Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 18
Á vígsluhátíðinni 1. julí 1934 var sungið brúarljóð. Páll ísólfsson stjórnaði lúðrasveit og svo var dansað. Boddíbíllinn var þá róm- antískasta farartæki í heiminum Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka Við Tjörnina Hér syntu endur og álftir með ungana sína í vor en nú fer að halla að hausti það húmar í dagsins spor. Það húmar og hljóðlát nóttin er hrímköld sem vera ber því senn gengur vetur að garði oggleymir ei neinu hér. Og kríur sem komu á vori og kusu sér dvalarstað hér þær flugu til sóllanda suður og sjá ei hvað vetur er. En endur og álftir vita að enn er þeim tjörnin best. Hún geymir sér vök handa vinum og vermir þar margan gest. Þótt veturinn verði kaldur þá verður samt ylur hér. Og reykvísku börnin bera þeim brauð sem um vökina fer. þekkst á útisamkomu þegar frá er talin Alþingishátíðin 1930. Sýslunefndin lét prenta 6000 aðgöngumiða en 7000 manns munu hafa sótt hátíðina. Að- göngumerkin kostuðu 1 krónu fyrir alla yfir 14 ára og var myndarleg atriðaskrá innifalin í verðinu. Allur ágóði af brúar- hátíðinni að frádregnum bein- um kostnaði var látinn ganga til bágstaddra á jarðskjálftasvæð- inu á Dalvík og í Hrísey, en eins og kunnugt er urðu þar miklir jarðskjálftar vorið 1934 sem ollu miklu tjóni. Um kl. 1 hófust hátíðahöldin á hlýlegu hátíðarsvæði við Litlu- Dímon. Andrúmsloftið minnti á Alþingishátíðina. Guðsþjónusta hófst með því að Lúðrasveit Reykjavíkur lék undir tilkomu- mikilli stjórn Páls ísólfssonar, sem sveiflaði tónsprotanum þarna í sumarblíðunni, en Páll hafði einnig komið með söng- flokk úr bænum. 1 Morgunblað- inu mátti lesa eftir hátíðina. „Fer einkar vel á því að hafa lúðraflokk og söngflokk saman á útisamkomu, því hornin hljóma svo vel undir berum himni og bera uppi sönginn." Eyfellingar höfðu einmitt kosið sér prest þetta vor, séra Jón M. Guðjóns- son frá Brunnastöðum, sem síð- ar varð sóknarprestur á Akra- nesi. Honum mæltist vel og skörulega. Hann lagði út af text- anum „Hið sanna ljós, sem upp- lýsir hvern mann, var að koma í heiminn." Messugerðin var áhrifarík. Um sjö þúsund manns sátu í sólgolunni norðan og austan í hátíðarsvæðinu. Því næst steig Björgvin Vig- Sumarid 1929 keypti Audunn kaupmaður Ingvarason, — blæjubíl — Nýja-Ford og notaöi hann um tíma til áætlunarferða frá Seljalandi í Vestur-Eyjafjallahreppi til Víkur í Mýrdal. Bílstjóri var sonur hans Ólafur, sem stendur yzt til hægri. Seinna var farþegakarfan tekin af og Kristinn Jónsson, vagnasmidur smíðaði á hann hús með kassa fyrir aftan fyrir flutning. Við þessa breytingu fékk farartækiö óvirðulega nafngift og var nefnt: DALSSELSTÍKIN. Leifur og Valdimar í Dalsseli spiluöu um áraraðir á böllum um allt Suðurland og ferðuðust með harmonikur sínar á þessu farartæki. — Auðunn i Dalsseli var einn af brautryðjendum í bílaútgerð í Rangárvallasýslu. Keypti Gamla-Ford 1928, Dalsselstíkina 1929 og nýjan Ford-vörubíl 1930. Flutti sú bifreið marga Rangæinga á Alþingis- hátíðina 1930. Þetta farartæki þótti heldur nútímalegt í svört- ustu kreppunni, enda fældust öll hross, þar sem bíllinn fór um. Þetta er Studebaker, árgerð 1934, RE-218, 18 manna bíll með plusssætum og í eigu BSR. Eyjólfur Finnbogason ók bílnum á Fljóts- hlíðarrútunni frá 1934—37. Að öllum líkindum er þetta fyrsti rútubíllinn, sem ekið var yfir Mark- arfljótsbrú. Markarfljótsbrúin 50 ara 18

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.