Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 2
r r r HASKOLIISLANDS I *.».. * “JM/SSÍ-SSXS viötölum við þa, scm gerst þek j 1» J skólann sem hetld, s saaÆUí «. *-.» «-*- *h* reynt að fullnægja kröftim tma þess a5 Háskólinn þótt fjárveitingar seu oft skomarvið n g • við þjýðina, er kSngTJíS hans nauðsynleg og þessi greinaflokkur er viðleitni í þá átt. Texti: Gísli Sigurðsson ÓUfur K. MagnúsBon Guðmundur Magnússon, rektor Haskolans. — er sizt af Öllu lok- aður fílabeinsturn Háskólinn „Háskóli íslands mun vera fjölmennasti vinnustaður á landinu: í 8 deildum eru nú samtais 4000 nemendur. Er skólinn orðinn of viðamikil stofnun til að hafa undir einum hatti?“ „Að vísu er það rétt, að þetta er stór vinnustaður og marg- þættur. Samt er varla hægt að segja, að hann sé of stór. í reynd er Háskólinn samsafn af mörg- um háskólum; hver deild er há- skóli út af fyrir sig. Erlendis eru til dæmis háskólar, þar sem ein- ungis er kennd verkfræði, — eða þá lagaháskólar. Að hafa svona margt í einum háskóla er aftur á móti sjaldgæfara form, en hagkvæmnisástæður mæla með því. Svo mikil aukning, sem nú hefur orðið á skömmum tíma, gerir okkur þó erfitt fyrir. Sem dæmi um þá aukningu má nefna, að það hefur fjölgað um 1000 manns á þremur árum. Það hefur í för með sér gífurlegt álag varðandi húsnæði, rekstr- arfé og kennslukrafta." „Hversvegna hefur háskóla- nemendum fjölgað svo mjög á skömmum tíma?“ „Þar kemur til fleira en eitt. Bæði stærri árgangar og eins Frá Háskólahátíð sl. vor hitt, að hlutfallslega fleiri en áður fara nú í Háskólann. Til dæmis um aukninguna má nefna, að hún var 13,8% 1970, en 22,9% 1976 og fór í tæp 30% á síðastliðnu ári. Talið er að hún fari upp í 35% á næstu árum og þá stefnir nemendafjöldinn í 4500.“ „Sumir líta á þetta sem sér- stakt hættumerki i okkar þjóð- félagi: Að fleiri og fleiri vilji ganga menntaveginn, en þeim mun færri sinna undirstöðuat- vinnuvegum okkar. Kannski er litið á það meira en áður sem sjálfsagöan hlut að halda áfram námi eftir stúdents- próf?“ „Það gæti hugsast. Fyrir þess- ari aukningu eru ýmsar aðrar ástæður einnig; til dæmis fjölg- un skóla, einkum fjölbrauta- skóla og öldungadeilda. Ein ástæða er sú, að sumir fara ekki strax í háskólanám eftir að stúdentsprófi lýkur. Ýmiss kon- ar frátafir geta komið til. Það virðist gerast í auknum mæli, að fólk komi í Háskólann með nokkurra ára eða jafnvel margra ára gamalt stúdents- próf. Æskilegt væri ef fólk gæti valið um fleiri leiðir eftir stúd- entspróf en Háskólann. Því mið- ur er það aðeins hægt í litlum mæli. A meðan svo er, höfum við þær skyldur að taka við þessum nemendum. Lögin kveða á um það, að Háskólinn taki við öllum með stúdentspróf, nema í þeim fáu tilvikum, þar sem beitt er takmörkunum á nemendafjölda. Þegar fjölbrautaskólunum var komið á fót, var að ég held

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.