Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Blaðsíða 4
Saga byggingarlistar — Inngangur Eftir Harald Helgason arkitekt Arkitektúr og arkitektar Margoft hefur verió leitazt við aö skilgreina orðið arkitektúr eða bygingarlist, og hafa komið fram á því margar og sundurleit- ar skoðanir. Að sjálfsögðu má um það deila, hvort það þjóni nokkrum tiigangi að eyða miklu púöri á slíkan orðaleik. Má þá á það benda, að jafnan er nauð- syniegt að vita nákvæmlega hvaða merking felst í mikilvæg- um orðum, því að oft hefur raikl- um kröftum og tíma verið varið í að ræða málefni, sem lítið áttu skylt við kjarna málsins, af því að menn hreiniega misskildu merkingu ákveðins orðs. Það er vissulega erfítt viðfangsefni að eiga að skilgreina orðið list í stuttu máli, og málið verður enn flóknara, þegar skilgreina á byggingarlist, því að þá verður einnig að taka tillit til nýtingar- þáttar verksins. Venjulegt, einfalt reiðhjóla- skýli er húsbygging, sem byggð er fyrst og fremst með ákveðna nýtingu í huga. Fögur kirkja er hins vegar meira en aðeins hús- bygging, því að hún er ekki reist eingöngu með tilliti til nýt- ingarsjónarmiðs, heldur einkum til að höfða til æðri tilfínninga mannsins, og skapa þeim það umhverfí sem nauðsynlegt er til þess að þær fái notið sín. í síð- ara tilvikinu er greinilega komið inn á svið byggingarlistar, og mætti því reyna að skilgreina byggingarlist sem byggingu — eða þyrpingu bygginga reista með það fyrir augum að höfða til fegurðartilfínningar, jafnframt sem hún verður að þjóna vel þeim nytsemistilgangi, sem henni hefur verið ætlaður. Hús- hyggingu má hins vegar skil- greina sem mannvirki, er af- markar nægilega stórt rými, til þess að fullvaxinn maður geti hreyft sig inni í því. FegurÖarsjónarmiðið kom seint fram Samkvæmt ofangreindri skil- greiningu er ljóst að maðurinn er eina veran á jörðinni, sem stundar byggingarlist. Að vísu má víða í dýraríkinu sjá hin stórkostlegustu byggingarafrek, og verður fjallað um þau að nokkru marki í næstu grein, en hvergi annars staðar en hjá manninum liggur sannanleg, meðvituð hugsun að baki bygg- ingaframkvæmdanna, og eru byggingar dýranna því ekki ger- ðar með fegurðarsjónarmið í huga. Byggingarframkvæmdum dýranna er eingöngu stjórnað af eðlishvötum þeirra, og telja má fullvíst, að þannig hafi því einnig verið varið hjá frummanninum, áður en hann varð vitsmunavera. Er sennilegt að hann hafi gert sér fyrstu fletin á svipaðan hátt og frændur hans, mannaparnir gera enn þann dag í dag með því að sveigja til greinar og binda þær saman með viðartágum. Mannap- arnir hafa hinsvegar enn ekki komizt á það stig að reisa sér þak yfir höfuðið. Þá er einnig talið sennilegt, að maðurinn hafi tekið sér bjórinn til fyrirmyndar, þegar hann fór loks að sinna stíflu- framkvæmdum, en bjórinn hafði þá stundað slíka iðju um milljónir ára. Maðurinn hefur ekki stundað byggingarlist frá upphafi, eins og Sumt í byggingarlist gátu menn augljóslega lært af dýrunum. Til dæmis mi nefna þessa stíflu, sem ekki er gerð af manna höndum, heldur eftir bjóra. Myndin er úr Klettafjöllum. Strákofar Uro-indfána f Perú. Vfða vorn strá af þessu tagi allra fyrsta byggingarefni mannsins. fjallað verður um í annarri grein, heldur nær það þroskaskeið hans aðeins yfir örlitinn hluta þess tíma, sem hann hefur dvalið hér á jörðinni, og komu fegurðarsjón- armið'afar seint fram í bygging- um hans. í rauninni eru bygg- ingarleifar elztu bygginga manns- ins mjög ófullkomnar, þar sem mikilvægustu hlutar þeirra hafa nær undantekningalaust grotnað í burtu. Fornleifafræði er mjög ung fræðigrein, og þar er ófyrirsjáan- legt verkefni óunnið í framtíðinni, en þó er lítil eða engin von til þess að hún geti nokkru sinni fyllt upp í þær mörgu og stóru eyður í menningarsögu mannsins frá upp- hafi. Tíminn hefur fyrir löngu læst tönnum sínum í öll efni, lif- ræn sem ólífræn; hafa sum þeirra hreinlega horfið, eins og viðarteg- undir, strá og dýrafeldir, en steintegundum og þeinum hefur feykt í burtu og finnast ekki leng- ur í upprunalegri mynd. Einnig hefur maðurinn sjálfur oft lagt eyðingarmáttunum lið með því t.d. að virða ekki menningarverðmæti og láta hefndarþorsta sinn bitna á eignum óvina sinna. Menningu hefur fleygt fram á skömmum tíma Þess vegna er það líklega borin von, að við fáum nokkru sinni full- komna mynd af byggingarsögu mannsins frá upphafi, eða skilið til hlítar ástæður að baki mismun- andi byggingarlagi og byggingar- stílum. Þjóðháttarannsóknir og samanburður við byggingar frum- stæðra þjóða nútímans geta þó veitt okkur mikilvægar upplýs- ingar og bent til sennilegra hús- gerða þeirra fornþjóða, sem lifðu við sambærileg skilyrði. Margar frumstæðar þjóðir hafa nefnilega verið algerlega afskiptar af þeirri menningu, sem blómstrað hefur í Evrópu um nokkurra alda skeið, Aur sem síðan þornar rækilega f sólinni er byggingarefni hér, f borginni Kano í Norður-Nígeríu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.