Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 7
 Rosalinde v. Ossietzky Ég óttast ellina Ég óttast hið óflýjanlega, ellina, sem nálgast mig hljóðum hægum skrefum og mun rista í ásjónu mína ómáanlega stafi. Hún mun gera hlóð mitt litlaust oggrátt og loka mig að síðustu inni hak við svartan múr. Ég mun alltaf vita af unga fólkinu fyrir utan veggi ellinnar, sem fær, eins og ég nú, að draga að sér ilmhöfgað andrúmsloftið. En nei ... nei nei ... þetta mun ég aldrei sætta mig við ... Áður en sá tími kemur mun ég naga í sundur járnstengur fangelsins, þótt veikar tennur mínar brotni og blóð mitt hrynji í myrkrið. Skammar stundir lífs míns mun ég lifa með öllum líkama mínum og sál minni. Þetta kvæöi er eftir þýska skáldkonu og birtist í tímariti fyrir síðara stríðið, þýddi það þá, hef aldrei síðar séð nafn höfundarins. Jón úr Vör Jenrn Jensdóttir Ljóð í málverki Stórbrotið andlit apalgrá leiftrandi augu gneista af fleti málarans mynd andstæðna hörku og mildi mjúk hrynjandi, drættir í grænum lit færa fjarlægð áranna nær í áleitni til fundar við liðið skáld í Ijóðum sem gáfu leitandi örmagna þjóð eld er kviknaði í krafti andans — köllun öðrum skáldum — málverk er vísar til vegar á vit þess er fortíð gaf mætast framtíð. Og lúsin skreið inn Það hef ég uppúr ræðum þjóðarleiðtoga og stjórnmálamanna, að vor þjóð sé gáfuð, menntuð, listfeng, hugkvæm, heiðarleg, dugleg og hafi gott hjartalag. Upptalning af þessu tagi er ófullnægjandi: Þessu eiga að fylgja sannanir og því hef ég tekið sam- an yiðauka öllu þessu til sönnunar. íslenzka þjóðin er svo gáfuð, að hún má heita komin á vonarvöl með gáfur sínar; það þarf miklar gáfur til að gera jafn mörg axarsköft á jafn skömmum tíma og þessi þjóð hefur gert: Þjóðin er svo vel menntuð, að það er ekki fyrr en um tvítugsaldur eftir skólasetu frá sex ára aldri að meðal íslend- ingur getur skrifað nafnið sitt: Þjóðin er svo heiðarleg að skattskýrslur eru óþörf plögg og í viðskiptum við íslendinga hafa útlend fyrirtæki iðulega átt í erfiðleikum með að semja faktúrur, því að íslendingur- inn vill gjarnan hafa þær í skáldsöguformi: Þjóðin er svo dugleg, að í engu landi eru lesin jafnmörg dagblöð í vinnutíma: Um hjartalagið er bezta dæmið, að útlendir ferðalangar, að ekki sé talað um dáta, segj- ast hvergi búa við aðra eins gistihlýju eins og hjá íslenzku konunni: Svo listfeng er þjóðin að hún getur hvergi selt list sina, skáldsaga fæst ekki þýdd, tónlist ekki flutt, málverk ekki sýnt með öðrum þjóðum, nema beitt sé ofbeldi — ef þið hafið okkur ekki með, förum við úr Atlantshafsbanda- laginu! Á kreppuárunum, þegar Laxness var á postulaskeiðinu, skar hann ekki við neglur sér ámælin, þegar hann sagði þjóð sinni til syndanna. En nú ér enginn Laxness að skrifa um íslenzkt þjóðlíf almennt. íslenzk- ir rithöfundar liggja yfirleitt íþví farinu að skrifa um stéttir eftir fastri formúlu; fá- tækur maður góður maður, ríkur maður vondur maður. Þessi formúla veldur því að það er sjaldan að maður sjái grein þar sem þjóðinni sem heild er sagt til syndanna og hátterni hennar gagnrýnt. Laxness skrifaði yfirleitt í predikunar- greinum sínum um þjóðina sem heild. Hún var lúsug, illa skædd, fötin sniðlaus, hóstaði og hrækti í allar áttir, hirti ekki tennur sínar, enginn íslendingur talaði satt orð nema fullur — og er oflangt upp að telja sem skáldið predikaði af þessu tagi yfir þjóð sinni. Eitt af þjóðareinkennum okkar er að þola helzt ekki annað en lof um þjóðina og Lax- ness átti ógóða daga í sinni lúsabaráttu. Þetta vita þjóðarleiðtogar, sem eiga líf sitt undir atkvæðum, og spara því ekki lofið og þessu átta útlendingar sigjafnan á og spara heldur ekki lofið, að minnsta kosti ekki, ef þeir ætla sér að leggja leið sína hingað aftur — og það ætlar hann alls ekki að gera franski rallistinn, sem var hér í sumar, og sennilega ekki heldur sænski blaðamaðurinn, sem skrifaði heimkominn um kvöld í veitingahúsinu Broadway. Það hef ég fyrir satt af mönnum sem kunnugir eru öldurhúsum okkar, að það hafi hvert orð verið sannleikanum sam- kvæmt ígrein Svíans. Manngarmurinn lýsti því, hvernig hann slapp nauðuglega undan íslenzkum stúlk- um, þær gengu í skrokk á honum og heimt- uðu að hann dansaði við sig og kæmi með sér heim og ein þeirra ætlaði að grípa hann með sér nauðugan. Svíinn lagði þetta illa út fyrir íslenzku kvenfólki og sagðist kunna hinu betur að fá sjálfur að bera sig eftir björginni og hefði hann víða farið um heim, en hvergi þurft nema á íslandi að heyja varnarstríð af þessu tagi. Dónaskapur Svíans er náttúrlega óafsak- anlegur, að þiggja ekkert af því sem honum var boðið af góðum hug og átta sig heldur ekki á því að við erum komnir lengra í jafnréttinu á þessu sviði en Svíar; íslenzkar stúlkur eiga alveg sama rétt og karlar til að beita nokkurri hörku, ef ekki gengur með blíðu og eiga ekki að þurfa að liggja undir ámæli fyrir þennan skörungsskap íjafn- rétti. Það heyrðist ekkert frá Jafnréttisráði um grein Svíans, en ýmsir brugðust illa við og sögðu hann hinn versta mann og það er hann sjálfsagt, ef ekki hommi, en hann var sagður Ijúga öllu sem hann sagði og þar kom upp Islendingseðlið, að þola allt nema sannleikann um þjóðlífið. Nú er öldin önnur og allt annað við að fást í þjóðlífinu en á siðapredikunartíma Laxness; skældu skórnir horfnir, snið er á fötum, hrákatíminn liðinn. Lúsin var hrak- in úr fötunum og hárinu, en hún skreið inn, kvikindið atarna, og hálfu verra að fást við hana þar en á meðan hún skreið utaná skrokknum. Það er mikil óværa í sálarlífi fslendinga. Asgeir Jakobsson ___-1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.