Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1982, Blaðsíða 6
Hvað í veröldiimi eraó? hafði bæði í heimskreppunni miklu og á styrjaldarárunum verið haldið í svelti að því er varðar fjármagn, tækjabúnað og endingargóðar vörur handa al- mennum kaupendum. Heilu þjóðirnar þurftu einfaldlega að birgja sig upp aftur“. I>ýðingarmestu tímamótin í efnahagslífinu á árunum eftir stríð urðu ef til vill, þegar Sam- tök olíuútflutningsrikja (OPEC) fjórfölduðu olíuverðiö á árunum 1973 til 1975. Verð- bólgan, sem þá þegar hafði nokkuð látið á sér kræla á Vesturiöndum, tók nú að æða stjórnlaust áfram. A 6. og 7. áratugnum hafði verðlag hækkað að meðaltali um þetta 2—3% á ári í iðnríkjunum. En á árunum milli 1970 og 1980 snarhækkaði sú tala upp í 9%. Árið 1980 var verðbólgan kom- in upp í 13% í Bretlandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og á Ítalíu. Við og við hafa ríkisstjórnirn- ar reynt að halda verðlaginu í skefjum með því að draga úr peningamagni í umferð. Árang- urinn af þessum aðgerðum hef- ur hins vegar orðið sá, að efna- hagslíf viðkomandi landa hefur þráfaldlega tekið dýfur, en verð- bólguhjöðnun verið heldur lítil og skammæ. Þegar ríkisstjórn- irnar svo hafa reynt að örva hagvöxt á nýjan leik, hefur verðbólgan tekið stökk upp á við. Það er ósköp freistandi að kenna Samtökum olíuútflutn- ingsríkja (OPEC) um hina stöð- ugu verðbólgu, en sú skýring ein er ekki nægjanleg til þess að svara öllum þeim spurningum sem vakna í því sambandi: Af hverju ollu verðhækkanir á orku verðhækkunum og launa- hækkunum á bókstaflega öllum sviðum iðnframleiðslu? Af hverju hefur verðbólgan ætt áfram, jafnvel eftir að efna- hagslífið hefur hægt ferðina? Af hverju hafa Asíuríkin staðið orkukreppuna mun betur af sér en Vesturlönd? Verðbólgan er flók- ið fyrirbrigði Eftir því sem viðskiptafræð- ingar hafa gaumgæft rætur verðbólgunnar nánar, hafa þeir sannfærzt æ betur um, að hún sé alls ekki eingöngu hinn óumflýjanlegi fylgifiskur græðgi OPEC-landanna. Verð- bólgan er heldur flókið fyrir- brigði, sem sprettur bæði af orkuvandamálinu og af allmörg- um grundvallaratriðum í félags- Iegri þróun og í stjórnmálum, sem tóku að skjóta upp kollinum á velgengnistímabilinu eftir síð- ari heimsstyrjöld. Nokkur þýðingarmestu atrið- anna í þessari þróun eru: 6 Efnahagslegur afturklppur hefur ekki orö- iö jafn víötæk- ur og alvarleg- ur síöan í heims- kreppunni miklu uppúr 1930 Orku-víman Ódýr olia varð að- alhvati hinnar stórauknu fram- leiðslu eftir heimsstyrjöldina, en um leið olli hún því, að iðn- ríki heims urðu henni algjörlega háð í einu og öllu. Hið ofurlága olíuverð gerði það að verkum, að flestar verksmiðjur voru hann- aðar og byggðar næstum alveg án tillits til þess hve mikla orku þær gleyptu. í mörgum tilvikum létu iðnrekendur flóknar orku- frekar vélar leysa dýrkeypta verkamenn af hólmi. Heilu þjóð- félögin voru eins og í vímu, og eyddu og spenntu ódýrri orku í hvaða hégóma sem fólki datt í hug. Þegar svo olíutakmarkanir Arabaríkjanna skullu á 1973, stóðu Vesturlönd hættulega illa að vígi, því eyðslufrekar verk- smiðjur er ekki unnt að endur- byggja á stundinni, né heldur endurbæta einangrun og upphit- un íbúðarhúsnæðis á einni nóttu. Allir væntu of mikils. Ásamt því stóra stökki fram á við sem hagvöxtur á Vesturlöndum tók á ÞAR SKORTIR ALDREI FÉ Enda þótt hægt sé aö myrða allt mannkynið 15 sinnum hefur vopnafram- leiðsla aldrei verið meiri í heiminum og á því sviði skortir aldrei fé. fyrstu áratugunum eftir stríð, skall á heil flóðbylgja af kröf- um. Jafnt i Evrópu sem í Banda- ríkjunum fór almenningur að búast við og reyndar að krefjast beint regluþundinna kauphækk- ana og sífellt bættari lífskjara. Allur almenningur vænti þess af ríkisstjórnum sínum, að þær tryggðu honum gott og áhyggju- lítið líf með margvíslegum fé- lagslegum réttindum: ríflegum ellilífeyri, víðtækri ókeypis læknisþjónustu, námslánum, niðurgreiddum skólamáltíðum og atvinnuleysistryggingum. Þegar OPEC-löndin snar- hækkuðu olíuverðið, varð samt engin breyting á kröfugerð al- mennings. í stað þess að taka aðgerðir OPEC-landanna sem tímanna tákn um að nú tæki að draga úr lífskjarabótum, litu flestir Evrópbúar og Banda- ríkjamenn á þessa atburði sem hverja aðra óskammfeilni og hreinustu áreitni, sem fljótlega myndi líða hjá. Verkamenn kröfðust launauppbóta vegna hækkaðs orkuverðs og kaup þeirra var hækkað í skyndi. Kaupsýslumenn hækkuðu vöru- verð sitt til að mæta auknum kostnaði. Lífeyrisþegar og aðrir bótaþegar hins opinbera væntu þess að greiðslur til þeirra hækkuðu vegna hækkandi fram- færslukostnaðar. 1 sem stytztu máli sagt: Hækkuðu olíuverði var strax snúið upp í víðfeðma verðbólgu. Vaxandi rikisumsvif. Kröfurn- ar um verndandi aðgerðir gegn verðbólgunni hafa leitt til stór- aukinna ríkisútgjalda. Frá árinu 1960 hafa útgjöld ríkisins í helztu iðnríkjunum hækkað hlutfallslega úr 28% upp í 38% af heildar þjóðartekjum. Þótt skattar hafi hækkað stórkost- lega á þessu tímabili, hafa skatttekjurnar þó ekki bækkað til jafns við hin auknu ríkisút- gjöld. Svo að segja hvert einasta vestrænt land burðast með gíf- urlegan greiðsluhalla á fjár- hagsáætlunum hins opinbera. Þannig er t.d. búizt við því, að það skorti um 13% á heildar þjóðrtekjur ítala í ár til þess að mæta ríkisútgjöldunum. Halli á fjárlögum ríkisins hefur í öllum vestrænum ríkjum ýtt mjög undir stórhækkaða vexti, þar sem ríkið leitar í æ ríkara mæli inn á hinn almenna lánamarkað til að afla sér fjár. Það er mjög svo greinilegt, að vestrænar þjóðir eru nú staddar á varhugaverðum tíma- mótum. Almenningur verður að draga mjög úr félagslegri kröfugerð sinni og hverfa frá „meira-meira“ hugsunarhætt- inutn, sem svo mjög hefur stuðlaö að aukinni neyzlu og eyöslu, í stað þess að fjármunir væru lagðir til hliöar fyrir síð- ari tíma. Vestræn ríki verða aö draga stórlega úr ríkisútgjöld- um, koma böndum á verðbólg- una og lækka vexti. Það kann svo að fara, að heimurinn eigi aldrei afturkvæmt til tíma hins kröftuga hagvaxtar áratuganna fyrst eftir stríð, en með viðeig- andi efnahagsstefnu, sem framfylgt yrði af festu, gætu Vesturlönd aftur komizt á flot út úr núverandi langtíma efna- hagsþrengingum. Charles Alexander

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.