Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 11
/ öndverðum maí heyrðum við greint frá vax- andi hungursneyð í Afríkuríkinu Ghana. Raunar eru slíkar fréttir hættar að hreyfa við okkur að nokkru marki. — Þetta er hörmulegt að heyra? — segjum við kannski með samúðarsvip og telj- um, að við getum fátt að gert til hjálpar eða a.m.k. finnst okkur, að svo hljóti að vera. Flestum var annar atburður ofar í huga hér á landi um Iikt leyti. Geimskutla sveif á þotubaki innyfir suðvesturströnd Sögueyjunnar; undur tækninnar, sem kostað hefur svimandi upphæðir að hanna og framleiða. Það fé, sem til þess var varið, hefði getað mettað þúsundir í löndum neyðarinnar um nokkurt skeið. — En til hvers væri það sosum ? — er spurt af raunsæi. Þetta vesalings fólk yrði ekki lengi að eta upp andvirði nokkurra vopnabúra. Og þá er það jafn ráðalaust, þegar síðustu molarnir eru gleyptir. Það er alls ekki nóg, að senda þeim fæðu og lyf, þótt óneitanlega sé það spor í rétta átt. Stórveldi heimsins hafa hins vegar sýnt okkur fram á, svo ekki verður um villst, að þessar vanhirtu þjóðirgeta með leiðsögn tileinkað sér hagnýta þekkingu. Með aðstoð sérfræðinga læra þær á margbrotnar vélar. En þessi sömu stórveldi hafa helst lagt kapp á að senda þeim vopnabúnað, margbrotnar vígvélar, sem afkomendur villtra skógarmanna læra furðu fljótt að handleika og beita í uppreisnum og styrjöldum sín á milli. Þetta er mesta sorgarsaga 20. aldar. Þeir, sem búa yfir þekkingu til hagsældar, láta sér ekki segjast, þótt þeir hafi með skömmu millibili átt aðild að heimsstyrjöldum. Sú skelfilega reynsla virðist engan veginn ætla að nægja menningar- þjóðum, til þess að snúa baki við skammsýnum lögmálum villimennskunnar. Nú vitum við full- vel, að mikill hluti þessara þjóða er í hjarta sínu andsnúinn ofbeldi og hernaði, en lætur samt teyma sig eins og viljalaus áburðardýr. Þetta dapurlega fálm og afstöðuleysi hefur valdið vitr- um og friðelskandi mönnum hugarangri, sem birstgetur íýmsum myndum. Það setur t.d. sterkt svipmót á verk ýmissa mikilla listamanna. Halldór Laxness samdi skáldsöguna Gerplu í mótmælaskyni við hernaðaranda og þá hégóm- legu hetjudýrkun, sem kveikir löngum ófriðarbál. Hann beitir þar logandi háði í snilldarfrásögnum af þeim svarabræðrum, Þorgeiri og Þormóði, sem kom ásamt um „að stunda garplegan lifnað og Skammtur grimmdar og heimsku hirða aldrei hvað búkailar eða þrælar legði þar til, fá sér óvini að góðra dreingja hætti og afla sér fjár með hjartaprýði, þola aldregi frýuorð og eira aungum manni, þótt fjarri byggi, er þess þættist um kominn að halda sínu fyrir þeim og kallaðist þeirra jafnoki“. Þessi magnaða viðleitni Halldórs að fletta ofan af heimskulegum tilhneigingum sprottnum af hégómlegri hetjudýrkun hefur verið misskilin af mörgum, sem töldu hann gera lítið úr fornum menningararfi og líktu við helgispjöll. Stað- reyndin er sú, að hann gerir ekkert á hlut fornra bókmennta og skáldskapar. Hann beinir athygli okkar að því versta í fari kynslóðanna, sem illu heilli endurtekur sig í aldanna rás, að mannfyr- irlitningu, yfirtroðslum oggrimmd, sem löngum hafa verið sveipaðar töfraljóma hetjudýrkunar og með röngu tengdar hreysti, manndómi og hug- rekki. Við vitum að fram hafa komið stjórnmála- stefnur, sem hafa notfært sér þann falska frægð- arljóma og hrundið af stað landvinningastyrjöld- um og sáð hatri, ekki síst kynþáttahatri, í hjörtu ráðþrota fjölda. Til eru skáld, sem lýsa harmi sínum yfir óstöðvandi grimmd og heimsku hernaðarsinna á þessum litla hnetti, líkt og Ólafur Jóhann Sig- urðsson í Akalli til skaparans: „Hrað rarðar þann um resalings jarðarbörn, um randa þeirra, harmatölur og þrautir, sem malar stjörnur sundur í svartri kvörn og sendir þær endurskaptar i nýjar brautir? Vér lærðum það ung, að sá teldi hrert höfuðhár sem hnattakerfum stýrir um geiminn auða, beyrði hrert andrarp, sæi hrert sorgartár, en sakir þessa erum rér líka að nauða. Þrí bið ég þig, jöfur, að muna nú mig um það (og mi ekki skilja þau orð sem dylgjur um gleymsku), að þegar þú sendir mig næst á nýjan stað rerði naumara skammtað þar af grimmd og heimsku.“ Þetta snjalla ljóð er hreinskilin opinberun þeirra vonbrigða, sem hrekja menn út á ystu nöf eða út á kaldan klaka þar sem undankomuleiðirn- ar eru aðeins tvær; önnur inn í myrkur tortím- ingar, gleymsku og dauða, hin upp til þess ljóss, sem skaparinn tendrar með anda sínum. Það Ijós kveikti hann í hugum fárra, ofsóttra lærisveina Krists á fyrsta hvítasunnudegi kirkjunnar á þess- ari jörð. Engir hafa fundið til meiri vanmáttar, en þeir örfáu alþýðumenn, sem virtust standa einir og yfirgefnir í rammheiðnum og friðvana heimi. Þá gerðist óskilgreinanlegt undur, sem við njótum góðs af enn í dag. Hann sendi þeim anda sinn og með hann að leiðarljósi hófu þeir störf, héldu ótrauðir gegn hrikalegum hættum og boð- uðu kærleika Krists. Þessi andi yfirgaf þá aldrei og fagnandi gengu lærisveinar þeirra síðar mót ofsóknum. Blóð þeirra var sem sáðkorn, áburður og vökvun, en hugrekki þeirra fólst ekki í ofbeldi eða reiddu sverði. Vopnlausir gengu þeir gegn grimmd oglygi. — Hvað veitir þeim hugrekki til þess ? — spurðu heiðingjarnir og þyrsti eftir þeirri trú, sem gróðursetti slíkt óttaleysi. Um þessar mundir finnur kirkjan, hvernig áhrifþessa sannleiksanda sameinar allar deildir hennar, milljónir manna, til þess að knýja leið- toga þjóðanna til friðar. Ekki megum við gleyma því, að í þeim löndum, þar sem valdhafar hafa sýut kristindómi fálæti eða fjandskap, að þar eru fjöldahreyfingar kristinna manna reiðubúnar að styðja friðarsóknina. Um líkt leyti og geimskutl- an fló yfir ísland hermdu fréttir, að austur-þýska stjórnin hefði vísað fólki úr landi vegna þess eins, að það fór í friðargöngu. „Ríkið og flokkurinn hafa frið á stefnuskrám sínum!“ Sú var sögð ástæða fyrir útlegðardóminum. Almenningur á að þegja. En kristinn almenningur mun ekki þegja í þessum löndum. Hertur í eldi ofsókna mun hann hafa áhrif, sem um munar, einmitt þegar mannkynið virðist standa á ystu nöf og biksvartur skuggi sjálfstortímingar sýnist færast nær. — „Guð mun ekki yfirgefa þennan heim;“ það er fagnaðarerindið, sem kirkjunni er hvar- vetna falið að flytja. ÖII erum við kölluð til þess að vera liðsmenn þeirrar friðarvakningar, sem er hafin ogþví ber okkur að glæða þann vilja, sem okkur er gefinn til góðra athafna. Hvert og eitt getum við lagt mikið af mörkum til uppbyggingar heilbrigðs samfélags, en úthýst óráðvendni, hvers konar öfgum og mannfyrirlitningu. Það er gjarnan sagt um þessar mundir, að ís- lenskir stjórnmálamenn þori ekki að segja þjóð- inni sannleikann um hag hennar, að þeir um- gangist hana eins og dekurbarn, sem þeir óttist að kasti sér niður grenjandi, ef eitthvað verður af því tekið. Við megum ekki láta það ásannast, heldur hefja okkuryfir barlómsáráttuna. Horfum lengra, virðum fyrir okkur heiminn og þær millj- ónir samherja, sem vilja bæta hann, og milljón- irnar, sem aldrei eygja von um betri tíð, ef ekkert er að gert. Við höfum verk að vinna, að gjöra heiminn að nýjum stað, þar sem naumara verður skammtað af grimmd og heimsku, en lifandi og öfgalaus trú á Skaparann og gjafara allra góðra hluta vekur umburðarlyndan kærleika, auðuga menningu og lífsgleði. Bolli Gústarsson í Laufási. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.