Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 13
Líkamsleyfar Grænlend- ings úr hinni svonefndu Sarkak-menningu, sem ríkti á Grænlandi fyrir um það bil 3 þúsund árum. Byggðist Grænland 2000 árum fyrr en ísland? Algengt er, að menn tengi fund Grænlands komu Eiríks rauöa þangaö árið 982. Það var í fyrsta sinn er Evrópubúar litu augum hið geysistóra land, en þá haföi þessi ísiþakta eyja þegar veriö byggð öldum saman. Þar bjó dugmikið fólk, sem gegnum ald- irnar hafði lært að lifa við hin erf- iðu náttúruskilyrði og nýta sér allt það sem land og einkum haf hafði upp á að bjóða. Þaö þróaði með sér veiðiaðferðir, sem eru notaðar enn þann dag í dag. Fyrir meira en 3 þúsund árum komu eskimóar frá heimskautahéruöum Kan- ada og námu land á Grænlandi. Taliö er, aö eskimóar hafi upphaflega komiö frá Asíu og hafi flust búferlum þaöan yfir Beringssund til Alaska. Þeir héldu áfram til Grænlands um heimskautahéruö Kanada, yfir Ellesmere-eyju, en milli hennar og Grænlands er um 25 km breitt sund. Elsta menning, sem vitaö er um á Grænlandi, er SarKaK-menningin, sem dregur nafn sitt af þeim stað viö Diskó- flóa á Vestur-Grænlandi, þar sem miklar fornleifarannsóknir hafa farið fram. Á þeim tíma liföu menn af hreindýraveiö- um á landi og rostungs- og selveiöum í sjó. Viö veiðarnar notuöu þeir boga og örvar sem þeir bjuggu til úr beini og tönnum auk steintegundar sem líktist tinnu. Hundar voru einnig notaðir viö veiðarnar, en aö því er virðist einungis til þess aö flytja bráöina. Grænlenzk menning var til fyrir 3000 árum SarKaK-menningin ríkti fyrir u.þ.b. 3000 árum, en síðan tók viö nýr innflutn- ingur fólks til Grænlands viö upphaf tímatals okkar. Kallast þaö skeiö Dor- set-menning, og dregur nafn sitt af Dorset-höfða í Kanada, en við fornleifa- uppgröft þar fannst stór sorphaugur. Nú voru notuö spjót við hreindýra- og sel- veiöar, því bogi og örvar voru ekki þekkt meðal þessa fólks. Á vetrum voru selir veiddir er þeir komu upp um göt á ísnum tii aö anda, en á sumrum stóöu menn á ísbrúninni viö veiöar, þar eð kajak og konubátur voru enn ekki komnir til sög- unnar. Fólk þetta bjó í litlum, ferhyrndum húsum og var eldstæði í miöju til upphit- unar og matseldar. Mjóir bekkir meö- fram veggjum voru notaðir bæöi til aö sofa á og sitja á viö vinnu. Einnig hafa fundist minjar um stærri sambýlishús. Vegna veiöanna varö fólk aö feröast milli staöa yfir stór landsvæöi og á vetr- um voru snjóhús byggö og eru snjóhníf- ar til merkis um þaö. Viö lok Dorset-menningarskeiösins um áriö 1000 e.Kr. tóku eskimóar enn aö flytjast til landsins. Hér var um að ræöa menningu á hærra stigi en áöur var, því nú voru bæöi kajak og konubát- ur aö mestu notaöir við sel- og hvalveiö- ar. Hundasleðinn kom nú einnig til sög- unnar og var notaður til aö flytja bæði fólk og bráö í veiöiferðum, en þær stóöu venjulega vikum saman. Dorset-menningin og hin nýja Thule- menning, sem svo er nefnd eftir miklum fornleifauppgreftri á þeim staö, sem nú heitir Thule, þróuöust hliö viö hliö. Thule-fólkiö læröi veiöar á ís af Dorset- fólkinu og kenndi því aftur á móti aö byggja betri og hlýrri hús. Sá siöur var tekinn upp, aö allir sváfu í einni flatsæng til aö spara hvalspik sem notað var til upphitunar. Thule-fólkiö dreiföist noröur um Grænland, en byggðirnar á Austur- Grænlandi uröu til meö þeim hætti aö fólksflutningar áttu sér staö suður meö vesturströndinni, fyrir Hvarf og allt til Angmagssalik, en þar hófst búseta um 1400. Tengsl við norræna menn Á þessum tíma komust einnig á tengsl milli norrænna manna og ibúa Græn- lands og upp frá því er talaö um Inug- suk-menningu. Á veiöiferöum sínum til Norður-Grænlands komust norrænir menn í kynni viö eskimóa, sem brátt til- einkuöu sér ýmsa siði þeirra. Má sjá merki þess í fornminjum, sem fundist hafa viö fornleifarannsóknir. Ýmsir hlut- ir, svo sem tréílát ýmiss konar, voru eft- irlíkingar af svipuðum hlutum hinna norrænu manna. Einnig leikföng barna, einkum brúöur, bera meö sér svipmót norrænna leikfanga. Síöar, um miðja 17. öld, má sjá hluti, sem gerðir hafa verið í Evrópu (glerperlur, járnhnífa, potta o.fl.), en þaö eru hlutir, sem eskimóar fengu frá hollenskum hvalveiöimönnum í skipt- um fyrir veiöivarning sinn. Á Inugsuk-menningarskeiðinu var far- iö aö nota kajaka og konubáta viö veið- ar stórhvala. Veiöimaöurinn stökk upp á bak hvalsins meö lensu, sem líktist spjóti og var notuö til þess aö vinna á hinni risastóru skepnu. Hann klæddist fatnaöi úr selskinni, sem var blásinn upp. Ef veiöimaðurinn féll í sjóinn, hélt loftfylltur búningurinn honum uppi þang- aö til hann gat klifraö um borö í konu- bátinn aftur. Eini búningurinn þessarar tegundar sem varöveist hefur, er í Þjóö- minjasafninu í Kaupmannahöfn. Af hvalnum fékkst mikill matur, en auk þess voru kjálkabein og rifbein einnig notuö. Hvalbein var notaö til húsbygg- inga ásamt torfi, steinum og mold og þakiö var styrkt meö geysistórum kjálkabeinum og rifjum. í stuttu máli má segja, aö SarKaK- og Dorset-menningin hafi ekki getaö lifaö og þróast við hin erfiðu lífsskilyrði. Thule-menningin og Inugsuk-menningin, sem fylgdi á eftir, sýndu hins vegar, aö þær gátu lifaö af og meira aö segja kom- ist á æðsta stig veiöimenningar. Grænlensk menning og siövenjur í dag eru byggðar á þessari menningu. Thule-fólkiö eru forfeður Grænlendinga nútímans. Úr blaöinu: Tourist 1980/81 Þýðingu geröi Guörún Magnúsdóttir. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.