Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 15
gangi við höfnina raðaði upp montnum smástrákum með einn magran kola sem engist í dauðateygjum kvalafulls köfnunardauða og með þrjár fíberglass- veiðistengur og niðurbrytj- aðan síldarlíkama. Mamma verður kát að sjá mynd af Palla sínum og Sigga sínum í blaðinu á morg un. Hún mamma sagði hon um að vera góður við dýrin og hún sagði honum líka að fískur vœri góð- ur. Formaður dýraverndar- féiagsins skoðar blaöið á morgun og sér æskuna að leik. Og kolinn sem er of mat- arlítill fyrir köttinn (þar að auki veiddur í höfninni og fær því ekki að komast í neinn sómakæran pott) fer í öskutunnuna með blaðinu í gær. Svangur svartbakur, sem hefur enga greind til að plata kola á öngul, svífur yfir þanginu. Öidurnar, eða er það alltaf sama aldan, gera þangivaxna stcinana stóra og litla, stóra og litla, en hafíð brosir með bláma sín- um og færir steinana í kaf. Hrúðurkarlarnir eru eins og margar margar geirvört- ur og sjampúið freyðir yfir brjóstin. Mér er orðið kalt á nef- inu. Eg sýg upp í nefíð og geng framhjá klóakinu upp í bæinn þar sem húsin stara ekki lengur á bláma hafsins. Þangið bærist þegar fellur að með öldunni sem rís og hnígur, rís og hnígur. Er það ný og ný alda eða er það alltaf sama aldan? Eg spyr hafíð en það ans- ar aðeins meö bláma sin- um. Steinarnir undir þang- inu stækka og minnka er aldan feilur að og frá eins og brjóst á konu í baði, konu sem andar ekki með maganum því hún er orðin gjafvaxta fyrir löngu. Þang- ið sem vex á höfði hennar fellur vott í baðvatnið og blandast sjampúinu er ald- an fellur að og kaldir votir steinarnir minna á konu- brjóst í baði. Fjórir litlir strákpollar hlaupa niöur á hálan bryggjusporð með niður- brytjaðan síldarlikama og þrjár fíberglass-veiði- stengur. Nokkurn ung kolalok eru í eltingaleik kringum bryggjustólpa í sjónum. Strákarnir kætast er kol- inn bítur á, en ég heyri neyðaróp hans er hann neytir allra sinna krafta til að finna aftur frelsið sem guð gaf greyinu í vöggu- gjöf. Vagga hans votir, kaldir steinar. !>ið buðuð mér, æpir hann, gómsætan bita. Þorp- arar, svikarar. Sumir deyja á öngli, sumir á krossi. Sumir svíkja. Strákarnir kætast enn meir er þunnur fískur hangir í lau.su iofti með beittan krók gegnum munn sinn, of lítinn til að tala — og of matarlítill sjálfur til að sjóða hann í köttinn sem malar sig í svefn til fóta í hjónarúminu. Augu kolans gráta: Hví svikuð þið mig? I»ið buðuð mér gómsætan bita, er í honum ... Blaðaljósmyndari á Guörún Kristín Magnúsdóttir Vltíí Tölvan, rafeindakofinn og sveitasælan Frh. afbls.3 leiða tölvur í ofannefndum verð- flokki. Bandarískir framleiðendur eiga náttúrlega von á Japönum inn á markað sinn. Á áttunda áratugnum fundu bandarísku tölvuframleiðendurnir ekkert fyrir Japönum og ástæðan var meðal annars sú, að Japanir höfðu nægan markað heima fyrir. Þegar þeir svo tóku að sækja á bandaríska markaðinn lögðu þeir ekki áherzlu á að selja heilar tölvur heldur tölvu- hluta og það stóð ekki á afleið- ingunum. Japanir höfðu 1980 aðeins um 6% af markaðnum fyrir hæggenga prentara í tölv- ur en 1982 seldu þeir helminginn af þeirri gerð prentara, eða um 250 þúsund af 500 þúsundum seldum á bandaríska mark- aðnum. Bandaríkjamenn selja ekki betri prentara af þessu tagi en Japanir. Tölvan og tölvukynslóðin í hugleiðingum sínum um áhrif tölvunnar á manninn eru Time-verjar ekki með neina hugaróra eins og íslenzk náttúrugreind hér fyrr, heldur velta fyrir sér raunhæfum verk- efnum, sem fyrir liggja á morg- un. Hvernig bregst hin fyrsta tölvukynslóð, en það eru þeir, sem nú eru á barnsaldri, við tölvunni, hvernig er bezt að kenna börnum og unglingum á tölvuna, hvernig er hægt að nota hana sjálfa sem kennslutæki, hvaða vandræðum valda slæmir tölvuritarar og tölvuglæpa- menn? Þeir spyrja að vísu í Time, hvað gerist í kollinum á mann- inum, hvort tölvan heimski hann eða vitki, en telja enga for- sendu fyrir þeim hugleiðingum, þar sem enn sé of lítið vitað um heilastarfsemi mannsins. Time-verjar halda sig sem sé við morgundaginn, sem efiaust er skynsamlegast. Hvernig svo sem veltist fram- leiðslan og salan hjá fyrirtækj- um og þjóðum, þá er það víst að viðskiptaheimurinn þarfnast tölvunnar og stjórnvöld þarfn- ast hennar (hér hefur gleymst að framleiðsluheimurinn þarf hennar ekki sízt). Nútíminn þarfnast tölvunnar og tölvan er komin. Nú skiptir mestu máli, hvernig börn og unglingar taka töivunni. Það þyrfti að gerast þannig, að börnin tækju henni sem skemmtilegu leiktæki, sem félli eðlilega inn í líf þeirra (og starf), en ekki sem eina kvöðina enn sem á þau væri lögð af hálfu foreldranna (er nú ekki farið að reytast af kvöðunum? Er þessi leikhugmynd það skynsamleg- asta? Höfum við ekki fengið okkur fullsadda af leikkennsl- unni í námi barna og unglinga? Gæti ekki farið um tölvunámið líkt og um margt annað náms- efni nú, að unglingarnir kæmust aldrei útúr leiknum?) Ólíkt því, sem er um miðaldra fólk, hafa börn hinnar byrjandi tölvualdar alizt upp með sjón- varpi og tölvuskjárinn er þeim ekki framandi, heldur kunna þau mjög líklega vel við hann ekki síður en sjónvarpsskjáinn, þar sem þessi skjár er tengdur vél, sem þau geta stjórnað og það gefur þeim vald. Ein tölva á 50 nem- endur í Minnesota í bandarískum skólum eru nú um 100 þúsund tölvur en náðu tæplega 52 þúsundum fyrir 18 mánuðum. Þetta svarar til þess, að það sé ein tölva fyrir hverja 400 nemendur að meðaltali í landinu öllu. Það eru miklu færri nemendur um hverja tölvu í hinum ríkari fylkjum Banda- ríkjanna, svo sem í Minnesota, en þar munu tölvur flestar í skólum og ekki nema um 50 nemendur um hverja tölvu til jafnaðar. Þá eru og í fylkinu framleidd 700 mismunandi tölvuprógrömm. Til þess að örva tölvunotkun í skólum hefur Apple-fyrirtækið boðizt til að gefa eina tölvu í hvern einasta almenningsskóla í Bandaríkjunum eða um 80 þús- und tölvur, að söluverðmæti út úr búð 200 milljónir dala. Þessi mikla gjöf er háð því skilyrði að bandarísk stjórnvöld lögfesti eftirgjöf á 25% skatti á tölvum séu þær gefnar skólum en svo er um öll vísindatæki sem gefin eru í skóla. Bandaríska þingið hefur enn ekki samþykkt þetta en hins vegar í Kaliforníu hefur verið fallizt á þetta. Margir Bandaríkjamenn hafa þungar áhyggjur af því að skól- um þar í landi síhraki og líta vonaraugum til tölvunnar sem kennslutækis og halda, að hún bæti nám barna bæði í skólum og heima. Könnun Yankelovich sýndi að 57% töldu almennings- tölvuna geta bætt bæði lestrar- kunnáttu og reikningskunnáttu barna. William Ridley, varaforseti Control Data í þeirri deild sem fæst við menningarmál tölvunn- ar, hefur látið hafa eftir sér: „Plato-prógrammið okkar getur með tilsjón kennara hraðað lestrarnáminu fjórfalt og gert það 40% ódýrara en nú gerist, þegar kennarinn einn annast kennsluna.“ Það er vissulega mikilsvert að geta hraðað og gert ódýrara nám barna og unglinga með réttum prógrömmum í tölvu, en hitt er ekki síður athyglisvert hversu vel gengur að láta tölv- una kenna börnum að nota tölvu. Börn hafa mjög gaman af að læra að prógramma og verða fær í því, oft betri en kennarar þeirra, jafnvel í fyrstu bekkjum skólanna. Þau taka það nám eins og leik og ganga upp í því af miklum áhuga. Þeim finnst þau vera að skjóta foreldrum sínum, sem ekki kunna á tölvu, ref fyrir rass. Þau eiga þarna í fórum sínum þekkingu, til að mæta með hinum miklu yfirburðum foreldranna á öllum flestum sviðum nema þessu. Þau geta leikið þann stóra í dæminu. Þeim finnst líka að þau séu að laumast inn í leyndarhringinn umhverfis stórfyrirtækin og fjármálaheiminn og þá njóta þau þess ekki síður að finna upp nýja leiki og stundum af prakkaraskap lauma tvíræðu spaugi í annarra manna pró-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.