Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 4
HÁSKÓLI ÍSLANDS I Ungir og gamlir háskólamenn kannast við þessa stemmningu sem Ólafur K. Magnússon hremmdi á filmu í anddyri Háskólans. Fjölmennasti vinnustaður á landinu með ungt og vel menntað kennaralið og gegsilegar kröfur til nemenda sem sjá fljött að Háskölinn er ekki staður þar sem hœgt er að leika sér og sleppa létt í gegn kennslu í þessum greinum, því tiltölulega fáir leggja stund á þær og við höfum aðeins not fyrir takmarkaðan fjölda af dýralæknum og veðurfræðing- um. Með takmörkunum erum við ekki að banna neinum að læra þessar greinar, heldur segjum við, að Háskólinn hafi ekki bolmagn fyrir meira en til- tekinn fjölda. Eg hef líka sagt, að það sé vond hagfræði að þurfa að flytja út lækna — og inn sjúklinga. Þessar takmark- anir gilda nú í þremur greinum: Tannlækningum og sjúkraþjálf- un frá upphafi og læknisfræði, sem er nýtilkomið. Það er Háskólaráð, sem fer með þetta takmörkunarvald að tillögu deilda. Væri þessu ekki beitt, mundu afleiðingarnar ekki koma í ljós fyrr en eftir 10—15 ár, og þessvegna er viss freisting að vera ábyrgðarlaus og sleppa hendinni af þessu. En í staðinn fyrir þessar takmark- anir á fjölda nemenda, hafa nýj- ar námsgreinar verið teknar upp. Ein þeirra er tölvunar- fræði, sem nú er töluverð tízku- grein í ljósi þeirrar tæknibylt- ingar sem nú hefur orðið. Mikil eftirspurn hefur verið eftir fólki með nám í þessari grein.“ „En hvaða ástæður eru á bak við það, að erlendir stúdentar hafa stundað nám — og gera enn — í læknisfræði við Há- skóla íslands?" „Norðurlandastúdentar hafa um áratuga skeið verið teknir í læknisfræði, en aðeins i litlum mæli. Þeir eru núna 6. Ástæðan er sú, að Norðurlönd hafa sýnt okkur mikinn velvilja með því að taka fólk héðan í fram- haldsnám og jafnvel brotið gild- andi lög til að koma íslending- um inn í greinar eins og dýra- lækningar og lyfjafræði lyfsala. í heild eru annars um 100 er- lendir stúdentar við nám i Há- skólanum; rúmlega helmingur- inn í íslenskunámi.“ „Hefur komið til tals að taka upp inntökupróf í Háskólann í staðinn fyrir stúdentspróf, sem nú er miðað við?“ „Sá möguleiki hefur verið ræddur. Mörgum hefur sýnst, að spara mætti mikinn kostnað með því að síður hæfir nemend- ur féllu þá strax í staðinn fyrir að vera heilan vetur í Háskólan- um til kostnaðarauka bæði fyrir skólann og nemendurna sjálfa. En það er spurning, hvernig slíkt inntökupróf ætti að vera; hvað ætti það að mæla? Hitt er svo annað mál, að stúdentspróf eru orðin þannig, að erfitt er að bera þau saman frá mismunandi skólum. Þessi aðferð er ekki fullkomin, en ég sé ekki fyrir mér inntökupróf, nema fjár- hagsástæður rækju skólann til þess.“ „Sá samkeppnisandi, sem talið er að sé afleiðing af tak- mörkunum til náms, hefur ver- ið umtalaður utan veggja Há- skólans og rætt um í því sam- bandi, að nemendur forðist að sýna hver öðrum minnstu hjálpsemi. Er þetta ekki frekar ógeðfellt?" „Ef þetta er rétt, þá er það ógeðfellt. Ég veit nú ekki hvort nemendur hafa yfirleitt tíma til að velta sér uppúr slíkum sjón- armiðum; það liggur í augum uppi, að það er mikið álag að lesa læknisfræði við þessar að- stæður. Það er samt ekki óeðli- legt, að hver sé sjálfum sér næstur og raunar hefur alltaf verið til fólk, sem ekki vildi í Bóksölu stúdenta í Félagsstofnuninni viö Hringbraut. Athyglin á fullu: Nemar í viðskiptadeild. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.