Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 6
Guð almáttkur, heilög María og helgur Ólafur Þar lauk síðasta þætti, að Þórð- ur kakali stefndi út á Húnaflóa með stefnu fyrir Skaga... Þegar voraði dró Kolbeinn ungi saman öll stórskip í Norð- lendingafjórðungi, og færði þau saman í Selvík á Skaga. Það þótti mönnum ekki góður fyrir- boði, að maður nokkur steyptist á kaf milli skipa, þegar verið var að búa þau og skaut manninum ekki upp aftur. Þá hafði Kolbeinn uppi mik- inn liðsafnað manna og þegar liðið var allt komið saman skipti hann hernum. Hann setti Brand Kolbeinsson fyrir tvö hundruð manna flokk og skyldi Brandur fara vestur til fjarða landleið- ina. Brandur fór vestur í Mið- fjörð og hafði þar njósn af ferð- um Þórðar, að hann var kominn á Strandir og ætlaði að sigla norður yfir Plóa. Brandur sett- ist þá um kyrrt í Miðfirði og ætlaði að bíða þess, að hann frétti hvert Þórður sneri. Lét betur að lýsa orustum en heyja þær Sturla Þórðarson frétti það, að Brandur væri kominn í Mið- fjörð og myndi ætla vestur á sveitir. Sturla dró þá saman lið og kom til liðs við hann Þorgils 12. hluti Ásgeir Jakobsson tók saman Böðvarsson (skarði) og Vigfús Gunnsteinsson. Riðu .þeir þá norður yfir Haukadalsskarð og höfðu nær tvö hundruð manna. Þeir tóku áfanga fyrir norðan skarðið og þar komu til þeirra njósnarmenn Sturlu og sögðu Brand vera í Miðfirði og færi hann heldur óvarlega. Eggjaði Þorgils þá (snemma var hann orustuglaður) — að þeir skyldu ríða að þeim skörulega. Hann er þarna 18 ára og hafði ekki fyrr verið í fylgd með Þórði fremur en faðir hans, Böðvar á Stað. Þorgils var snemma einráður og hann hefur ekki látið föður sinn né móður sína ráða ferðum sín- um. Vigfús segir þá, að hann vilji veita Sturlu til að verja hérað með honum en kvaðst hvergi fara á annarra manna sveitir. Þeir deildu nú um þetta Vigfús og Þorgils, sem hvatti ákaflega til þess að menn vefðu það ekki fyrir sér að ráðast á Brand sem hvatast. En málið vafðist nú fyrir Sturlu og loks kvað hann uppúr um það, að hann vildi gjarnan að þeir héldu norður, ef engir fyrirmenn skærust úr leik. Þegar svo Vigfús reið á brott með sína menn var allur bar- dagahugur úr Sturlu og dreifðist allur flokkur hans. Það hefði Þórður mátt vita, að svona tæk- ist til fyrir Sturlu. Honum lét sannarlega betur að lýsa orust- um en berjast í þeim. Þegar Kolbeinn var albúinn að leggja skipum sínum út frá Skaga komu menn að sunnan og sögðu honum, að Gissur Þor- valdsson væri kominn til lands- ins og hefði komið út að Eyrum og vildi eiga fund með Kolbeini. Kolbeinn sagðist búinn til ferð- ar þeirrar, er hann vildi fyrir engan mun bregða. Þarna gæti sýnzt svo, að í ákafa sínum að ganga milli bols og höfuðs á Þórði hafi Kolbeinn orðið til að bjarga honum með því að bíða ekki Gissurar. Ef þeir hefðu sameinast gegn Þórði, þá var þess ekki mikil von, að Þórður fengi rönd við reist. En Gissur, sem sjálfur var hirðmaður Hákonar konungs, hefði aldrei gert sig beran að því að liðsinna Kolbeini við að drepa hirðmann Hákonar sen'. var hér úti með leyfi konungs, og átti að konungs vilja í höggi við Kolbein. Það er reyndar stutt í, að það kemur fram, að Gissur vildi ekki standa í fólkor- ustum við Þórð. Kolbeinn hefur gert sér það ljóst, að Gissur hlaut að bera klæði á vopnin og leita eftir sættum með honum og Þórði. Gissuri var um þessar mundir mest í muna að halda ríki sínu sunnanlands og friða það fyrir Þórði, en einu gilt, þótt þeir hlutúðu með sér Norðlend- ingafjórðungi, Þórður og Kol- beinn. Jónsmessusigling Kolbeins Það var á Jónsmessukvöld, að Kolbeinn sigldi út fyrir Skaga og svo vestur á Flóa. Hann hafði þá tuttugu skip og nær ellefu tigum hins fjórða hundraðs, sem sagt fjögur hundruð og sjötíu menn. Kolbeinn sjálfur stýrði því skipi er nær var haffærandi og var þrennum bitum útbitað. Þá var og kastali við siglu á skipi Kolbeins. Kastali hefur verið upphækkaður og afgirtur pallur við sigluna og þjónað bæði sem vígi og gefið foringj- anum góða yfirsýn yfir gang bardagans. Svo halda vísir menn (Jón Jó- hannesson, Magnús Finnboga- son, Kristján Eldjárn. Sturl- ungasaga II. Sturlunguútgáfan 1946), að orðalagið þrennum bit- um útbitað merki: „skiptist í rúm með þrennum bitum. Þrennum (ekki þrimr) bendir til, að hver biti hafi verið að minnsta kosti tvöfaldur, efri og neðri biti.“ Ekki geta fræðimennirnir neitt um það, hvaða tilgangi þessi útbitun hafi átt að þjóna, né heldur af hverju söguritaran- um finnst ástæða til að geta þess í lýsingu sinni. Bitarnir hafa eflaust verið ætlaðir til að styrkja skipið og þetta hafi þá verið óvenju traustlega bitað skip og söguritarinn getið þessa til að taka af öll tvímæli um, hversu vandað hafi verið til smíðinnar á skipi Kolbeins. Og jafnframt til að sýna að Kol- beinn hafi styrkt skip sitt bein- línis til sjóorustu. Það kemur ekki til álita að fiskiskip eða flutningaskip hafi verið bitað í sundur með þessum hætti. Bæði hefði skipið orðið of þungt í vöf- um og farmurinn ódrýgst. Þegar skipum var lagt síbyrt í sjóor- ustu og væri einhver ylgja í sjó, þá þurfti skipið að vera sterkara en til venjulegra nota og Kol- Smátt orð fer af auðlegð minni Jónas Jónasson frá Hofdölum var fædd- ur 1879 og dó á 89. aldursári 1965. Hann hafði af því mikið yndi að hafa glaða menn og konur í návist sinni og vildi því gera sér, venslafólki og vinum dagamun á af- mæli sínu. Þá reyndi hann jafnan að eiga svokallaða brjóstbirtu. En hér á landi hafa aðdrættir áfengis útheimt nokkra fyrir- hyggju. Svo var það 1946. Daginn fyrir afmælið voru málin nokkuð í tvísýnu. Þá orti Jónas: Á þriðjudaginn sá þrettándi er og það er nú orðið að vana á afmælisdaginn að gæla við gler og gera upp reikningana. Ennú hefég litla og veika von að vínflaskan komi í tíma. Og ég held að gugni þá Jónasson við jöfnurnar torráðnar glíma. En bregðist hann Lói og bregðist hinn, ég basla ei við það fremur — hef dagaskipti við drottin minn og drekk þegar vínið kemur. Þessi vísa mun og vera eftir Jónas, ein þeirra sem hann kastaði fram er hann fór á fætur snemma og leit til veðurs: Lyftir undir ljóðin mín, ljómar tún og haginn. Blessuð sæla sólin skín sumarlangan daginn. Þessar tvær glettnisvísur sverja sig í sömu ætt: Lífið er bæði langt og stutt, lánið margan svíkur. Nú er Bubba frá oss flutt, fór til Reykjavíkur. Sveinar glaðlynt gengið fljóð gráta harmi sárum. Ungu vífin æskurjóð offra þurrum tárum. Fyrr á tíð gat bílum oft seinkað og þeir, sem var von um miðjan dag eða seint á kvöldi, komu stundum ekki fyrr en um miðja nótt. Mikið ónæði stafaði að sjálf- sögðu af þessu á greiðastöðum. Jónas frá Hofdölum þekkti vel til í Varmahlíð. Þar þurftu margir að vekja upp á ólíklegustu tímum og voru sumar stúlkurnar seinar á sér að opna fyrir nýjum gestum, kannski nýsofnaðar. Um það er þessi vísa: Varla nokkur vakið fær Varmahlíðardætur. Ekki vildi ég eiga þær, allra síst um nætur. Þessi mun vera frá seinni árum Jónasar: Ég er að verða fremur kvæðakaldur, kersknin gamla mér á vörum frýs. Þetta er líka meira en meðal aldur og minnst af honum var í Paradís. Og þessi mannlýsing er dálítið nöpur: Aldrei var mér um hann þennan mann, orðhák gífurlegri vart ég fann, armar langir, bak með herðahnút. — Ég held’ann snúi ranghverfunni út. Um sjálfan sig og eigin hagi orti hann: Smátt fer orð af auðlegð minni, aldrei var ég margálna, hangi svona á horriminni húsgangs milli og bjargálna. Vetur, sumar vor og haust vínsins guð ég hylli. Kaffi svart og sykurlaust sötra þess á milli. Og þetta verður lokavísa Jónasar frá Hofdölum að þessu sinni: Ég fer að hátta, fel mig nátt og húmi, dregst svo brátt á draumasvið, daginn sáttur liðna við. Þrir kunningjar á Norðurlandi, sem nefndir eru í eftirfarandi vísu, stofnuðu með sér væntanlegt gróðafélag, lagði einn þeirra fram stofnféð, sem mun hafa verið aleiga hans, en hinir tveir fjármálavitið og framkvæmdasemina. En ekkert af þessu hrökk til. Sá þeirra félaga, sem í upphafi hafði verið bjargálna, varð reynslunni rík- ari en að öðru leyti jafn snauður og hinir. En hann tók þetta mjög nærri sér og dó. Um þetta var ort: Frímanni hló við fallvölt giftan, feigðin sló hann undra skjótt. Ólafur fló hann, Eggert klippt ann, af því dó hann svona fljótt. Mikið má vera ef þessi ágæta vísa er ekki eftir Pál gamla Ólafsson, leiðrétti menn mig nú, ef ég fer rangt með. Hann var að lesa nýútkomna ljóðabók. Hafi ég einhverntiman vitað meira um þetta, þyrfti að hressa upp á minnið: Satt og rétt ég segja vil um sumra manna kvæði: Þar sem engin æð er til ekki er von að blæði. J.G.J. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.