Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Blaðsíða 14
 . ■■ ÆmB WÆ. ■**» ^ Liöþjálfi á Norðfirði Þaö var gott aö vera hermaöur á íslandi og eiga kærustu á Noröfiröi. Hörmung- arnar átti Fred Norton eftir, þegar hann síöar var fluttur á vígvellina í Evrópu. Frá því segir hann í næsta blaði. um að þarna úti væru fleiri menn, alls 45 talsins, aðfram- komnir af kulda og vosbúð. Kveikt voru ljós í öllum glugg- um svo betur mætti greina litla bæinn á milli hryðjanna. Hurfu þeir bræður, Páll og Magnús, út í myrkrið til að freista þess að koma fleiri mönnum til hjálpar. Þessa nótt bjargaði fjölskyldan í Veturhúsum a.m.k. 24 mannslíf- um. Bræðurnir ýmist báru eða drógu hermennina til húsa, en inni í litla bænum stóðu konurn- ar, hlúðu að hinum þjökuðu mönnum, hituðu kaffi og elduðu allan mat sem til var í kotinu. Þegar eldiviðinn þraut, hjuggu bræðurnir girðingarstaura í eld- inn. Hluti af hópnum hafði kom- ist hjálparlaust til Eskifjarðar um nóttina. Nokkrir urðu úti og fáeinir létust í Veturhúsum. Einn þeirra er varð úti var flokksforinginn ungi, Bradbury. Þessir vinir mínir, níu talsins, eru allir greftraðir á Reyðar- firði og hef ég komið að gröfum þeirra í hvert sinn er ég hef heimsótt lsland.“ — Hvað telur þú, að orðið hafi þér til bjargar í þessari ferð? „Áður en ég lagði af stað um morguninn vafði ég mig allan innan klæða með maskínupapp- ír. Ég minntist þess er við strák- arnir ókum um á mótorhjólum heima í Doncaster í gamla daga og vorum við vanir að einangra okkur gegn kulda með þessum hætti. Fatnaður okkar var skjóllítill í þá daga. Þessu sama bragði var ég vanur að beita hér á íslandi þegar kalt var.“ — Var sá fatnaður sem ykk- ur var séð fyrir í hernum ekki nægilega skjólgóður? „Nei, biddu fyrir þér. Hlífð- arfatnaðurinn sem við höfðum yfir að ráða í fjallaferðum á ís- landi var alls ófullnægjandi. Við klæddumst stórum, brúnum úlp- um, sem voru úr svo þykku og óþjálu efni að þær gátu staðið sjálfar. Liturinn var líka af- skaplega óheppilegur þegar snjór lá yfir öllu. Svo höfðum við belgvettlinga með þumli, þannig að hefðum við þurft að grípa til vopna, hefðum við fyrst þurft að rífa af okkur vettl- ingana til að geta þrýst á gikk- inn.“ — En mataræðið, hvernig var það? „Mataræðið var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Ég get til dæmis sagt þér hvernig morg- unmaturinn okkar var saman- settur öll árin sem ég var í hern- um. Hverjum flokki var úthlut- að skammti af reyktu fleski. Það var niðursoðið, hálfhrátt og seigt eins og gúmmíteygja. Svo fengum við baunir, egg og hafragraut, allt í duftformi, og te, mjólk og sykur blandað sam- an, einnig í duftformi. Þegar við vorum á ferðalögum vorum við vanir að hræra þetta allt saman við helminginn af teinu. Úr því varð ógeðslegur grautur. Hinn helminginn af teinu notuðum við síðan gjarnan til að raka okkur upp úr, ef um annað heitt vatn var ekki að ræða. Það var okkar fyrsta skylda á hverjum morgni að skafa á okkur kjammana. En ég held, að tesullið hafi bara aukið skeggvöxtinn, það dró alla vega ekki úr honum. En ef einhver leyfði sér að bera þetta svínafóður fyrir mig í dag, myndi ég kasta upp. Á stríðstímum verður að éta það sem í boði er, en ég get sagt þér, að eftir svona máltíð stóðstu upp jafnsvangur og þú settist niður. Ég get sagt þér í trúnaði, að þegar við vorum á Seyðisfirði, læddumst við stundum að næt- urlagi og stálum útsæðinu, sem fólkið hafði sett niður deginum áður. Svo kveiktum við eld og steiktum kartöflurnar í feiti, sem við höfðum haldið til haga í þessu skyni. Við vorum orðnir svo óskaplega leiðir á þessum eilífa soðna fiski og lambakjöti. Við fengum aldrei neitt steikt. Feiti var engin til. En hversu svangur sem ég var, gat ég aldrei leikið eftir ís- lendingunum að drekka þorska- lýsið. Þeir notuðu þetta út á fisk eins og flot. Þvílíkur viðbjóður. Nei, þá kaus ég nú heldur að vera svangur. Þeir voru vanir að segja: Fred minn, þetta er alveg bráðhollt. En nei, svo svangur varð ég aldrei...“ — Þurftir þú einhvern tíma að nota riffílinn meðan þú dvaldir á íslandi? Fred hallar sér afturábak í stólnum og skellihlær. „Einu sinni notaði ég riffilinn og þá munaði minnstu að ég dræpi mann. Það gerðist á Norðfirði. Ég var á gangi ásamt unnustu minni. Við áttum leið framhjá lágreistri hlöðu. Ég var með epli í vasanum og í ein- hverjum stráksskap stillti ég því upp á hlöðuþakið, miðaði síðan vel og vandlega og hleypti af. Eplið hitti ég nú reyndar ekki, því að ég var frámunalega léleg 14 Fred Norton, ungur kolanimumaður frá Norður-Englandi, var svo óþjálf- aður í hermennsku, að þegar ísland var hernumið, vissi hann varla, hvernig hann átti að halda á byssu. skytta í þá daga, en út úr hlöð- unni þutu sem byssubrennd pilt- ur og stúlka sem höfðu átt þar ástarfund. Þegar ég fór að at- huga málið kom í ljós, að kúlan hafði farið í gegnum hlöðuþakið. Ef hún hefði farið örlítið neðar hefði ég ef til vill hæft annað hvort skötuhjúanna. Þetta var í fyrsta og síðasta skiptið sem ég notaði riffilinn meðan á íslands- dvölinni stóð.“ — Þú nefndir unnustu þína áðan. FJéttaðist ástarsaga inn í veru þína á íslandi? Fred brosir að minningunni og segir: „Jú, það er rétt. Ég nefndi unnustu mína. Við kynntumst á Norðfirði, Halla og ég.“ — Og urðuð ástfangin? „Já, svo sannarlega. Hún heit- ir fullu nafni Halla Sigurðar- dóttir. Við urðum óaðskiljanleg, máttum vart hvort af öðru sjá, enda komst ég oft í klandur vegna þess. Það var reynt að stía okkur sundur með því að ég var sendur á hina ýmsu staði á Austfjörðum. Þær tilraunir báru hins vegar ekki árangur. Ýmist leitaði hún mig uppi eða ég hana. „Hún er komin í ástandið,“ var sagt um þær stúlkur á stríðsárunum, sem kynntust hermönnum og fóru að vera með þeim. Þessi kynni gengu fljótt og vel þrátt fyrir takmarkaða málakunnáttu. Myndin er frá her- mannadansleik í Reykjavík á þess- um tíma. Ég get til dæmis sagt þér sög- una af því þegar ég fór fótgang- andi frá Vattarnesi til Norð- fjarðar á einum degi til að finna hana. Það var jóladagur og ég var alveg friðlaus af löngun til að hitta Höllu, en vissi að ég fengi ekki leyfi til þess. Að kveldi jóladags sátu menn að sumbli og drukku þétt. Yfirmaður okkar var vanur að stæra sig af því, hversu snjall púnsbruggari hann væri. Var það vafalaust bæði satt og rétt, en þetta grobb hans fór alveg óskaplega í taug- arnar á mér. Þetta umrædda kvöld blandaði hann púnsið en skipaði mér að færa sér föngin jafnóðum. Mér var satt að segja mikið í mun að hann drykki sem mest, því að ég ætlaði að nota tækifærið þá um nóttina og fá hann til að gefa mér leyfi til að fara til Norðfjarðar daginn eftir til að hitta elskuna mína. Þessi áætlun mín bar árangur því að þeir drukku ósleitilega. Leyfið fékk ég með því skilyrði að ég yrði kominn aftur til Vattarness síðdegis næsta dag. Ég lagði af stað í býtið að morgni annars dags jóla ásamt fylgdarmanni, sem ferjaði mig yfir fjörðinn. Komum við að Karlsskála og þáðum þar kaffi hjá góðu folki. Áratugum síðar í hópi góðra vina var ég að segja þessa sögu. Kom þá á daginn, að þessir sömu vinir mínir höfðu einmitt búið í Karlsskála og mundu eftir þessum „vitlausa Englendingi", sem lét sér til hugar koma að fara á tveimur jafnfljótum frá Vattarnesi til Norðfjarðar um hávetur til þess eins að hitta stelpu. Til Norðfjarðar náði ég um kvöldið, uppgefinn en alsæll. Þegar ég skreiddist eftir aðal- götunni að niðurlotum kominn, hitti ég strákling, sem sagði mér að Halla væri í bíó. Var hún um- svifalaust sótt og fólk þusti út úr kvikmyndahúsinu til að skoða viðundrið. Ég dvaldi hjá Höllu í þrjá daga og þurfti vit- anlega að taka út mína refsingu fyrir það þegar ég kom aftur til Vattarness. En mér var alveg sama og þótti förin hafa verið vel þess virði. Halla var ekkert betri en ég. Hún sótti til þeirra staða sem ég var sendur á til að geta verið samvistum við mig. Um tíma dvaldi ég á Búðar- eyri við Reyðarfjörð. Þar voru þá um 1000 hermenn, en íbúar þorpsins um 200 talsins. Halla dvaldi þar um hríð og bjó hjá vinkonu okkar í þorpinu. Við hittumst eins oft og við gátum. Ég var samt ekkert of sæll að hafa hana þarna, vegna þess að allir þessir hermenn voru að drepast úr kvenmannsleysi, en á staðnum var ekkert of mikið úr- val af konum. Kvöld eitt var mikill kuldi og snjókoma, svo að ég smyglaði Höllu inn í svefn- skála okkar hermannanna þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.