Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 3
stefnt að því, að nemendur það- an ættu aðrar leiðir til fram- haldsnáms en gegnum Háskól- ann, eða þá að atvinnulífið tæki við þeim. Raunin hefur orðið sú, að fólk kemur í ríkari mæli í Háskólann úr fjölbrautaskólun- um en ég hygg að stefnt hafi verið að. Svo er og það sjónar- mið til og kannski útbreitt, að stúdentspróf nú á dögum sé bara hliðstætt við gagnfræða- próf áður fyrr, — og að fólk telji þessvegna, að það þurfi að bæta við menntun sína.“ „Ég hef orðið var við, að í huga margra, sem ekki hafa háskói- anám að baki, er Háskólinn einhvers konar lokaður fflab- einsturn. Nú er óhætt að full- yrða, að svo er ekki, en þessi skoðun rennir stoðum undir grun um, að Háskólinn sé þá ekki í nægilega lifandi sam- bandi við þjóðlífið." „Hafi Háskólinn einhvern tíma verið lokaður filabeins- turn, þá er hann það ekki leng- ur; svo mikið er vist. Því til stuðnings má nefna, að kennar- aliðið er mjög ungt og bæði kennarar og nemendur eru í meiri tengslum við atvinnulífið en gengur og gerist við háskóla erlendis. Kennarar vinna ýmis verkefni utan skólans, bæði fyrir opinbera aðila og aðra; jafnvel of mikið, svo það verður á kostnað grunnrannsókna. Það er langt í frá að staða Háskól- ans sé sú sama og var hér fyrr meir, þegar hlutverk hans var að útskrifa embættismenn. Samt er ekki svo ýkja langt síð- an Háskólinn hætti að vera embættismannaskóli einvörð- ungu; við getum sagt, að hann hafi verið það fram til 1940 í aðalatriðum." „Vafalaust er margt gott að segja um þá þróun, sem átt hefur sér stað í Háskólanum. En með réttu eða röngu er hon- um fundið til foráttu, að tengsl við atvinnulífið séu ónóg og einkum og sér í lagi tengist Háskólinn næsta lítið okkar þýðingarmesta atvinnuvegi, sjávarútveginum. Má í því sambandi benda á, að enda þótt við séum fyrst og fremst matvælaframleiðendur, hafa aöeins 43 útskrifast í matvæla- fræði síðan 1976 en 227 í þjóð- félagsfræðum.“ „Þessi gagnrýni er vel skilj- anleg. Þegar kennsluskráin er lesin, þá sést þar, að ekkert nám er í boði í útvegsfræðum. Þó skal þess getið, að nú er í athug- un að koma því á. Gagnrýnin er samt óréttmæt að því leyti, að í Háskólanum eru kenndar grein- ar, sem tengjast sjávarútvegi á ýmsan hátt. Svo er til dæmis í viðskiptadeild, þar sem við kennum greinar varðandi rekst- ur í sjávarútvegi og fiskihag- fræði sérstaklega. í félagsfræði er nám um sjávarútveg og í Sú var tíð að Háskólinn þótti mikil höll. Nú er kennt á 12 stöðum utan gamla hússins. í miðju er eitt af húsum verk- fræði- og raunvísindadeildar og neðst er Lögberg, hús lag- adeildar. / // Háskólaráð 1982—’83. Talið frá vinstri: Sigurjón Björnsson, forseti félagsvísindadeildar, Halldór Elíasson, forseti verkfr.- og raunvísindadeildar, Sigfús Elíasson, forseti tannl- æknadeildar, Einar Sigur- björnsson, forseti guðfræði- deildar, rektor Háskólans, Guðmundur Magnússon, Gunnar Karlsson, forseti heimspekideildar, Jónas Ha- Ilgrímsson, forseti læknadeild- ar, Björn Guðmundsson, for- seti lagadeildar, Ingibjörg Magnúsdóttir, námsstjóri námsbrautar í hjúkrunarfræö- um (ekki í Háskólaráði), Þrá- inn Eggertsson, forseti viðskiptadeildar. verkfræði- og raunvísindadeild má nefna fjarskiptatækni og vélaverkfræði, matvælafræði og efnafræði. Rannsóknir, sem gætu verið á vegum Háskólans, fara fram í Hafrannsóknastofn- un og Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, vegna þess að lög- gjafinn hefur ákveðið þessa til- högun." „Við heyrum stundum talað um „frelsi til náms“ sem hluta af grundvallarmannréttindum: Allir eiga að geta lært það sem hugur þeirra stendur til, hvort sem þjóðfélagið hefur þörf fyrir þá sérstöku menntun eða ekki. Nú hafið þið takmarkað aðgang að þremur deildum; er þá hægt að segja, að þarna séu okkar mannréttindi skert?“ „Sumir halda því fram. Ég tel aftur á móti, að frelsið verði að vera með tilliti til þeirra að- stæðna, sem við búum við á hverjum tíma. Þetta er líka spurning um að ráðstafa því takmarkaða fé, sem við höfum til umráða. Æskilegast væri að hafa þetta frelsi sem víðtækast. En hvar eru takmörkin? Er það þá ekki líka skortur á mannrétt- indum, að hér er ekki hægt að læra dýralækningar, veður- fræði, kjarneðlisfræði eða fjöl- miðlun? Hingað til hefur verið talið, að ekki væri hagkvæmt að leggja í kostnað við að koma á SJÁ NÆSTIJ SÍÐTJ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.