Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 13
Andvari 795 frá Kolkuósi, undan Stíganda 625, syni Harðar 591 og út af Létti frá Kolkuðsi í móðurætt, hreinn Svaöastaðahestur. Sigurbjörg Jóhannesdóttir situr hestinn. Glóbiesi 836 frá Kirkjubæ, rauðblesóttur með öll helstu einkenni Kirkjubæj- arhrossanna: Fríður, reistur og fallegur, alhliða reiðhestur, frjáls í hreyfíngum, þægilegur en ekki harður vilji, eins og segir í umsögn í ættbók. Sörli 168 og Blakkur 169 voru afkomendur Sörla 71 frá Svaða- stöðum. Áhrif Goða 401 og albróður hans, Andvara 442 frá Miðsitju í Skagafirði, voru talsverð, og koma afkomendur hestanna enn við sögu í hrossaræktinni. Meðal annars tengist þessi grein Svaðastaðastofnsins Sörla 653 frá Sauðárkróki, en Sveinn Guð- mundsson á Sauðárkróki átti Goða 401 um skeið. Hofsstaða-Blakkur 169 var enn kynsælli, og nægir eftirfar- andi upptalning á afkomendum hans til að sýna hve víða þessi grein Svaðastaðastofnsins hefur dreifst: Hólmjárns-Brúnn frá Hofstöðum, Léttir frá Kolkuósi, Svaði 352 og Randver 356 frá Kirkjubæ, Venus 2870 frá Reykjum, Hrönn 2382 frá Sel- fossi, Blakkur 302 frá Úlfsstöð- um, Hrafn 402 frá Miðfossum, Glaður 404 frá Flatatungu, Létt- ir 600 frá Vík, Sómi 670 frá Hofsstöðum. Allt eru þetta landskunn kynbótahross, og upptalningin er hvergi nærri tæmandi. Kirkjubæjargreinin í Kirkjubæ á Rangárvöllum eru ræktuð rauðblesótt hross af Svaðastaðastofni, og er upp- hafsmaður ræktunarinnar Egg- ert Jónsson frá Nautabúi í Skagafirði. Um upphaf ræktun- arinnar segir Sigurður Haralds- son svo i viðtali við Hestinn okkar, 2. hefti 1970: — Upphafið má rekja allt aftur til 1940, er Eggert Jónsson frá Nautabúi byrjaði að afla gripa í búið, og var hann fyrst með hrossin vestur á Reykhól- um, en formlega er búið stofnað 1944. Hann rekur það svo til 1954, er hann fellur frá og við tekur Stefán, bróðir hans, þá kennari á Hvanneyri. Stefán bjó í Kirkjubæ til dauðadags 1965 og síðan rekur fjölskylda hans búið í tvö ár, en þá fluttist ég hingað. Aðdragandi að því, að ég fluttist hingað, var sá, að Pálmi Jónsson, bróðir þeirra Eggerts og Stefáns, kom að máli við mig á fjórðungsmóti vestur í Borg- arfirði og sagði mér, að ekki lægi annað fyrir en leysa búið upp og selja gripina. Spurði hann mig, hvort ég gæti ekki hugsað mér að taka að mér búið. Ég þekkti Stefán mjög vel, því að við vorum skólabræður á Hólum. í verklega náminu vorið 1938 voru skóiapiltar látnir tveir saman hafa einn hest til þjálfunar. Við Stefán höfðum sama hestinn. Stefán var eldri en ég og hafði betri tök á foian- um, og égfann, að hann batnaði í hvert sinn, sem Stefán kom á bak honum. Frá þeim tíma var ég sannfærður um, að Stefán var í eðli sínu glöggur á hesta og mikill reiðmaður. — Éggatlitlu svarað Pálma og mig skorti flest til að taka þetta verkefni að mér. Ég velti þó málinu fyrir mér. Pálmi hringir svo til mín um áramótin 1966 og 1967 og segir mér, að nú verði ég að svara strax. Það varð til þess, að ég hófst handa og keypti svo bú- ið um vorið í félagi við Guð- mund Guðmundsson á Sauðár- króki, sem af fórnfýsi gerðist meðeigandi minn og einnig af áhuga fyrir málefninu. Það sem mestu réði þó um það, að ég hafði kjark til að ráðast í þetta var mikill stuðningur Einars Sæmundsen ásamt öðrum í stjórn L.H. og einnig mætti ég velvilja hjá Sveinbirni Dag- fínnssyni, sem umsjón hafði með jarðeignum ríkisins. Hestarnir, sem einkum hafa mótað Kirkjubæjarhrossin eru Randver 358 frá Kirkjubæ, og svo aftur Húnvetningurinn Ljúfur 353 frá Blönduósi. Til- raunir hafa verið gerðar með hross úr öðrum ættstofnum, svo sem er Glóblesi 700 frá Hindis- vík var í Kirkjubæ, en þessar tilraunir hafa ekki gefist vel og hefur Sigurður Haraldsson hreinsað áhrif þeirra út jafn- harðan. Síðustu ár hefur hann svo leitað norður í Svaðastaða- hrossin á ný, eins og með notkun sona Rauðs 618, og virðist sú blanda ætla að gefast vel. Kirkjubæjarhrossin eru lands- kunn fyrir fegurð og hæfileika; þau eru í fararbroddi hvar sem þau sjást á sýningum. Til þess var tekið á fjórðungsmóti á Hellu 1981 hve falleg kynbóta- hross Sigurðar voru, og stóð- hesturinn Þáttur 722 frá Kirkjubæ fékk heiðursverðlaun á landsmótinu 1982 fyrir af- kvæmi. Eru stofnarnir mismunandi? íslenski hesturinn er sem fyrr segir allur af einu og sama kyni, og ekki er óumdeilt, hvort nokk- ur munur sé á hinum einstöku „stofnum" hér á landi. Sumir telja, að engu máli skipti, hvort hesturinn sé Hornfirðingur eða Skagfirðingur, í þeim búi sömu eðlisþættir, eðlisþættir íslenska hestsins. Svo mikið er þó víst, að ekki þýðir að bera slíka speki á borð fyrir eindregnustu að- dáendur Svaðastaðahrossanna eða Hornafjarðarhrossanna, og vafalaust er, að spennan milli þessara stofna hefur gefið hrossaræktinni hér á landi tölu- vert gildi, þó þar hafi stundum verið skammt í öfgar eins og oft vill verða. Þorkell Bjarnason núverandi hrossaræktarráðunautur, er einn þeirra, sem leggst gegn ræktun hrossa af ákveðnum stofnum. Telur hann að einungis eigi að velja saman góða ein- staklinga, án tillits til þess hvaðan þeir eru upprunnir. — Jón Pálsson dýralæknir segir á hinn bóginn, að Svaðastaða- hrossin og Hornafjarðarhrossin séu afar ólík, og þeim eigi ekki að blanda saman. í grein í Hest- inum okkar, 2. hefti 1980 segir Jón: „Báðir þessir stofnar hafa sína kosti, en eru mjög ólíkir. Því tel ég að alls ekki eigi að blanda þeim saman til fram- haldsræktunar, slík blöndun gefur oftast slæma útkomu. Úlfsstaða-Blakkur, Skuggi, Hörður, Nökkvi. — Séu þessir hestar bornir saman er það eins og svart og hvítt, en hvort betra er svart eða hvítt geta menn deilt um óendanlega, án þess að komast að nokkurri niðurstöðu." Brynhildur H. Jóhannsdóttir Hjörtur Kristmundsson Falla blóm er frostið Að foldu vanga snýr Eins og Urðardóminn Enginn maður flýr Æskutrúin ennþá Mín æviperla dýr Eftir dauðans dimmu vöku Dagur fæðist nýr Röðull sveipast sorta Sorg að dyrum ber Það bjó í barmi þínum Brot af sjálfri mér Leitað ljóðafanga Með lófa í hendi þér Þú áttir sterka gígjugripið Sú gígja þögnuð er Þíður morgunþeyrinn Þerrar tár af kinn Ég veit að vorið kemur Og værð ég aftur finn Heyri á hljóðum kvöldum Hörpusláttinn þinn Þar sem aldrei blómin blikna Býrð þú, vinur minn Sverrir Stormsker I geði mínu ígeði mínu flögra hvítir hrafnar. í hjartagarði liggja vonir grafnar. Hvort fær nokkur vakið þær frá dauðum ? Á leiði þeirra dökka blómið dafnar og drekkur í sig blóð úr sverði rauðum. Ég sáði Ég sáði fræjum í sálu þína, en uppskar aðeins einveru mína. Drifkraftur Óljós draumur djúpt í hvers manns geði drífur áfram lífið fært í hlekki. Vonin eftir varanlegri gleði er varanleg en það er gleðin ekki.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.