Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 12
ÞÆTTIR ÚR SÖGU SAGNFRÆÐI OG SÖGU- RITUNAR 11 Eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing Á sama hátt og Heródótos hefur verið kallaður „faðir sagnfræðinnar", hefur annar grískur sagnaritari, litlu yngri, verið nefndur „faðir vísindalegr- ar sagnfræði". Þetta er Þúkydídes. Hann fæddist í Aþenu um 460 f. Kr. og var af auðugu höfðingjafólki kominn. Faðir hans er sagður hafa átt gullnámu í Þrakíu og móðir hans var af þrakverskri höfðingjaætt. Þúkydídes skrifaði sögu Pel- opsskagastríðsins. Það hófst ár- ið 431 f. Kr. vegna deilna á milli Korintumanna, sem voru banda- menn Spartverja, og Korkyru- búa, sem voru í bandalagi við Aþeninga. Ekki leið á löngu uns Aþeningar og Spartverjar dróg- ust inn í átökin, sem þar með urðu að blóðugri borgarastyrj- öld, sem náði til alls Grikklands, en flest borgríkin voru í banda- lagi við annaðhvort stórveldið, Aþenu eða Spörtu. Styrjöldin varð langvinn, hún stóð fram til ársins 404 f. Kr., eða í tuttugu og sjö ár. Þegar á öðru ári stríðsins urðu Aþeningar fyrir því áfalli að drepsótt kom upp í borginni og olli miklu mannfalli. Leiðtogi Aþeninga, Períkles, lést af völd- um plágunnar árið 429 f. Kr. og sagan segir, að Þúkydídes hafi verið hætt kominn. Og árið 413 f. Kr. urðu Aþeningar aftur fyrir miklum hnekki er blómi hers þeirra var þurrkaður út á Sikiley. Þúkydídes var þátttakandi í styrjöldinni fyrstu árin, sem hún stóð. Árið 424 var hann val- inn til þess ásamt öðrum manni að stýra herflota, sem sendur var til Þrakíu og átti m.a. að leysa borgina Amfípólis úr um- sátri. Leiðangurinn mistókst og þegar hann kom aftur heim til Aþenu var Þúkydídes rekinn í útlegð. Næstu tuttugu árin, eða þar til styrjöldinni lauk, var hann á stöðugu ferðalagi um Peolopsskaga. Rit Þúkydídesar um Pelops- skagastríðið er í raun beint framhald af Sögum Heródótos- ar. Hann hefur frásögn sína með yfirliti yfir gríska stjórnmála- sögu á tímabilinu frá því Persa- stríðum lauk og þar til átökin á Pelopsskaga hófust, en megin- viðfangsefni hans er lýsing á átökum Aþeninga og Spart- verja. I upphafi verksins kemst hann svo að orði (ísl. þýð. Jónas- ar Kristjánssonar): 12 „Þúkydídes frá Aþenu hefur hér í samhengi lýst styrjöldinni milli Pclopseyinga og Aþeninga og skýrt frá því hvernig báðir aðilar háðu hana. Hann hóf verkið strax i upphafi stríðsins, því aö hann þóttist viss um að þctta mundi verða mikið stríð og meiri frásagna vert en nokk- ur annar ófriöur." Eins og fram kemur í þessum orðum Þúkydídesar hófst hann handa um söguritunina þegar í upphafi styrjaldarinnar. Hann hélt eins konar dagbók um gang ófriðarins frá einu tímabili til annars, lýsir einstökum orrust- um og bardögum af mikilli nákvæmni, greinir frá staðhátt- um og leitast við að sýna fram á samhengi sögunnar, orsakir og afleiðingar. Hann leggur mikla áherslu á að skýra sem réttast frá og lætur þess getið, hvort hann hafi sjálfur orðið sjónar- vottur að því sem hann segir frá, eða hvort hann hafi frá- sögnina eftir heimildamönnum, er sjálfir hafi verið viðstaddir og tekið þátt í atburðum. Þjóð- sögum, véfrettum og hjátrúar- sögnum hafnar hann. Sem sagnfræðingur á Þúkyd- ídes fátt sameiginlegt með Heródótosi. Hinn síðarnefndi var maður fjölfróður og skrifaði alhliða menningarsögu. Hann lagði megináherslu á að lýsa fólki, daglegu lífi þess, siðum og umhverfi, var oft gáskafullur í framsetningu og óð úr einu í annað. Þúkydídes var aftur á móti strangur í framsetningu sinni, þungur og oft allt að því leiðinlegur. Hann hélt sig að mestu við málefnið, styrjöldina sjálfa, og var þá oft djúpskyggn og bjó sýnilega yfir mikilli þekk- ingu. Skemmtilegustu kaflarnir í sögu hans eru þó þar sem hann leyfir sér að lýsa einstökum mönnum eða semur ræður, sem hann leggur söguhetjum sínum í munn. Þess var áður getið, að Þúkyd: ídes væri talinn faðir vísinda- legrar sagnaritunar. Hann hef- ur einnig verið nefndur upp- hafsmaður kennisögunnar (pragmatískrar sagnaritunar). Hann leit svo á, að sagan endur- tæki sig og því væri það hlut- verk sagnaritarans, að reyna að hafa áhrif á lesendur sína, kenna þeim að varast víti fram- tíðarinnar með því að efla skiln- ing þeirra á hinu liðna. Sjálfur lýsti hann verki sínu og mark- miðum með eftirfarandi orðum (ísl. þýð. Jónasar Kristjánsson- ar): „Heldur skyldu menn treysta því að það sem ég segi sé árangur af rannsóknum sem byggðar eru á hinum traustustu heimildagögnum, enda mun ég hafa komist svo nærri sann- leikanum sem krafist verður, ekki síst ef þess er gætt að um er að ræða löngu liðna tíma ... Nú er frásögn mín laus við allt þjóðsagnaefni, og mun það hafa i för með sér að hún þyki miður skemmtilcg. En ég er ánægður ef hún telst nytsamleg að dómi þeirra sem vilja öðlast réttan skilning á því sem áður hefur gerst, og nota það til skilnings á því sem síðar mun gerast samkvæmt venjulegum gangi mannlífsins. Segja má að AÞEMNGUR verk mitt sé ekki samiö til aö afla hylli nútíðar, heldur sé það ætlað til nytsemdar á komandi tímum.“ Þúkydídes var, eins og áður sagði, af auðugu fólki kominn og naut hinnar ágætustu menntun- ar á unga aldri. Hann hafði náin kynni af ýmsum þekktum heim- spekingum sinnar tíðar, einkum sófistum. Sjálfur leyfði hann sér heimspekilegar vangaveltur um lífið og tilveruna og þá ekki síst þá atburði, sem öðrum fremur mótuðu líf hans og starf, Pel- opsskagastríðið. Sá lærdómur, sem hann taldi að helst mætti draga af styrjöldinni var, að það að beita hervaldi væri hið sama og að misbeita því. Undir þetta ættu flestir að geta tekið. Pelopsskagastríðinu lauk með uppgjöf Aþeninga árið 404 f. Kr. Þá lauk lýðræðisstjórn í Aþenu en við tók fámennisstjórn að spartverskum hætti. Hinir nýju valdhafar áttu ekkert sökótt við Þúkydídes og sneri hann nú heim til ættborgar sinnar eftir tveggja áratuga útlegð. Og þar bjó hann uns hann kvaddi þenn- an heim árið 396 f. Kr. Sumir halda því fram, að hann hafi verið drepinn á eitri, en um það er flest óljóst. Ulfur Ragnarsson QUO VADIS Ung vildum við lífinu lifa ættjörð unna og hörðum höndum vinna. Styrk vildum við standa karlmenn í drenglund konur í blíðu börn í bernsku svo lengi sem gæfi Guð. Viijum við nú viljalaus fljóta af sællífi sunduretin og einmana ganga íótrúrra málvina hópi? Kjósum viðjörð helryki hulda og vansköpuð börn fyrir vanrækslu okkar?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.