Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1983, Blaðsíða 6
Brögð og svik Asgeir Jakobsson tók saman 10. hluti I síðasta þætti sagði frá því, að Kolbeinn ungi sendir þá Þorstein Hjálmsson og Eyvind bratt með sáttaboð til Þórðar. Þorsteinn bað hann segja Ey- vindi þetta mál, en Eyvindur hafði þá riðið á undan þeim. Kolbeinn kvað það engu skipta, hvort þetta vissu fleiri menn: „Austmenn eru oft skjótorðir, en ég vil því að einu þetta bjóða eða uppi láta, að þú sjáir að vér höfum ófrið í annan stað.“ Það getur ekki ljósar orðið, að Kol- beinn telur sig alls ekki við því búinn, að Þórður riði norður að honum. Þeir Þorsteinn riðu vestur í dali og fréttu þar, að Þórður væri kominn að vestan og fundu þeir hann á Skarði. Þorsteinn flutti Þórði orð- sendingu Kolbeins um grið og sættir og fyrst þá sætt að þeir legðu málin í dóm. Þórður kvaðst engin grið vilja og í engra manna dóm leggja eignir sínar eða mannaforráð í Eyja- firði. Þeir Þorsteinn og Eyvindur þóttust nú skilja af viðbúnaði Þórðar og svörum, og þá einnig að Sturla var komin til hans, að Þórður myndi ætla að ríða norð- ur. Lét þá Þorsteinn uppi öll þau boð er Kolbeinn hafði mest boð- ið. Eyvindur kvaðst ekki geta staðfest þau boð, því að hann hefði ekki heyrt þau. Þorsteinn bauðst þá til að vinna eið að hann hermdi rétt, ef Þórður vildi þá heldur trúa. Þórður gerði þá ráð sín og vinir hans og lögðu margir gott til. Þórður kvað þá uppúr um það, að hann seldi grið fram um páskaviku, en játaði sættum. Þorsteinn skyldi og þess vera skyldur að senda Þórði mann vestur á langaföstu, ef Kolbeinn vildi þessi sín sáttaboð halda, svo og ef eitthvað annað væri á döfinni. Það er ekki trúlegt, að Þórður hafi trúað Kolbeini, en Kolbeinn hafði nú leikið þann leik, sem Þórður átti ekkert haldbært svar við. Þórður hafði hugsað sér sem fyrr segir, þegar hann frétti um sjúkleika Kolbeins og hug Eyfirðinga að ríða snarlega á Kolbein um háveturinn með sína traustustu fylgismenn af Vestfjörðum og úr Dölum. Um alþýðu manna úr Dölum og Borgarfirði hefði ekki verið að ræða til þessa hernaðar fremur en um sumarið, þegar menn urðu ásáttir um að bíða þing- reiðar. Sáttaboðið talið truverðugt Nú hafði Kolbeinn boðið þau boð, sem vinum Þórðar sýndist auðsætt að hann tæki. Þótt Þórður væri tregur til að trúa, að Kolbeinn hefði boðið þessar sættir, og máski ekki heldur grunlaus um að svik byggju undir, ef rétt var um sáttaboðin, þá var nú ekki um annað að ræða en taka sáttaboðunum. Þórði var ekki stætt á öðru gagnvart fylgismönnum sínum, sem bæði trúðu Þorsteini og ekki komið til hugar, að Kol- beinn gengi bak orða sinna og eflaust hefur nú Þórður ekki viljað trúa því heldur. Þeir hefðu þó einhverjir átt að muna orðheldni Kolbeins og Gissurar við þá Sturlu og Órækju við Hvítárbrú 1242. Eflaust hefur mönnum þótt þetta allt trúlegra að þeir vissu Kolbein sjúkann og líka sem segir í sögunni „að sjúkleikinn sótti svo fast á hann að hann var löngum banvænn“. Ef svo var að Kolbeinn bjóst við að sjúkleikinn drægi hann nú til dauða, þá var sáttaboðið eðli- legt. Þegar Þórður hafði játað sættunum og griðunum, fór hann aftur vestur á fjörðu, en þeir Þorsteinn og Eyvindur riðu norður. Þegar Þorsteinn sagði Kol- beini frá málalokum, sagðist Kolbeinn aldrei það mælt hafa, að hann ætlaði að gefa Þórði upp Norðlendingafjórðung og hafnaði sættinni en játaði grið- unum fram um páskaviku. Þorsteini líkaði þetta stórilla enda hlaut hann ámæli fyrir, því að honum var ekki trúað, þegar Kolbeinn bar annað. Aldrei sagðist Þosteinn skyldu framar fara með sáttaboð af Kolbeins hendi og sendi mann þegar vestur til Þórðar. Er þeir Þórður fréttu þetta lögðu marg- ir misjafnt til Þorsteins. Með svikum sínum vannst Kolbeini tími til að jafna sig af sjúkleikanum, því að þetta kast leið hjá, eins og önnur sem hann hafði fengið. Kolbeinn í her- leiðangur um Dali Kolbeinn ungi sveik ekki að- ems sáttarboð sitt, sem hann hafði haft einmæli á við Þor- stein, heldur hitt, sem Eyvindur gat borið, að hann hafði sagt sig hafa fengið eignir Þórðar nyrðra með lögum og „engar láta fyrr en dómar gengju fram“. Og þetta varð auðvitað ekki á annan veg skilið, en Kol- beinn ætlaði með mál þeirra Þórðar til Alþingis um sumarið. Þá var Þórður einnig búinn að binda sig við þingreiðina og hugði ekki á frekari hernað fyrir Alþing, þegar 10 vikur voru af sumri komanda. Það hlýtur að vera, að Þórður og menn hans hafi treyst þessu, að Kolbeinn, líkt og þeir, hefðist ekki að um hernað fyrir Alþing, svo andvaralausir voru Þórð- armenn, þegar tími griðanna var liðinn. Það er skemmst frá því að segja, að strax eftir páskaviku dró Kolbeinn saman mikið lið og fór í herleiðangur vestur í Dali. Hann skipti liðinu þegar vestur kom og yfir aðra sveitina setti hann Brand Kolbeinsson og mág sinn Brodda Þorleifsson og skyldu þeir ríða niður Laxárdal og „fara hermannlega og muna Vaxtarbroddur Ijóðagerðar ÚR MÍNU MORNI Best að taka það fram strax, , aö hér er ekki ritdómur heldur spjall um nýútkomna bók, sem mér þótti gott að fá í hendur. Hún heitir Nýgræðingar í ljóða- gerð 1970—1981 — Eysteinn Þorvaldsson annaðist útgáfuna, valdi sýnishorn og ritaði for- rnála. Iðunn gefur út á þessu ári. Höfundar eru 36 og eiga það sameiginlegt að þeir hafa allir gefið út sína fyrstu bók á þessu tímabili, ef þeir á annað borð hafa náð þeim áfanga. Sumir að- eins birt ljóð í blöðum og tíma- ritum. Nýgræðingahópurinn er miðaur við það að höfundarnir séu fæddir árið 1942 eða síðar. Sá elsti er þá tæplega fertugur þegar tímabili bókarinnar lýkur og sá yngsti átján árum yngri en aldursforsetinn. Það má því með sanni segja, að þetta sé ungt fólk. Á rúmum tíu árum hafa komið út 101 ljóðabók eftir þessa höfunda, raunar aðeins 29 þeirra, 7 hafa ekki enn gefið út ljóð. í formála segir: „Eins og kunnugt er urðu talsverðar sviptingar í íslenskri ljóðagerð fyrir 30—40 árum og þýð- ingarmikil endurnýjun hefur átt sér stað síðan með nýjum skáldakynslóðum. Það hefur margt athyglisvert gerst á þess- um vettvangi síðan atómskáldin voru að brjóta nýjungum braut og Steinn Steinarr gaf hefð- bundnu ljóðformi dánarvottorð- ið 1950. Næsta skáldakynslóð á eftir atómskáldunum kom fram um miðjan sjötta áratuginn og ljóðlist hefur staðið með blóma á Islandi æ síðan. Jóhannes úr Kötlum kallaði þetta „einkenni- legan blóma" í skrifum sínum um ung skáld 1960. Einkenni- legan vegna þess að ærinn hluti blómans væri „ekki viðurkennd- ur sem ljóð af dýrkendum hinna eldri forma," og vegna þess hversu mörg barnung skáld sóttu samt fram af miklum þrótti og alvöru." Nú vill undirritaður minna á það, að mér finnst bókmennta- menn hafa tekið orð Steins of bókstaflega, „dánarvottorð" hans var áreiöanlega nokkuð öfgafull afgreiðsla frá hans hálfu og mjög í ósamræmi við önnur orð hans og eigin ljóð- stefnu allt til dauðadags. Á þetta hef ég bent áður, enda hafa þeir Snorri, Hannes P., Ól. Jóh. Sig. og Þorsteinn frá Hamri síðar sýnt það rækilega, og raunar fleiri yngri menn, að orð Steins hafa ekki staðist. Hitt sáu þeir Jóhannes og Steinn báðir, að rímleysistímabilið var komið, hér eins og annarsstaðar á okkar menningarsvæði. en hvernig hefur svo gengið? Því svarar þessi 200 síðna bók á sinn jákvæða hátt. En um allt sem mislukkast hefur verður hún að þegja, eins og eðlilegt er. Þetta er ekki bókmenntasaga, heldur sýnisbók ljóða síðasta áratugs. Við sem erum dæmdir til að vera með eigin ljóð og annarra á heilanum langa ævi og getum ekki hrist þessa óværu af okkur, — og viljum það kannski ekki ef við ættum þess kost, — og getum í hæsta lagi áttað okkur eitthvað á þeim skáldum sem á undan okkur gengu, eru okkur jafn- aldra, — og þegar best lætur á okkur sjálfum. En við lendum í miklum vanda, þegar við eigum að svara spurningum, sem því miður er oft til okkar beint, um það hvort einstakir eftirmenn okkar séu á réttri leið eða ani í blindu út í ófærur. Við segjum við sjálf okkur: EysteÍBB ÞwtiMmh Látið það ekki henda ykkur að leggja stein í götu næstu kyn- slóðar, minnist ómildra og vit- lausra dóma um ykkar eigin verk. En við getum ekki lagt blessun okkar yfir allt sem gert er í skjóli nýrrar stefnu. En þögn er annaðhvort afneitun eða samþykki. Hér er úr vöndu að ráða. Það er af mér að segja í þessu sambandi, að vegna starfs míns við bóksölu og bókasafn hef ég á undanförnum áratugum lesið eða litið lauslega yfir flestar ljóðabækur, sem út hafa komið. Óg satt best að segja hefur mér oft fundist undarlega mikið af framleiðslunni vera fyrir neðan það meðallag, sem sanngjarnt er að bjóða skynsömu fólki. Og þeg- ar maður svo les líka það, sem bókmenntamenntaðir ritdómar- ar segja um þetta, spyr maður oft sjálfan sig: Talar þetta fólk aðra tungu en þú, eða eru kyn- slóðabilin að verða svona snögg á íslandi, að þeir sem voru kall- aðir frjálslyndir nýjungamenn, þegar þeir voru á milli tvítugs og fertugs, séu orðnir afturhalds- seggir um fertugt og átti sig ekki á því hvert næsta kynslóð er að fara? Svar mitt við fyrrnefndum spurningum hefur því oft verið það, að menn verði sjálfir að lesa, vega og meta, en treysta sem minnst á ritdómana. Það er nokkuð sama hvort menn ríma eða ríma ekki, það lof sem höf- undar fá fyrir verk sín virðist mér í æði litlu hlutfalli við getu manna og smekkvísi í ljóðagerð. Ég held að það hefði þurft að sýna meira aðhald í útgáfumál- unum og geyma eitthvað af há- stigum lýsingarorða til seinni ára, þegar fjallað er um verk byrjenda. í skáldskap og bóka- gerð á það áreiðanlega við að sígandi lukka er best. Ég sagði í upphafi að ég ætl- aði ekki að ritdæma bókina, en ég tel hana mjög þarfa og val hafa tekist þokkalega. En það sem kemur í þessari bók er þó aðeins eftir örfáa af öllum þeim skara, sem til greina gátu komið. Margt mætti því segja um þetta efni fleira en hægt er að koma í þennan pistil. Mér hefur til hug- ar komið að láta verða á honum nokkurt framhald og jafnvel láta þar fylgja með örfá orð frá hverjum þeirra mörgu höfunda, sem þarna fá að láta ljós sitt skína. Ég er að hugsa mig um. Jón úr Vör 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.