Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1980, Blaðsíða 11
HVER VAR STÚLKAN? Framhald af bls. 9. til mjög fróös manns í þessum efnum í Danmörku, sem ég þekkti, en það var fyrrverandi inspektor fyrir Fritlandsmus- eet í Kaupmannahöfn, doktor phil Kai Uldall, en þá vildi svo illa til aö hann haföi fengiö heilablæöingu og var mjög las- buröa. Af veikum mætti sendi hann mér þó kort og skýröi mér frá því, aö hann heföi sent erindi mitt til Nationalmuseet til athugunar. Ég hef nú fengið svar frá overinspektör við III deild Nationalmuseet í Kaup- mannahöfn en í því staöfestir hann aö málarinn F.C. Lund hafi aldrei ferðast til íslands. — Ennfremur skýrir hann svo frá, aö þar sem safnið hafi ekki haft upplýsingar um frummálverkið hafi þeir gert fyrirspurn til: „Kobberstiksamlingen ved Statens Museum for Kunst“; þaö hafi sent erindiö áfram til Nationalmuseet í Stockholm, en frá því hefur enn ekki borist svar. Svona stendur þá þetta málefni. Viö vitum nú að málverk F.C. Lund „En Pige fra Mööruvellir" er málað eftir ööru málverki, geröu af öörum málara á Mörðuvöllum einhverntíma fyrir 1854. Viö vitum einnig að F.C. Lund hefur haft frummálverkiö undir höndum árið 1854 og ef til vill eitthvaö síöar. Þá vakna nokkrar sþurningar, svo sem; Hver mál- aöi frummyndina, hvenær var hún máluð og hver var stúlkan og hvar er frummynd- in nú, ef hún er til enn? Rósa var á heimili amtmannsins á Möðruvöllum frá hausti 1813 til vors 1815. Á þessum tíma komu sjálfsagt margir útlendingar til Akureyrar og þá til amtmannsins á Möðruvöllum. — Þá bjó t.d. major Scheel á Akureyri, en hann fékkst hér viö landmælingar á vegum dönsku ríkisstjórnarinnar. Hann var í Reykjavík sumariö 1814, þegar Ebenezer Henderson kom hingaö frá Danmörku í leiöangur sinn og uröu þeir samferöa yfir hálendi íslands þá um sumariö, á leiö til Akureyrar. Sennilegt er aö Scheel hafi haft færa teiknara eöa málara í liöi sínu viö landmælingarnar en hann fluttist frá Akureyri til Danmerkur síðsumars 1814 og hlýtur hann aö hafa þekkt Pál Melsted, sem þá var viö laganám í Kaupmannahöfn. Ebenezer Henderson kom tvisvar noröur, sumariö 1814 eins og áöur segir og aftur 1815. — í feröabók hans eru teikningar af íslensk- um þjóðbúningum t.d. myndir á bls. 48—49 og lýsingar á bls. 79—80 í ferðabók hans. — Henderson fór héöan beint til Danmerkur áriö 1815. Það eru sjáanlega margir möguleikar og eitt er víst: Aö hér eftir getur það ekki talist nein goögá að fullyröa, aö nefnt málverk sé eöa í öllu falli geti veriö af Skáld-Rósu. Danir viröast hafa haft nokkurt dálæti á þessari mynd. Margir Danir hafa sent vinum sínum hana aö gjöf, enda er hún aö minni hyggju fallegasta myndin í „Akvarelle serien“ og hún er sumstaöar á opinberum stöðum í Danmörku, t.d. hefur doktor phil. Ólafía Einarsdóttir tjáö mér, aö hún hafi séö þessa mynd á vegg á veitingahúsi á Jótlandi. Nú seinast hefur danska póststjórnin tekið þessa mynd sem tákn íslands í Skandinavíu og þykir mér eðlilegt aö við fáum að vita svo sönn deili á henni sem kostur er á. Ég mun ekki sinna þessu málefni frekar en orðið er, en vilji einhverjir áhugasamir fræöimenn í listum, gera frekari athuganir, t.d. reyna aö finna frummálverkiö, þá er mér Ijúft aö láta þeim í té upplýsingar, sem ég hef safnaö. Aö síöustu þakka ég Halldóri J. Jónssyni viö Þjóðminjasafn íslands fyrir Ijósrit af þýsku og dönsku ritunum sem ég vísaöi til hér aö framan, og sem hann lét mér góðfúslega í té. Reykiavík íjanúar 1980. Jón Olafsson. Nytsamir sakleysingjar hefur þaö fólk verið nefnt, sem af góðu hjartalagi en litlu viti veitti braut- argengi útþenslustefnu Hitlers á fjórða áratugnum og síðan Rússa eftir styrjöldina, með þeim hætti að krefjast afvopnunar vestrænna lýöræðisríkja, án þess að geta tryggt hliðstæöa afvopnun and- stæðinganna né haft nokkra mögu- leika til að flytja boöskap sinn í þeim herbúðum. Ferill nytsamra sakleysingja, sem einnig kalla sig fridarsinna er blóði drifinn. Það var þetta fólk, sem á fjórða áratug aldarinnar kæfði hverja rödd, sem varaöi við andvaraleysi og undan- látssemi við Hitlers-Þýzkaland. Það bar því ekki lítinn skerf af ábyrgð- inni á Síðari heimsstyrjöldinni. Nytsamir sakleysingjar og frið- arsinnar fjórða áratugsins eiga sér þó meiri málsbætur en sama fólk nú. Menn höfðu ekki raunhæfa reynsu af brigðmælgi nazista né kommúnista. Hvorugir höfðu sýnt óumdeilanlega í verki, að þeir lifðu staðfastlega í þeirri skoöun að tilgangurinn helgaöi meöalið og þeim bæri bókstaflega skylda til aö hafa orð sín og heit að engu, ef það þjónaði hugsjón þeirra. Bæði Hitler og Stalin reyndist á þessum árum auðvelt að villa um fyrir almenningi með yfirlýsingum um að þeir hygöu ekki á útþenslu ríkja sinna. Hitler kvaöst einungis ætla að reisa Þýzkaland úr rúst styrjaldarinnar og kregpunnar, en Stalin að tryggja Sovétríkin gegn árás. Þegar Hitler taldi tíma til kominn að sýna sitt rétta andlit, og kallaði heim friöardúfur sínar, höföu lýð- ræðisríkin engan tíma til stefnu. Heimsstyrjöld var óhjákvæmileg. Fyrir tilstilli friðarsinna, sem höfðu gengið í sakleysi sínu erinda Hitl- ers, varð alþýða lýðræðisríkjanna að ganga með trébyssur móti Þeir vilja frið, en valda stríði fallbyssum nazista. Þessi heims- styrjöld væri ekki skollin á enn, ef raunhæft mat í stað draumóra hefði ráðið málum í lýðræöisríkjun- um. Þaö var hlegið aö blaöa- mönnum, eins og Douglas Reed, sem staðhæfðu aö hinar fjölmennu og velskipulögöu fylkingar þýzkra íþróttamanna væru í raun fylkingar herþjálfaðra manna, sem þyrftu ekki annað en skipta um klæöi og griþa upp falda þyssustingi til aö hefja styrjöld. Þekktara er þó dæmið um Churchill, sem var aðhlátursefni nytsamra sakleys- ingja og friðarsinna á þessum árum. Chamberlain var þeirra maður. Utan örfárra skarpskyggnra lýðræðissinna, voru kommúnistar þeir einu, sem skildu nazista og vissu hvers var að vænta af þeim. Þeir hugsuðu sjálfir nákvæmlega eins. Ferill rússnesku kommúnistanna við útfærslu ríkis síns er alger hliöstæöa við feril þýzku nazist- anna nema þeir hafa gefið sér meiri tíma og varast þá skyssu, sem nazistarnir geröu að reiöa sverðið svo hátt til höggs, að þeir gátu ekki slíörað þaö aftur og sent á loft friðardúfur milli högga. Kommún- istar hafa notað friöardúfurnar og sverðiö á víxl og þeir hafa sýnt miklu meiri klókindi í röksemda- færslu fyrir aðgerðum sínum. Rök þeirra runnu eins og Ijúffengur drykkur ofan í nytsömu sakleys- ingjana. í „varnarskyni“ sögðust þeir gera vináttusáttmála við naz- istana, sem þeir höfðu marglýst sem ósættanlegum erkiféndum, „sósíalskt ríki veröur aldrei árás- arríki, “ sögðu þeir en réöust svo í varnarskyni á Finna og unnu það níöingsverk að skjóta Pólverja í bakið. Þegar Pólverjar voru af veikum mætti að verjast Þjóöverj- um að vestan. Meðan þeir stóðu höllum fæti ístyrjöldinni lofuðu þeir Bretum og Bandaríkjamönnum öllu fögru um frelsi til handa þjóðum, sem nazistar höfðu kúgaö undir sig og nörruöu Bandaríkjamenn, til að hinkra við á vesturvígstöövunum meöan þeir væru að leggja undir sig hálft Þýzkaland austan frá. Það þarf e'kki að nefna, að Rússar sviku öll sín loforð purkunarlaust. Úr því aö Finnland, Eystrasaltsríkin, Pól- land, Tékkóslóvakía, Rúmenía, Ungverjaland og Austur-Þýzkaland hafa ekki nægt til að hinir nytsömu sakleysingjar og friðarsinnar hafi áttaö sig á að saga Hitlers-Þýzka- lands er að endurtaka sig fyrir augunum á okkur, þá skyldi enginn ætla að þeir hrökkvi við útaf Afganistan, enda heyrast þegar raddir um, að viö megum ekki láta þá árás verða til að afvopnunar- viðræður leggist af. Rússar lögðu undir sig Afganistan í varnarskyni. Ásgeir Jakobsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.