Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1983, Blaðsíða 2
Almenningstölvan 3. hluti Tölvan, rafeindakofinn og sveitasælan Alvin Toffer ímyndar sér tölvubyltingu leiða til þess, sem var fyrir iðnbyltinguna, að fjölskyldan lifði í friði og ró í kofa sínum úti í sveitinni, nema nú verður það „rafeindakofi", þar sem tækin sjá fyrir allri vinnu og fjölskyldan hefur lært að nota tímann sér til ánægju við hugðarefni sín, leiki og skemmtanir (og uppfyllingu draumsins um græn grös, biá vötn og heiðan himin). Það eru fleiri sem sjá þessa framtíð fyrir sér en Alvia Toffer. Louis H. Mertis, varaforseti Continental Illinois Bank, sem er svo ákafur tölvudýrkandi, að hann bannar að það sjáist pappírssnepill inni á hans skrifstofu, en leyfír nokkrar skrár lokaðar niðri í því borðinu sem fjærst honum er á skrifstofunni. Mertis segir: — Við erum ekki lengur að tala um hvort hann komi, heldur hvenær hann komi, fjalla- kofinn rafvæddi.“ Hópvinnudýr eins og maurarnir í þessum banka, Continental Bank hafa einmitt verið gerðar tilraunir (sjá fyrr John Watk- ins) með slík heimili fjarri vinnustað. Bankinn lét hálfri tylft starfsmanna í té tölvu til vinnu heima hjá sér. Control Data gerði svipaða tilraun en lenti strax í vanda með hana. Nokkrum af þeim 50 mönnum, sem um var að ræða, fannst þeir vera einangraðir, sviptir öllu fé- lagslífi. Fyrirtækið reyndi að bjóða þessum hópsálum í hádeg- isverð og á samkomur einu sinni í viku, en þess er ekki getið, hvort það hefur nægt þeim. Hins vegar segir Dean Scheff, stjórnarformaður og, stofnandi CPT Corporation, sem er rit- vinnslufyrirtæki í nánd við Minneapolis: „Fólk er almenn hópvinnudýr eins og maurarnir. Það þarf að vinna saman til þess að sköpunargleði þess njóti sín. Fáir okkar mannanna eru að eðlisfari einsetumenn." Sú könnun, sem Yankelovich gerði fyrir Time staðfestir þessa skoðun. 73% af þeim, sem létu álit sitt í ljósi töldu víst að tölv- an færði vinnuna heim á heimil- in eða ge'rði fleirum en nú er fært að stunda vinnu sína heima, en aðeins 31% óskaði þessa fyrir sig. Þeim störfum fer sífækkandi í nútíma þjóðfélagi, sem eru óþrifaleg og krefjast mikil lík- amlegs erfiðis en afturámóti gefa nútíma störf unnin við þægilegar aðstæður tækifæri til mikilla mannlegra samskipta. Sálfræðingurinn Abraham Maslow hefur skilgreint vinnu- samfélagið sem einskonar þrepasamfélag. Neðsta þrepið eða undirstaðan er að það veitir fæðu og húsaskjól, en síðan ör- yggi, vináttu og óskir. Þetta virðist ekki útí hött, ef litið er til þess, að miklu fleiri stofna til kunningsskapar og vináttu á vinnustað en við nábúa sína. Þessu svara þeir sem trúa á rafbúna kofann með því að þetta breytist smám saman á þann veg sem var í sveitum að sam- skiptin verða við nábúana, þegar fólk er almennt farið að vinna heima. Þá geta og myndast alls- konar samkomustaðir með þessu heimavinnandi fólki og þá þarf það ekki inní stórborgina til að leita að félagsskap. Þá er og þess að geta, að eins og nú er, er fullt af fólki bundið við heim- ili sín, svo sem húsmæður með börn og fjarskiptakerfi þau sem tölvuvæðingin gerir möguleg létta þessu fólki lífið. Það má því ekki miða einvörðungu við skoðanir þess fólks, sem nú vinnur í góðum félagsskap inní borginni og á erfitt með að hugsa sér að hverfa heim og stunda vinnu sína þar. 2 Nú er því velt fyrir sér, hvort venjulegir vinnustaðir geti orðið óþarfir, en í stað þess að fara langar leiðir til vinnu, hafi menn bara nauðsynlegan tölvubúnað heima hjá sér til að sinna því, sem þeim er ætlað. Þetta fólk kæmi til með að una sér heima ekki síður en á vinnustaðnum inní borginni segja tölvutrúarmenn, því að fljótlega yrðu það nágrannarnir sem yrðu félagarnir í stað vinnufélaganna áður. Það er efalaust, að tölvan og þær vélar og vélmenni, sem hún verður látin stjórna, á eftir að losa okkur enn við margvísleg störf, ekki sízt við þau, sem eru erfið, óþrifaleg eða hættuleg. Vélmenni eru þegar farin að lakka bíla á færiböndum, og vinna ýmsa járnavinnu í smiðj- um og vinna hættuleg verk eins og að flytja geislavirk efni í gámum stað úr stað og tölvu- stýrð geta vélmennin tekið að sér miklu fleiri og vandasamari verkefni. Við skulum hugsa okkur að þig vanti ný föt. Þá tekur tölvan þín af þér mál og sendir tölvustýrt vélmenni, sem sníður þau með leisergeislum og þú færð heimsend eftir stuttan tíma fötin passandi á þig eins og þau hefðu verið saumuð á þig af konunglegum breskum klæð- skera. Sjálfsagt tekur tölvan tengd vélmenni að sér öll eld- húsverk og flest önnur húsverk. Þá er það einn af kostum tölv- unnar, að hún gerir fötiuðu fólki fært að vinna ýmis störf, sem það áður gat alls ekki unnið. Vandamálin eru mörg í framtíðarsýn tæknimanna bregður vissulega fyrir ýkjum og óskhyggju. Þótt breytingar gerist sérlega hratt, þá er svæð- ið sem þær þurfa að Ieggja undir sig mikil víðátta. Það hefur venjulega tekið nýja tækni 20 ár að ná fótfestu og þess vegna er, draumur sölumannsins um tölvu í hvers manns hús ekki líklegur til að uppfyllast á næstunni. Ef þá nokkurn tíma. Sannarlega er almennings- tölvan ekki gallalaus. Væntan- legir kaupendur finna fljótt fyrir því, til dæmis þegar þeir fara að stauta sig fram úr leið- beiningum, sem fylgja þeim, svo sem þessari, sem fylgir Apple- tölvunni: „Þetta tákn hindrar að skrift- in rjúfi straumlínuna út, þegar hún snertir ritskipunina í ihn- straumnum." (Það er líkast til rétt að taka enga ábyrgð á þýð- ingunni á þessari klausu og láta því enska textann fylgja: „This character prevents script from terminating the currently form- ing output line when it encount- ers the script command in the input stream." Þeir, sem efast um mína þýðingu geta nú haft þetta eins og þeim sýnist. ÁJ.) Það má nefna sem ekki lítinn ókost, að þegar allur búnaður kemur saman þá er tölvan miklu dýrari en oft á tíðum má marka af auglýsingum. 100 dala model- ið gerir ekki mikið gagn eitt sér og sama má reyndar segja um 1000 dala tölvurnar. Til þeirra þarf oft að kaupa prentara eða tölvuplötur eða miðlara. Þar sem enn er eftir að staðla ýmis- legt í framleiðslu þess sem til tölvanna þarf, hverrar gerðar um sig, svo að þær komi að gagni, þá getur farið svo, að tölvueigandi, sem ekki er enn ýkja klár á tölvuna sína, kaupi ýmislegt til sinnar tölvu, sem alls ekki reynist svo passa fyrir hana. Meginvandræðunum í notkun tölvu geta prógrömmin valdið. Þeir fyrstu sem keyptu sér al- menningstölvu, voru menn, sem höfðu áhuga og ánægju af því að fást við tölvu og leika sér við að semja í hana prógrömm eða spekúlera í gerð hennar. En það

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.