Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 5
Frá Háskólahátíð sl. vor: Kandfdatar taka á móti prófskírteinum sínum. Athyglisvert er hversu ólíkur klæðnaðurinn er við þetta hátíðlega tækifæri. Enskunám í heimspekideild sl. vetur: Barbara Ann Kathe, sendikennari frá Bandaríkjunum, ásamt nemendum sínum. hjálpa félögum sínum. En ugg- laust ber meira á því við þessar aðstæður." „Það virðist svo sem hægt sé að taka lífínu með ró í gagn- fræða- og menntaskólum, en svo hefst þetta ógnarlega álag um leið og komið er í Háskól- ann, eða svo er sagt. Er ekki einhver misbrestur á skipulagi þarna og væri ekki eðlilegra að þetta álag kæmi eitthvað fyrr og væri jafnara?“ „Þetta er nú ekki séríslenskt fyrirbrigði. Samskonar kvartan- ir heyrast hjá erlendum háskól- um. En þessar kvartanir eru sumpart til komnar vegna þess að nemendur halda ef til vill að þeir geti slappað af í Háskólan- um og átt þar ljúfa og skemmti- lega daga. Þarna verða veruleg viðbrigði, því vinnudagurinn getur orðið tvöfaldur og kannski vel það í sumum tilvikum. Ástæðan er einfaldlega sú, að verið er að reyna að komast yfir mikið á skömmu skólaári. Það eru að minnsta kosti tvö ráð til að minnka þetta álag: lengja skólatímann á ári hverju og í öðru lagi að lengja námstímann í heild. Þá er það enn orðin spurning um aðstöðu og peninga — og mörgum finnst víst að sá tími sé nógu langur, sem fer í háskólanám eins og það er.“ „Stundum er að því vikið, að kennarar við Háskólann geti ekki stundað rannsóknir sem skyldi vegna kennsluálags. Er rannsóknaskyldan eitthvað meiri en í orði og hefur Há- skólinn einhverja yfirlýsta stefnu í rannsóknum?“ „Já, ég tel að svo sé. í 1. grein laga um Háskóla íslands segir, að hann skuli vera „vísindaleg kennslu- og rannsóknastofnun". Föstum kennurum er gert að verja 40% af tíma sínum til rannsókna. Þeir gera það í ýms- um tilvikum, en á móti kemur það að sumir þeirra verða að kenna mikið og sinna stjórnun- arverkefnum og öðru í sambandi við daglegt kvabb. Þá verður ekki tími til rannsókna. Aðra vantar stundum nauðsynleg tæki. Þrátt fyrir allt er mesta furða, hvað kemur frá mönnum — og það er í vaxandi mæli. Það er líka fullur hugur á því að gera skólann meira hvetjandi til rannsókna; að menn fái fjárveit- ingar útá ákveðin verkefni, fremur en að þær séu sjálfvirk- ar frá ári til árs. En það er margt sem hamlar. Til dæmis það, að menn freist- ast til að taka að sér kennslu í yfirvinnu og þá verður kennslan meiri en gengur og gerist hjá erlendum háskólum. En þetta er misjafnt og fer eftir deildum. í aðalatriðum er það svo, að hver kennari hefur rannsókna- frelsi — það er frelsi til að ákveða sjálfur rannsóknarefni innan þess ramma, sem fjárveit- ingin setur. Sú tilhneiging er fyrir hendi hjá fjárveitingavald- SJÁ NÆSTU SÍÐU Prófessorar — dósentar — lektorar Fáein atriði uni kennara við Háskóla íslands í 10. gr. háskóialaga segir: „Kennarar háskólans eru prófessorar, dósentar, lekt- orar, þ.á m. erlendir lektorar, aöjúnktar og stundakenn- arar. Prófessorar, dósentar og lektorar skulu vera þeir, sem hafa kennslu og rannsóknir við háskólann að aðal- starfí. Nú hefur háskólinn ekki tök á að koma upp rann- sóknaaðstöðu í tiltekinni kennslugrein, og má þá sam- kvæmt tillögu háskólaráðs og viðkomandi háskóladeild- ar tengja slíka kennarastöðu tiltekinni stöðu eða starfs- aðstöðu við opinbera stofnun utan háskólans, enda sé slík tilhögun heimiluð í reglum stofnunarinnar eða sam- þykkt af stjórn hennar. Heimilt er, með samþykki háskólaráðs að tillögu há- skóladeildar, að skipa dósent eða lektor tímabundinni skipun til allt að fimm ára í senn. Um tilhögun slíkrar skipunar skal setja ákvæði í reglugerð. Aðjúnktar eru ráðnir til tveggja ára hið skemmsta og taka þeir mánaðar- eða árslaun. Stundakennarar svo og styrkþegar eru ráðnir til skemmri tíma og taka stunda- kennslulaun, mánaðar- eða árslaun.** í 11. gr. segir: „Forseti íslands skipar prófessora, en menntamála- ráöherra dósenta og lektora. Eftir því sem fé er veitt til á fjárlögum, ræður háskólaráð aðjúnkta og erlenda lektora, að fengnum tillögum háskóladeildar, en há- skóladeild stundakennara og styrkþega. Umsækjendur um prófessorsembætti og dósentsstörf skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rann- sóknir, svo og námsferil sinn og störf. Skipa skal hverju sinni þriggja manna nefnd til þess að dæma um hæfi umsækjenda til að gegna embættinu eða starfinu. Háskólaráð skipar einn nefndarmann, menntamálaráðherra annan, en deild sú, sem hann á að starfa við, hinn þriðja, og er hann formaður. í nefnd þessa má skipa þá eina, er iokið hafa háskólaprófi í hlutaöeigandi grein, eða eru að öðru leyti viðurkenndir sérfræðingar á því sviði. Dómnefnd skal láta uppi rökstutt álit um það, hvort af vísindagildi rita umsækjanda og rannsókna, svo og námsferli hans og störfum, megi ráða, að hann sé hæfur til að gegna embættinu. Álitsgerð nefndar skal höfð til hliðsjónar, er embættið er veitt, og má engum manni veita prófessorsembætti eða dósentsstarf við háskól- ann, nema meiri hluti nefndarinnar hafi látið í Ijós það álit, að hann sé hæfur til þess. Enn fremur skal leita álits hlutaðeigandi háskóladeildar um umsækjendur, og eiga fulltrúar stúdenta á deildarfundi þá ekki atkvæð- isrétt. Heimilt er að kveða svo á í reglugerð, að framan- greind ákvæði skuli giida við skipun lektora, svo og sérfræðinga við rannsóknastofnanir eða aðrar háskóla- stofnanir. Heimilt er að flytja lektor úr lektorsstöðu í dósents- stöðu, skv. nánari ákvæðum í reglugerð." í grófum dráttum er flokkunin þessi: 1. prófessor Sama kennslu- og 2. dósent dómnefnd um hæfí Iögb.rannóknarskylda 3. lektor en mismunandi launaflokkar. 4. dósentar eða lektorar í hlutastarfi; starfsaðstaða hjá öðrum stofnunum, flestir á sjúkrahúsum í Reykjavík. 5. aðjúnkt; stundakennari ráðinn til minnst 2ja ára til stjórnunarstarfa auk kennslu. 6. stundakennari; lausráðinn kennari. Prófessor er kjörgengur til deildarforseta og rektors, en aðrir kennarar ekki. Guðmundur Magnússon 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.