Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 5
kvæmdaáætlun sinni, þar á meðal byggingu allmargra nýrra skóla, svo og framkvæmd- ir við byggingu hinnar nýju höf- uðborgar landsins í Dodoma. Hagvöxtur í Sovétríkj- unum dregst sífellt saman Ekki árar betur hjá þjóðum hins kommúníska hagkerfis heldur en hjá þjóðum hins frjálsa markaðskerfis. Vélakost- ur verksmiðja í Sovétríkjunum er stöðugt að verða lélegri og úreltari, enda hefur dregið svo mjög úr sovézkum hagvexti, að hann er nú kominn niður fyrir 2% á ári, samanborið við 4,8% aukningu fyrir aðeins fimm ár- um. Eftir þriðja alvarlega upp- skerubrestinn í röð, verða Sov- étríkin að flytja inn 44 milljónir tonna af kornvörum, meira en nokkurn tíma fyrr. Leppríki Sovétríkjanna í Austur-Evrópu hafa hleypt sér í skuldir við rík- issjóði og banka vestrænna ríkja upp á 60 milljarða Banda- ríkjadala, en þar af skuldar Pól- land eitt sér um 25 milljarða dala. Einasta vinin í efnahagsauðn heimsins er ef til vill strand- ræman austast í Asíu. Með því að selja framleiðsluvörur í mjög háum gæðaflokki við lágu verði, hafa Japan, Suður- Kórea, Singapore, Taiwan og Hong Kong náö að auka svo hagvöxt sinn, að hreinum undr- um sætir. Þessi iðnríki hafa nú þegar náð undir sig veigamikl- um hluta heimsmarkaðarins fyrir bifreiðir, stál, skipasmíö- ar, rafeindatæki og fatnað. Þrátt fyrir verulegan hagvöxt í þessum ríkjum Asíu, eru drun- urnar frá efnahagsbrestinum um víða veröld einnig teknar að heyrast austur þar. Hinn sila- legi hagvöxtur á Vesturlöndum hefur valdið minnkandi eftir- spurn eftir útflutningsvörum frá Asíulöndum. Ennfremur hafa viðskiptahömlur reynst efnahagslífi þessara ríkja mjög þungar í skauti. Þannig hafa t.d. Japanir neyðst til að draga stór- lega úr bifreiðaútflutningi sín- um til Bandaríkjanna og ýmissa landa Evrópu, eftir að japanska bílaiðnaðinum hafði verið hótað vissum kvóta. Svartsýni ríkj- andi á bata Ýmis teikn eru á lofti um að afturkippurinn í efnahagslífi heimsins sé eitthvað annað og meira en aðeins tímabundin lægð, sem geti komið með vissu reglubundnu millibili. Margir sérfræðingar í efnahagsmálum eru nú komnir á þá skoðun, að nýtt og ef til vill langvarandi tímaskeið hins hægfara hag- vaxtar sé þegar gengið í garð. Herberg Giersch, forstöðumað- ur vestur-þýzku „Stofnunarinn- ar fyrir hagsýslu og viðskipti í heiminum" í Kiel hefur þetta um ástandið að segja: „Það verð- ur ekki unnt að koma aftur hreyfingu á staðnað efnahagslíf Evrópu fyrir lok þessa áratugs." Bandaríska ráðgjafafyrirtækið „Chase Econometrics" sem not- ar tölvumódel til þess að gera forspár um þróun efnahagsmála í heiminum, hefur sýnt fram á, að á árunum 1982—1991 muni hagvöxturinn í flestum iðnríkj- um verða að meðaltali aðeins 2—3%. Og það sem verra er, ráðgjafafyrirtæki þetta spáir því, að atvinnuleysið í Banda- ríkjunum og í Evrópu muni næstu tíu árin haldast á bilinu 8-9%. Slíkar spár koma eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir heila kynslóð Bandaríkjamanna og Evrópubúa, sem hafa upplif- að hina dæmafáu velsældartíma áratuganna eftir lok heimsstyrj- aldarinnar síðari. A góðæris- tímabilinu milli áranna 1950 til 1972 varð algengur meðalhag- vöxtur um 5% á ári og atvinnu- leysi hélzt undir 4%. Lífskjör stórbötnuðu, verzlun og við- skipti í heiminum blómstruðu sem aldrei fyrr. Viðskiptakrepp- ur voru vægar og stóðu stutt, þar sem ríkisstjórninrar voru þá teknar að öðlast sjálfstraust við að stýra efnahagslífi ríkja sinna á farsælan hátt. Hagvöxtur virt- ist svo auðfenginn og orðinn allt að því óhagganlegur réttur. Núorðið eru þessir góðu tímar að verða að fjarlægum minning- um einum saman. A öllum Vest- urlöndum standa heilu þjóðfé- lögin eins og steini lostin and- spænis sömu áleitnu spurning- unum: Hvað fór úrskeiðis? Hvað var það, sem gat snúið svo al- gjörlega velgengni milljóna manna við á minna en einum áratug? Hvað stendur í vegi fyrir efnahagslegum bata á Vesturlöndum? Bretland: Ekki batnar at- vinnuástandiö í Bretlandi og al- gengt er aö sjá verksmiöjur aug- lýstar til leigu eins og á myndinni til hægri. Kemur hagvöxtur eftirstríðsáranna aldrei aftur? Hálærðir fræðimenn, sem glímt hafa við þessar spurn- ingar, eru farnir að álíta, að hinn mikli hagvöxtur eftir- stríðsáranna kunni að eiga ræt- ur sínar að rekja til alveg sér- stakrar sögulegrar happastund- ar, skapaðri af sérstæðum að- stæðum, sem munu aldrei koma upp aftur. Sagnfræðingurinn Charles Maier við Harvard- háskólann í Bandaríkjunum hefur eftirfarandi um þetta að segja: „Áður hafði 500 ára sögu- leg þróun gengið um garð í Evr- ópu, alveg án þess að hagvöxtur festi nokkurn tíma raunveru- lega rætur sem ákveðið hugtak. Góðæri og hallæri virtust skipt- ast nokkuð jafnt á. Á 6. og 7. áratug þessarar aldar naut efnahagslíf Vesturlanda marg- víslegra hagkvæmra aðstæðna, sem við síðari tíma skoðun virð- ast algjörlega einstæðar." Þessi hagkvæmu öfl fólu m.a. í sér byltingu í landbúnaði, sem jók stórkostlega framleiðslu mat- væla og losaði sig jafnframt við heilan her landbúnaðarverka- manna, sem fluttust frá bænda- býlunum til borganna; öll tæki- færi til menntunar jukust á sama tíma geipilega, og svo var næg ódýr orka fyrir hendi. Peter Kenen, prófessor í hagfræði við Princeton-háskólann í Banda- ríkjunum, bendir þessu til við- bótar á, að hagvöxtur hafi stór- aukizt af því að „efnahagslífið Þýzkaland: Atvinnulaus fjöl- skylda horfir út um gluggann heima hjá sér og lítil von um aö úr rætist: Mannfjöldi sem nemur heilli þjóö er án atvinnu. Kórea: Einn af fáum sól- skinsblettum. Þótt launin séu lág, er mikil vinnugleöi ríkjandi og í staö- inn fyrir aö heilsa meö „góöan dag- inn“ segir fólk oft „vinna — vinna“. 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.