Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 9
kínverska hirðkeramíkerinn sem eyddi ævinni í að finna upp rauðan glerung, en allt kom fyrir ekki. í örvæntingu sinni henti hann sjálfum sér loks í ofninn, og viti menn, þegar hann var opnaður, blasti rauði liturinn allsstað- ar við. Beinaaskan hafði kallað fram efnaskipti við brennsluna, sem dugðu til að framkalla rauða litinn. En það er samt ekki hlaupið að því að ná fram rauðum lit. Til þess þarf svokölluð re- duktion (súrefnishvarf) að koma fram á réttum stað í efninu og á réttum tíma. Það má segja að glerung- arnir og skreytingin séu langflóknasta svið starfsins, þar sem mestrar kunnáttu er þörf. Allir geta mótað, og sumir hverjir fallega gripi, en það er ekki á færi annarra en kunnáttumanna að eiga við glerunga og skreytingar. Hér kem ég að greinarmun, sem fæstir átta sig á, en kemur fram í starfsheitun- um leirkerasmiður og ker- amiker. Leirkerasmiður er sá sem lært hefur af meistara á verkstæði, og er því iðn- menntaður. Sumir þeirra eru geysifærir rennarar. Keram- iker hefur hinsvegar lært sitt fag sem listgrein, þar sem rík áhersla er lögð á formfræði og efnafræðilegan grundvöll hráefnisins. Ker- amikerinn hefur því yfirsýn hefur það lukkast? Loksins, eftir hálfs mánaðar sköpun- artíma sér maður hvernig til hefur tekist. Hlutirnir kom oft skemmtilega á óvart, en það kemur líka oft fyrir að þeir springa, glerungurinn hefur runnið á þeim, eða þeir eru einfaldlega hræðilega Ijótir. Eins og helgiathöfn að opna ofninn M: Það fylgir því ákveðin magía að opna ofninn — líkt og at- höfnin sé helgisiður. Enda eru sumir ofnar góðir og aðrir slæmir. í Japan, þar sem árþúsunda hefð er í leir- brennslu, brenndu þorpsbú- ar aðeins eina lokabrennu á ári, í risaofnum, og eins og verða vildi, var brennslan betri sum árin en önnur, al- veg eins og með vínuppsker- una. Hver brennsla hefur sinn karakter. Keramikgripir Japana eru með mest metnu verkum í þeirra menningararfi, og þeir umgangast keramik með virðingu, og allt að því lotningu. Þegar Japanir skoða keramik, skoða þeir botninn fyrst, upphafið, fæðingu gripsins. Þeir eru ekki uppteknir af einhverj- um perfektionisma, full- komnunaræði, heldur skipt- ir heild hlutarins máli: hvernig hann stendur fyrir Magnús Kjartansson, myndlistarmaður. Hann lauk stúdentsprófi 1969 og námi frá Myndiista- og hand- íðaskóla íslands 1972. í þrjú ár var hann rið nám bjá prófessor Richard Mortenssen rið Listaaka- demíuna í Kaupmannahöfn. Magnús hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum heima og erlendis. Hann hlaut rerðlaun á alþjóðlegri myndlistarsýn- ingu í Luxemborg 1972 og sýndi sama haust í Nor- ræna húsinu í Reykjarík. Síðan befur hann haldið einkasýningar: á Kjarvalsstöðum 1976, í Gallerí Sol- on íslandus 1978, íDjúpinu 1979 ogí Listamunahús- inu 1983. Þá hefur hann haldið trær samsýningar á skúlptúr með Árna Páli Jóhannssyni í Djúpinu og Nýlistasafninu. Magnús býr nú og starfar restur í Búðardal. Kolbrún Björgólfsdóttir, keramiker. Hún stundaði nám rið Myndlista- og handíðaskóla íslands 1969—1973 og rið Skolen for Brugskunst í Kaup- mannahöfn 1973—1975. Kolbrún hélt einkasýningu á Kjarvalsstöðum 1976 og í Gallerí Langbrók 1979, en hefur auk þess tekið þátt íþessum samsýningum hérlendis: íslensk nytjalist íNorræna búsinu 1975, á Loftinu 1976, GalleríSolon íslandus 1976—77, Gall- erí Langbrók 1976—83, og með Leirlistafélaginu 1982. Auk þessa hefur hún tekið þátt í mörgum sýningum erlendis. Hún befur kennt rið Myndlista- og handíðaskóla íslands, en býr nú í Búðardal þar sem hún starfar á eigin verkstæði. M.Kj.: Barnaleikfóng, 1983. Vatns- og akiýllitir. yfir alla þætti verksins auk þess sem hann hefur öðlast þá sögulegu vitund um svið sitt, sem hverjum listamanni er nauðsynleg. En svo við snúum okkur aftur að hlutnum okkar. Nú er hann tilbúinn í gljá- brennsluna, sem stendur yfir í sólarhring. Hitastigið er mismunandi nú eftir því hvaða leir á í hlut. Það gerir mismunandi harka tegund- anna, áferð og snerting. Jarðleirinn er gljábrenndur við 1020 stig, en steinleirinn þarf að brenna við 1240— 1300 stig á Celcíus. Sama gildir um postulínið. Þegar þessi lokaofn er opnaður, byrjar spennan: sínu. Þá skipta jafnvel sprungurnar ekki máli, ef hluturinn heldur sínum töfrum. K: Nú er oft litið á leirmuni ein- ungis út frá notagildi þeirra. Það hefur oft stungið mig heima hjá fólki, sem á falleg heimili að sjá blómapotta úr plasti. Blómið er fagurt, en af hverju þarf að líta niður á blómapottinn, bara vegna þess að hann hefur nota- gildi? Mér finnst að það þurfi að gera kröfur til hans svo að heildin, blómið og potturinn, fái notið sín. M: íá, það ér þetta með að draga línurnar hvað sé list og hvað ekki. Þetta orð list er bölvaður óþverri og hefði aldrei átt að vera til. Sjálfur er ég fúskari í mér, og finnst það ekki vera niðurlægjandi, heldur þvert á móti. Til að verja mig stofnaði ég eitt sinn félagið FÚSK: félag ungra stórkúnstnera. (Nú flissar Magnús.) Það er um að gera að stofna fé- lög. (Kolbrún hlær.) Mér dettur í hug föðurbróðir minn einn sem sagði við mig: Ég hef ekki gefið út neina hljómplötu, enga sjálfsævisögu, og ekki get ég málað. Ég verð bara að flytj- ast úr landi. Eg er ekki Is- lendingur. Nei annars, næsta kynslóð á eftir að hrista höfuðið yfir þessu orði, list. Ef menn nálgast eitthvað fallegt og göfugt eru þeir að nálgast einhver gildi en ekki sjálfan sig ... Ef maður er heppinn getur maður opinberað eðli sitt sem listamaður. Til- gangurinn, ef einhver er, skiptir ekki máli. Við þekkj- um öll feluleiki tilverunnar Nú er að takast á við Búðardalsleirinn G: — Eruð þið í feluleik hér í Búðardal? K: Einmitt ekki. Hér gefst mér vonandi tækifæri til þess að nýta mitt nám með því að vinna Búðardalsleirinn. Hér stendur til að framleiða flís- ar og annað byggingarefni úr Magnús Kjartansson: Ástarljóð, 1983. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.