Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1980, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1980, Blaðsíða 2
r Smásaga tryggður heimanmundur en við getum varla aliö þau á stoppugarni eöa sápu fram að brúðkaupi eða s embættisprófi og rakblöð hafa reynst mannslíkamanum miður holl, nema þá í einstaka tilvikum. Þá er skiljanlegt, að ég verði stöku sinnum hálfóþolinmóður, þó ég sé yfirleitt talinn rólyndur. Oft verð ég þess var, að ég lít kanínurnar öfundaraugum, þegar þær láta fara vel um sig undir boröinu og eru í mestu makindum aö naga gulrætur og deyfðarlegt augnatillit flóðhestsins, sem eykur stöðugt á leðjuna í baðkerinu, kemur mér stundum til að reka út úr mér tunguna framan í hann. Skjaldbakan tyggur salatblöðin meö heimsþekilegri ró, allsendis grunlaus um þær þrár, er valda mér hugarangri: löngun í ilmandi kaffi, tóbak, brauð og egg og þessa notalegu hlýju, sem brennivínið framkallar í kverkunum á áhyggju- fullum mönnum. Einasta huggun mín er þá Belló, hundurinn okkar^ sem geispar af hungri líkt og ég. Eg verð að gera mér far um að stilla mig, ef síðan birtast óvæntir gestir: órakaöir menn eins og ég eða mæður meö börn, sem fá volga mjólk að drekka og bleytta tvíböku að borða. En mér heppnast að taka því með jafnaðargeði, aðallega vegna þess að annað er ekki eftir í eigu minni. Þeir dagar koma, þegar ég fæ vatn í munninn við að sjá nýsoðnar, gular kartöflur; ég neyðist til að játa með nokkrum kinnroða, að þeir tímar eru löngu liðnir, þegar kjarngóður málsveröur var fram- reiddur á hiemili okkar. Einu máltíð- irnar eru snarl, sem við snæðum standandi ásamt dýrum og mann- legum gestum. Sem betur fer er svo komiö, aö konunni minni er fyrst um sinn meinað að kaupa óþarfa hluti, viö erum peningalaus og laun mín hafa verið tekin fjárnámi um ófyrir- sjáanlegan tíma; sjálfur neyðist ég til að fara á kvöldin í fjarlæg úthverfi, í dulargerfi, sem gerir mig óþekkj- anlegan, og selja rakblöð, sápu og hnappa undir kostnaöarveröi, því hagur okkar er orðinn ískyggi- legur, en samt eigum við nokkra tugi kílógramma af sápu, þúsund- ir rakblaöa og hnappa af öllum gerðum. Undir miönættið skjögra ég heim og tíni peninga upp úr vösum mínum: börnin mín, dýrin og konan mín þyrpast stóreyg kring- um mig, á leiöinni hef ég oftast nær keypt í matinn: brauö, epli, feitmeti og kaffi, einnig kartöflur, sem bæði börn og dýr eru afar sólgin í og seint um nótt söfnumst viö saman og snæöum málsverö glöö í bragöi: allt umhverfis mig eru ánægö dýr og ánægð börn, kona mín brosir til mín og við látum stofudyrnar standa opnar, svo að flóðhestinum finnist Ég hef ekki neitt á móti dýrum, merfer einmitt vel við þau og mér finnst ósköp notalegt á kvöldin aö klóra hundinum okkar með köttinn í kjöltu mér. Ég hef gaman af að horfa á börnin gefa skjaidbökunni úti í horni, jafnvel flóðhesturinn litli í baðherberginu er orðinn mér kær og kanínurnar, sem hlaupa um í íbúðinni, koma mér ekki lengur úr jafnvægi; auk þess er ég oröinn því vanur aö koma heim á kvöldin og hitta fyrir óboöinn gest: tístandi unga eða flækingshund, sem kona mín hefur skotiö skjólshúsi yfir, því kona mín er góöhjörtuö kona, hún úthýsir engum, hvorki manni né dýri. Þegar börnin okkar fara með bænir sínar á kvöldin eru þau vön að biðja aö lokum: Góöi guö, sendu til okkar betlara og dýr. En það sem mér þykir einna verst er, aö kona mín er gjörsam- lega varnarlaus gagnvart götusölum og varningskörlum. Þannig safnast fyrir hlutir, sem að mínu mati eru algjör óþarfi, eins og sápa, rakblöð, burstar og stoppugarn, og í skúffum er að finna skjöl, sem gera mig dálítiö spenntan á taugum: Alls konar vátryggingarskjöl og kaup- samningar. Synir mínir eru með námstryggingu og dætrunum er eftir HEINRICH BÖIL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.