Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1983, Blaðsíða 10
Saga byggingarlistar 5. hluti Eftir Harald Helgason arkitekt Seifshofið í Ólympíu (um 460 f. Kr.). þekktist, að steinarnir væru límdir saman í hleðslum með múrblöndu. Slípaður hleðslu- steinn var hafður í vönduðustu hofin, og var miklu kappkostað við hver samskeyti, svo að þau lýttu ekki hinn fullkomna svip byggingarinnar. Geysilegu hugviti og vísindalegri ná- kvæmni var beitt, til þess að fullkomna form og komast að sönnum hlutföllum einstakra byggingarhluta. Byggingar- meistararnir komust að raun um, að mannsaugað er ekki full- komið og greinir hluti öðru vísi en þeir eru í raun og veru. Var tekið mið af þessum skynjun- arskekkjum við formun súln- anna. Tvær súlnagerðir, dórísk- ar og jónískar, þróuðust sam- hliða hjá tveim fjölmennustu kynstofnum Forn-Grikkja, og höfðu þær jafnframt áhrif hvor á aðra. Auk þeirra kom síðar fram þriðja gerðin, kórintísk, og var hún eins konar skrautútgáfa af jónísku gerðinni. Tóku Róm- verjar einkum þá kórintísku upp á arma sína. Dýrindis högg- myndir skreyttu öll helztu hof- in, og var stytta þess guðs, sem hofið var helgað, jafnan á áber- andi stað í miðju hofsins. Elztu stytturnar voru úr steini og málaðar, en síðan lejsti marm- arinn þær af hólmi. A stöku stað voru styttur jafnvel notaðar í stað hefðbundinna súlna, t.d. í Erechþeion á Akrópólíshæð. Einnig voru í hofunum kalk- listaverk, bæði á veggjum og á Hofin á Akropolishæð, Erecþeum næst og Parþenon fjær. Aþena í baksýn. Arkitektúr Forn-Grikkja — síðari hluti Byggt úr steinl og marmara á gullöldinni Hof úr steini eftir 600 f.Kr. Elztu hof Forn-Grikkja voru byggð upp á svipaðan hátt og megaron-byggingar Akkemana, en þó var sá munur á, að súlna- göng voru oftast látin ná allt umhverfis hofið og mynduðu óaðskiljanlegan hluta þess. Þakgrind hofanna var jafnan úr timbri. Voru þaksperrur ein- faldar og hvíldu á langbitum, sem steinsúlur héldu uppi, og var spennuvíddin því tiltölulega lítil og stutt á milli súlnarað- anna. I elztu hofunum voru súl- ur og þakkantur úr timbri, en skreytingar á þakkantinum voru aftur á móti úr leir. Um alda- mótin 600 f.Kr. mun þessi bygg- ingarmáti hafa breytzt, og farið var að reisa hofin úr steini. Á gullöldinni voru hofin að lang- mestu leyti úr marmara. Hlaðn- ir veggir hofanna voru reyndar úr tilsniðnum steini. Timbur- þökin voru klædd með tréborð- um með steyptu gipslagi ofan á eða stein- og marmarahellum. Grísku hofin voru yfirleitt ekki mjög stór, en þrátt fyrir það þurfti oftast tvöfalda súlnaröð innan þeirra, til þess að halda þakinu uppi. Yfirleitt voru hofin gluggalaus, en ýmislegt bendir til þess að birta hafi borizt inn í sum þeirra i gegnum göt, sem höfð voru á stórum þakhellum. Notkun lita var algeng í Grikk- landi, ekki sízt í hofunum. Var gipshúð sett yfir stein- og múrsteinshleðslur, og var síðan málað á gipsið. Oft var marm- aradufti blandað saman við málninguna. Mátti síðan pússa yfir marmarahúðina og gera hana spegilgljáandi. Byggt af hugviti og vísindalegri nákvæmni Ýmsar gerðir af steini voru notaðar i byggingarnar, og varla Artemishofid ( Efesus (um 356 f. Kr.). þakgöflum, og urðu slík verk há- þróuð listgrein hjá Forn- Grikkjum. I mörgum tilvikum er vitað um nöfn arkitekta hofa gullaldartímabilsins, enda var jafnan litið á þá sem mikla listamenn. Forn-Grikkir höfðu lengstum litið á Makedóníumenn sem villta hirðingjaþjóð, en vegna hæfileika Filippusar Makedón- íukonungs og sonar hans, Alex- anders mikla, tóku þeir við for- ystuhlutverki fyrir grísku borgríkjunum. Alexander mikli hóf herferð sína frá heimalandi sínu árið 334 f.Kr., og við dauða sinn árið 323 f.Kr. lét hann eftir sig víðáttumesta heimsveldi, sem sögur höfðu farið af. Alex- ander gerði Alexandríu í Eg- yptalandi að höfuðborg ríkis síns, en eftir dauða hans börðust hershöfðingjar hans hatramm- lega um völdin, og var heims- veldinu skipt á milli þeirra. Mik-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.