Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 7
beinr hefur ekki ætlað að láta sitt s ip sökkva undir sér. Það hefur »iann heldur ætlað fleyt- um Þórðar að gera, þegar skipin skyllu saman. „Öll skip Kolbeins voru al- skjölduð framan til við siglu. Höfðu engir menn hérlendis séð á voru landi þvílíkan herbúnað á skipum." Sannarlega hefur verið mikill munur þess flota, sem lagði út frá Skaga á Jónsmessu- kvöld 1244 og hins, sem lagði út frá Reykjanesi á Ströndum. Nú tjóaði ekki að letja Þórð Nú er það frá Þórði kakala að segja, að hann siglir sínum fleytum tólf, austur á Flóann og er þeir voru komnir á hann miðjan, þá mælti maður á skipi Ketils Guðmundarsonar, er Þor- geir hét og var kallaður korna- sylgja, hvort selir lægju á ís til hafs að sjá. Er fleiri menn sáu þetta, sögðu þeir, að þar sigldu skip Kolbeins. Voru þá felld seglin. Tókust nú ráðagerðir. Mæltu flestir, að út skyldi róa að þeim, því að veðrið féll í logn. En sumum þótti það ófært, þar sem allir sáu að mikill var liðsmunur. En nú tjóaði ekki að letja Þórð kakala. Þarna var erki- óvinurinn í færi úti á Flóanum, og þótt einhverjir væru deigir í liðinu, þá yrði þeim nú ekki auð- gert að taka til fótanna líkt og við klifið á Mýrunum, ef skip- stjórnarmennirnir vildu berjast áfram. Og svo virðist sem for- ingjar Þórðar hafi verið einhuga með honum í að ráðast til at- lögu. Þórður er reyndar svo fá- liðaður að hann hefur getað val- ið sér harða bardagamenn og trausta fylgismenn. „Var það þá ráð vitra manna að heita nokkru. Þá hét Þórður á Guð almáttkan og heilaga Maríu, Guðs móður, og hinn helga Ólaf konung til árnaðar- orðs. Var því heitið, að allir menn, þeir er þar voru með Þórði, skyldu vatna allar föstu- nætur innan þeirra tólfmánaða (þetta mun merkja, að þeir hafi heitið að bragða ekki annað en vatn og brauð öll föstudagskvöld og nætur í eitt ár) og laugar- daga alla til vetrar framan og láta kaupa tólfmánaða tíðir fyrir sál Haralds konungs Sig- urðarsonar." Heit þessi voru fest með handtaki. Eftir það bað Þórður menn búast til róðrar, en áður hafði verið skipað, hversu skip- um um skyldi fram leggja. Var síðan tekinn róðurinn út Flóann til móts við flota Kolbeins. Þeg- ar róið var stórum skipum og mikið lá við og fjölmenni um borð, hafa tveir verið um ári. Annar stóð þá fyrir aftan árina og stakk á (það er, lagðist á hlumminn, þegar hinn dró að sér). Það er greinilegt að sá sem sagt hefur frá Flóabardaga, hef- ur verið í orustunni og það er mikið misst, að hann skuli ekki hafa sagt frá, hvað hann hugs- aði meðan róið var út í Flóann. Hann hafði næði til að hugsa sitt við árina. Þegar gengið er í opinn dauðann er bezt að hafa sem minnstan tíma til að hugsa, en hugsanirnar geta þá orðið Þorgeir kornasylgja kom fyrst auga á eitthvað sem líktist selum á ís úti á flóanum og sáu menn brátt, að þar fór floti Kolbeins. Tókust nú ráöageröir og þótti sumurn ófært aö leggja í orrustu vegna sýnilegs liösmunar — en nú tjóaði ekki að letja Þórð. Eftir að Þórður og menn hans höfðu heitið á Guð almáttkan, heilaga Maríu, Guðs móður, og hinn helga Ólaf konung, festu þeir heitin með handtaki og settust undir árar og stefndu í opinn dauðann út á Flóann þar sem þeir höfðu komið auga á flota Kolbeins. Þarna var ekkert um að rœða að renna af hólmi og hver hefur verið með sjálfum sér og haft tíma til að hugsa um það óhjákvœmilega — en um það segir sagnaritarinn ekki neitt. fróðlegar, ef aðdragandi er nokkur. Þórður og Þemestokles Það er ekki beinlínis líklegt, að Þórður okkar kakali hafi ver- ið vel að sér í sögu Forn- Grikkja, en honum ferst um margt eins og Þemestoklesi, for- ingja Grikkjanna við Salamis 480 f.Kr., þegar Þemestokles fékk því ráðið, að Grikkir lögðu til orustu á 300 grákum þríþekj- um við 1200 skipa flota Persa og skip þeirra að auki stærri og öfl- ugri en Grikkjanna og mannafli þar eftir meiri. Hinn mikli stór- skipafloti Persanna naut sín ekki né mannaflinn: Hellen- ar voru hermenn betri og kunnu vel til sjómennsku, en Austur- landamenn margskiptir að þjóð- erni, tungumáli og hugarfari, og skip þeirra svo mörg, að þau flæktust hvert fyrir öðru,“ (Will Durant Grikkland hið forna. Menningarsjóður 1967.) Þemestokles hafði áður komið boðum til Grikkjanna í liði Persa, og hvatt þá til að strjúka úr liði Persa eða hreyfa ekki hönd né fót móti föðurlandi sínu. Þórður hafði sama háttinn á, þegar hann talaði til Eyfirð- inganna í liði Kolbeins áður en orustan hófst. Þórður virðist hafa reiknað allt dæmið með svipuðum hætti og Þemestokles, þótt allt væri smærra í sniðum á Húnaflóa en við Salamis, nema það var ekki síður hart barist á Húnaflóa 25. júní 1244. Ekki er það líklegt, að Þórður hafi búizt við að gersigra Kolbein, svo mikill sem liðs- munur var í skipum og mönnum, en hann hefur talið sig geta á sínum liðlegu skipum, mönnuð- um vönum sjómönnum og með hörðu áhlaupi, unnið Kolbeini tjón og lamað hann, svo að hann legði ekki Vestfirði í eyði í þess- ari ferðinni. Sem sagt: kötturinn hefur trúlega hugsað sér að klóra hundinum og stökkva svo und- an, en það fór nú svo, að köttur- inn reyndist svo ákafur í bar- daganum, að hann ætlaði ekki að fást til að forða sér. Hún var máski heldur ekki gleymd sú gamla hugsun, sem hann hafði orðað svó í upphafi baráttu sinnar i Haga haustið 1242: „Mun þá vera annað hvort af bragði, að vér munum rétta vorn hlut eða falla ella á fætur frændum vorum, og er góður, hvor upp kemur.“ Eyfirðingum heitin grið Þegar Kolbeinsmenn sáu að skip Þórðar stefndu út Flóann til þeirra, hefluðu þeir seglin og lögðu saman skipunum í tengsl. Var það nær Skaga en Horni og í þann tíma dægurs, er sól var skammt farin um morguninn. Kolbeinn lagði sínu skipi í miðjan flotann. Skip Sökku- Guðmundar lá næst Skaga en skip Ásbjarnar Illugasonar lá í annan arminn næst Horni. Sneru þeir Kolbeinn framstöfn- um á land inn. Er Þórður kom i skotmál við skip Kolbeins, bað hann menn sína að leggja skip í tengsl og greiða atróður. Svo var skipað skipum Þórð- ar, að Ógnarbrandurinn sem Nikulás Oddsson stýrði, var næstur Horni í móti skipi Ás- bjarnar, en þar næst lagði Þórð- ur sínu skipi. Þá var skip Helga Halldórssonar, þá skip Teits Styrmissonar. í annan arminn móts við skip Sökku-Guðmund- ar var skip Sanda-Bárðar, en þar í milli lögðu menn fram skipum sínum sem þeir höfðu drengskapinn til. Þórður gekk í framstafn á skipi sínu og er hljóð fékkst, þá talaði hann og bauð Eyfirðing- um og öllum mönnum fyrir •norðan Öxnadalsheiði grið. En er Kolbeinsmenn heyrðu hversu horfði talið, þá þótti þeim eigi örvænt, að nokkuð myndu digna hugir manna þeirra sumra, er frændur sína höfðu látið á Örlygsstöðum og voru þá enn óbættir. Einn af Kolbeinsmönnum bað óvininn þegja og kvað aldrei sættast skyldu „muntu fara slíka för sem Tumi bróðir þinn fór í vor á Hólum og því verri, sem þú færir þig sjálfur til beinalagsins." Eftir það æptu hvorirtveggja heróp og tókst þá bardaginn og var fyrst vakinn af Kolbeins- mönnum með skotum og grjót- kasti. Var þá hörð hríð áður skipin kæmu saman og hvorir komu stafnljáum á skip ann- arra. Frh. síðar. 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.