fyrra. Mísan og homsan og frænka ... ég verð galinn af þessu öllu saman. — Hvað er, spurði snorkstelpan áhyggjufull. Hefur eitthvað komið fyrir þau? — Gjafir, hreytti hemúllinn út úr sér. Fleiri og fleiri gjafir um hver jól. Hann gerði fljótfærnislegan kross á listann og þau af stað. — Bíddu! hrópaði múmínsnáðinn. Út- skýrðu þetta betur ... Og vettlingarnir þínir ... En hemúllinn var þegar horfinn út í myrkrið, hann var eins og allir aðrir að flýta sér og var utan við sig vegna komu jólanna. Þá gekk múmínfjölskyldan hátíðlega inn í húsið til þess að leita að gjöfum. Pabbinn valdi bestu laxafluguna sína sem var í mjög fallegri öskju. Á hana skrifaði hann „Til jólanna“ og setti hana síðan út í snjóinn. Snorkstelpan tók af sér ökklahringinn og andvarpaði dálítið um leið og hún vafði honum inn í silki- pappír. Mamman opnaði leyniskúffuna sína og tók fram bókina með öllu litmyndunum, einu myndskreyttu bókina í öllum daln- um. Það sem múmínsnáðinn gaf var svo fínt og svo persónulegt að enginn fékk að sjá það. Ekki einu sinni seinna, um vorið, sagði hann frá því hvað hann hafði gefið. Svo settust þau öll í snjóinn og biðu eftir ógninni. Tíminn leið en ekkert gerðist. Bara krílið sem hafði fengið teið gægð- ist fram undan viðargeymslunni. Það var með alla ættingja sína með sér og alla vini og kunningja ættingjanna og allir voru jafn smáir og gráir og kaldir og aumkunarverðir. — Gleðileg jól, hvíslaði krílið feimn- islega. — Jahá! Þú ert sannarlega sá fyrsti sem þykir jólin gleðileg, sagði múmin- pabbinn. Ertu ekki hræddur við það sem kann að gerast þegar þau koma? — Þau eru komin, tautaði krílið og settist i snjóinn ásamt ættingjum sínum. Megum við sjá? Þið eigið svo einstaklega fallegt grenitré. — Og allur maturinn, sagði einn ætt- ingjanna dreyminn. — Og alvörugjafir, sagði annar ætt- ingi. — Mig hefur alltaf dreymt um að sjá svona nokkuð, sagði krílið og andvarpaði. Svo varð allt hljótt. Kertaljósin brunnu stilltum loga í næturkyrrðinni. Krílið og ættingjarnir sátu hreyfingar- laus af aðdáun. Loftið titraði af hrifn- ingu og þrá. Að lokum mjakaði múmín- mamman sér örlítið nær pabbanum og hvíslaði: Ættum við? — Jú, en ef? maldaði pabbinn í móinn. — Og hvað með það? sagði múmín- snáðinn. Ef jólin reiðast getum við bjarg- að okkur upp á svalirnar. Svo sneri hann sér að krílinu og sagði: Gjörið svo vel, þið megið eiga þetta allt. Krílið ætlaði varla að trúa sínum eigin eyrum. Það gekk hikandi að grenitrénu og á eftir fylgdu allir ættingjarnir og vinir, með veiðihárin titrandi af eftir- væntingu. Þau höfðu aldrei fyrr átt sín eigin jól. — Nú er víst eins gott að við forðum okkur, sagði múmínpabbinn órólegur. Þau flúðu í hendingskasti upp á svalirnar og földu sig undir borðinu. Ekkert gerðist. Loks tóku þau í sig kjark og gægðust útundan borðinu. Krílin sátu í snjónum og átu og drukku og opnuðu gjafirnar, og skemmtu sér betur en nokkru sinni. Að lokum klifruðu krílin upp í grenitréð og festu logandi kerti á hverja grein. — Það ætti nú eiginlega að vera stór stjarna í toppnum, sagði frændi krílsins. — Finnst þér það, sagði krílið og leit hugsi á rauðu silkirósina hennar múm- ínmömmu. Er það nú svo stórmikill mun- ur ef hugsunin er rétt? — Við hefðum átt að útvega stjörnu líka, hvíslaði múmínmamma. Þau horfðu til himins. — En það er þó öldungis ómögulegt. Himinninn var fjarrænn og svartur, en með ógrynni af stjörnum, þúsund sinnum fleiri en á sumrin. Og stærsta stjarnan var beint upp af greni- trénu þeirra. — Eg er nú orðin dálítið syfjuð, sagði múmínmamman. Og ég get alls ekki hugsað meira um þetta eða hvað það á að þýða. En það lítur út fyrir að ganga vel. — Ég er að minsta kosti ekki hræddur við jólin lengur, sagði múmínsnáðinn. Hemúllinn og gaffsan og frænkan hljóta að hafa misskilið þetta á einhvern hátt. Þau lögðu gulu vettlingana hemúlsins á svalahandriðið þar sem hann hlaut að taka eftir þeim, og svo fóru þau inn til þess að halda áfram að sofa meðan þau biðu eftir vorinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.