Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1983, Blaðsíða 10
Þader eitt sem ekki má — og það erað flýta sér Hólmfríður Gunnarsdótt- ir ræðir við GUNNAR GUNNARSSON ljósmynd- ara, sem nýlega hefur haldið fyrstu ljósmynda- sýningu sína hér, en ljós- myndun lærði hann í __________ Skotlandi og fékk þar eft- Teatime — eða tíma fyrír tedrykkju, kallar Gunnar þessa dulúðugu mynd, en hann rinnur jöfnum höndum ísvart/hrítu og jrsÓtt VerðlaUn. lit. Geta allir málað eftir aö vatnsmálningin kom á markaðinn? Geta allir tekið myndir eftir að myndavélarnar fóru að sjá um allt nema að styðja á takkann? Eða er ljósmyndun listgrein? „Ljósmyndun er leikur við Ijós og skugga,“ segir Gunnar Gunn- arsson, Ijósmyndari, sem spjallaði við mig eitt nóvemberkvöld, þeg- ar skuggarnir voru orðnir langir. Gunnar er Garðbæingur, fæddur 1959. Eftir stúdentspróf segist hann hafa verið óráðinn, hafði dálítinn áhuga á kvikmyndun, en vissi engan veginn fyrir víst, hvað hann ætti að taka sér fyrir hendur. Hann fékk sér vinnu en skrapp í stutt frí nokkru seinna til kunn- ingja síns í Edinborg. í samkvæmi þar bar m.a. á góma, að nú væri rétti tíminn til að sækja um Ijósmyndaskólann Napier College, sem nyti vaxandi álits. Gunnar pantaði viðtal hjá yfirkennaranum, sem hvatti hann að samtalinu loknu til að senda inn myndir og sækja um skólann. Eftir vikuvist í Edinborg, fór Gunnar heim, fékk lánaða myndavél hjá kunningja sínum og fór að leita að viðfangsefnum. Hann segist hafa sent inn nokkrar fjörumyndir, mynd af hjólbörum, endurspegl- un í kaffibolla og ýmislegt annað. Stuttu seinna fékk hann bréf þess efnis, að hann hefði komist inn í skólann. „Það hjálpaði mér áreiðanlega, að ég er Islendingur, og svo hef ég sjálfsagt ekki komið illa út úr við- talinu. En það er jafnan gífurleg aðsókn að skólanum. Af 400, sem sóttu um leið og ég, komust aðeins 25 inn. Núna í ár sóttu 600 um þessi sömu 25 sæti. Fyrsta árið læra menn undir- stöðuatriði í ljósmyndun, og þá var ég mjög heppinn með kennara. Áhuginn, sem hafði verið takmarkaður í upphafi, óx nú til mikilla muna. Á öðru ári var ég ekki eins heppinn með kennara, og þá fannst mér þetta ekki eins skemmtilegt. En siðasta árið breytti öllu. Þá hafði ég frábæran leiðbeinanda, sem beindi mér inn á þá braut, sem hentaði mér mjög vel. Ég fór að fást við kyrralífs- myndir „still lifes" og myndir af fólki í ýmiss konar umhverfi og ýmiss konar stellingum. Þetta eru eins konar „informal portraits" eða óformlegar mannamyndir. Þessi kennari minn vann áður fyrir brezk blöð, en hvarf frá því og gerðist leiðbeinandi við skól- ann. Frábær maður. Ég treysti umsögn hans um myndir betur en nokkurs annars. 1 apríl sýndi ég nokkrar myndir eftir mig í Edinborg, og svo átti ég myndir á samsýningu nemenda í sumar, en þá var ég sjálfur kom- inn heim til íslands. Síðastliðið sumar tók skólinn þátt í samkeppni, sem Polaroid- fyrirtækið efndi til. 25 ljósmynda- skólar í Bretlandi tóku þátt í keppninni. Það átti að vera ákveðið þema í þessum myndum. 1 mínum skóla var ákveðið, að allar 10 myndirn- ar, sem skólinn sendi frá sér, skyldu vera af sömu stúlkunni. Ég átti tvær myndir af þessum 10. Okkur til mikillar ánægju vann skólinn þessa keppni, og ég hreppti einstaklingsverðlaun fyrir aðra myndina mína af stúlkunni. Verðlaunin voru ljósmyndavél og nýjung frá Polaroid, filma og tæki, sem framkallar filmuna. Þetta eru skyggnur með nýrri tækni. Ennfremur bauðst mér að fara til London og vinna þar í stuttan tíma með færum ljósmyndara. Það boð hef ég ekki þegið enn. Ef maður ætlar að vanda sig, þá er eitt, sem ekki má gera. Það er að flýta sér. Ég var búinn að taka myndir af þessari stelpu í níu tíma í vinnu- stofunni, þegar ég ætlaði að fara að hætta. En þá hreyfði hún sig eitthvað, og ég sá ljósið falla á hana úr nýrri átt. „Við skulum taka eina ennþá," sagði ég, og hún hafði þolinmæði til að sitja enn fyrir í nokkrar mínútur. Þá kom verðlaunamyndin. Ég hef gaman af að skoða birtu og skugga. Það er stærðar höll þarna úti í Edinborg, sem enginn hefur búið í lengi. Ljósið sytrar inn um rifurnar og sker myrkrið. Þarna tók ég margar myndir. Það er líka gaman að taka myndir af fólki í mismunandi stellingum, og tæknin gerir manni kleift að dekkja og lýsa bakgrunn- inn þannig, að þetta verður leikur við þessa andstæður. Mér finnst meira gaman að taka myndir í svart-hvítu en í lit, en hvort tveggja hefur sína kosti. Ég gæti vel hugsað mér að hafa ljósmyndastofu svipaða þeirri, sem Jón Kaldal hafði á sínum tíma. En eins og er veit ég ekki hvort af því verður. Næst á dagskránni hjá mér er sýning í Gallerí Lækjartorg dag- ana 26. nóv. — 4. des. Þar sýni ég 9 litmyndir og 28 svart-hvítar. Ég er að koma þessu á karton og ramma inn fyrir sýninguna. Framtíðin er óráðin. En mér fellur yfirleitt betur að vinna einn 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.