Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 4
Vaxandi at- vinnuleysi samfara orkukreppu og minnkandi framieiöslu og minnkandi hag- vexti hrjáir heiminn og sér ekki enn út úr því ástandi. Samantekt eftir Halldór Vilhjálmsson, byggð á Time Magazine. ,, , <",'* V„t' "*v|' Efnahagskúrva heimsins lekur niður, hvernig sem aö er farið og sumir spámenn telja, aö hagvaxtartímabil eins og það sem einkennt hefur árin eftir síðari heimsstyrjöldina, komi ef til vill aldrei aftur Afturkippur. Þetta orð virðist ekki lengur við hæfi til [tess að lýsa að fullu þeim stöðugu og miskunnarlausu sviptingum, sem hrjá efna- hagsmál heimsins. Æ fleiri stjórnmálamenn, kaupsýslu- menn og viðskiftafræðingar eru gripnir þeim nagandi ugg, að hnignunin í efna- hagsmálum kunni að verða alveg óviðráðanleg og leiða til meiriháttar hruns efna- hagskerfisins. Pierre Tru- deau, forsætisráðherra Kan- ada, sagði á fundi þeim, sem leiðtogar helztu iðnríkja heims héldu nýlega með sér í Versailles: „Við erum á leið- inni út úr efnahagskreppu inn í hreinasta efnahags- voða.“ Poul McCracken, fyrrum formaður hins ráðgef- andi efnahagsráðs Banda- ríkjanna í stjórnartíð R. Nix- ons forseta, segir aðvarandi: „Efnahagsmál heimsins halda sem stendur jafnvægi sínu á hnífsegg og geta auð- veldlega tekið bakföll niður á annað tímaskeið alþjóð- legrar efnahagsupplausnar.“ A meðan þjóðir heims hafa verið að berjast við að stemma stifíu við hinum samtvinnuðu plágum, hraðfara verðbólgu og hægfara hagvexti, hafa milljón- ir manna misst atvinnu sína. Himinháir vextir hafa lagt þús- undir fyrirtækja að velli. Otal mörg félög hafa ekki verið fær um að endurnýja löngu úreltan véiakost í verksmiðjum sínum. Útlitið fyrir frekari þenslu í efnahagslífinu, en það hefur ætíð verið driffjöður kapítal- ismans, virðist skyndilega orðið háskalega svart. Þrátt fyrir hinn gífurlega niðurskurð ríkisútgjalda, virð- ast efnahagsmál þjóða heims engu nær því núna að vera á öruggum batavegi heldur en þegar efnahagsvandinn skaut fyrst fyrir alvöru upp kollinum. Satt bezt að segja eru efna- hagsvandamálin í mörgum lönd- um að stóraukast núna, og þær ríkisstjórnir, sem hafa verið að reyna að örva með ráðum og dáð efnahagsþróunina í löndum sín- um, svo og aðrar er börðust af einbeitni gegn vaxandi verð- bólgu, eru núna í óðaönn að endurskipuleggja frá grunni stefnuna í efnahagsmálum. Frakkar skelltu á fjögurra mánaða frystingu launa og verðstöðvun og felldu gengi franska frankans um 10%, eftir að hin stöðuga rýrnun á verð- gildi hans hafði komið efna- hagslífí landsins í hið mesta uppnám. I Kanada voru birt af- ar strengileg fjárlög, sem m.a. takmarka launahækkanir opin- berra starfsmanna við 6% eða sem svarar til u.þ.b. helmings verðbólgunnar á ári þar í landi. Astæðurnar voru hinir fjallháu vextir og mjög mikið atvinnu- leysi í Kanada. Andspænis gíf- urlegum halla á ríkissjóði hafa Belgar gripið til þeirra fá- heyrðu úrbóta að banna allar dýrtíðaruppbætur á lífeyri eftir- launafólks, svo og til þeirra launþega, sem fá meira en jafnviröi 6.360 ísl. króna á mánuði. Þar sem svo til hvert einasta land í heimi hefur séð sig til- neytt að draga mjög úr pen- ingamagni í umferð í baráttunni gegn verðbólgu, hafa háir vextir á sama tíma þegar skapað mikla fjármagnskreppu um heim all- an. Fjöldi stórskuldugra þjóða á í hinum mestu erfiðleikum með að standa í skilum með afborg- anir og endurgreiðslur. Bankar í ernkaeign, núorðið sýnu ófúsari að auka útlán sín, hafa t.d. ein- faldlega hætt að veita ýmsum svæðum Austur-Evrópu, Suð- ur-Ameríku og Afríku lán. Sum- ir sérfræðingar í bankamálum, svo og í viðskiptum óttast frek- ari langtíma samdrátt í lánveit- ingum, sem kynni að leiða til þess, að verzlun og viðskipti í heiminum lömuðust algjörlega. Fritz Leutwiler, formaður bankaráðs Alþjóða greiðslu- bankans, hefur þetta um ástandið að segja: „Þegar ráða- menn allra banka taka upp á því að gerast áhyggjufullir allir í einu, getur komið til alvarlegs skorts á fjármagni. Alþjóða fjármagnsmarkaðirnir standa feiknalega berskjaldaðir.“ Afturkippurinn í efnahags- málum hefur ekki haft jafn heimsumspannandi áhrif, allt frá heimskreppunni miklu í upphafi 4. áratugs þessarar ald- ar. Þessi kreppa geisar eins og landfarsótt, næstum óumfíýj- anleg. Hún sýkir jafnt sterk sem veik efnahagskerfi, sting- ur sér jafnt miður meðal ríkra þjóða sem fátækra, jafnt í lýð- ræðisríkjum með auðvalds- skipulag sem kommúnískum einræðisríkjum. 22 milljónir atvinnulausra í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum I Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu hefur þessi afturkippur í efnahagsmálum orsakað svo stórkostlega fjölgun atvinnu- leysingja, að þeir eru núna orðn- ir fleiri en nokkurn tíma áður frá lokum seinni heimsstyrjald- arinnar, eða um 22 milljónir. Það þýðir, að næstum því einn af hverjum tíu verkamönnum í þessum löndum er atvinnulaus. í Bretlandi hefur störfum í iðnframleiðslu snarlega fækkað um 16%. Jafnvel í Vestur- Þýzkalandi, hinu fyrrum svo styrka efnahagsveldi eftirstríðs- áranna, hefur atvinnuleysi nærri því tvöfaldast frá árinu 1979 og er nú orðið 6,8%, en aukningin á gjaldþrotum v-þýzkra fyrirtækja hefur hins vegar aukizt um næstum 100%. Karl Otto Pöhl, aðalbankastjóri vestur-þýzka Bundesbank, hefur látið svo um mælt, „að uppgjaf- artónn og svartsýni séu orðin útbreiddari núna en á nokkrum öðrum tímum eftir stríð". Ríkisstjórnir hinna ýmsu landa leita sér að sökudólgum, sem hægt er að kenna um öll skakkaföllin í efnahagsmálum viðkomandi landa, og einhugur vestrænna ríkja er þannig tek- inn að bresta. Evrópumenn hafa uppi ásak- anir um, að hinn gífurlegi árlegi halli á fjárlögum Bandaríkj- anna', og háir vextir þar í landi, geri allan bata í efnahagsmálum Evrópuríkja hreinlega að engu. Washington ásakar hins vegar Vestur-Evrópu um að undir- bjóða bandaríska markaðinn með ódýru, niðurgreiddu evr- ópsku stáli, sem stórskaði bandaríska iðnframleiðendur. Þessar væringar gefa þjóðern- issinnaðri stefnu í efnahagsmál- um og einangrandi verndarað- gerðum með sértollum, inn- flutningshöftum, styrkjum og þvíumlíku byr undir báða vængi í ríkari mæli en verið hefur frá upphafi fjórða áratugs þessarar aldar. Að því er varðar hin van- þróaðri ríki, sem byggja afkomu sína svo mjög á að selja iðn- væddum þjóðum hráefni og hina fábreyttu iðnaðarframleiðslu sína, hefur afturkippurinn í efnahagsmálum um víða veröld haft hinar ferlegustu afleið- ingar. Þannig hefur ríkisstjórn Costa Rica t.d. í skyndi orðið að koma á fót hjálparstofnun til þess að úthluta atvinnuleysingj- um brauði, hrísgrjónum, baun- um og öðrum matvælum, en at- vinnuleysið þar í landi hefur aukizt upp í 17%. í Tanzaníu geisar 29% verðbólga, og hefur ríkisstjórnin þarlendis neyðst til að strika út 966 atriði á fram- 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.