Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1980, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1980, Blaðsíða 7
Baobab tré Viö rætur hæöarinnar óx baobab tré, sem var barkrifiö aö neöan eftir fíla. Þetta tré er mjög sérkennilegt og glæsilegt innan um lágvaxnar akasíur og greinótta runna sléttunnar. Baobabtré geta oröiö mörg hundruö ára gömul. Taliö er aö gömul tré geti ofþornað og í þeim oröiö sjálfsíkveikja. Og menn hafa jafnvel haldiö því fram, aö slík tré geti sprungiö af innvortis gerjun. Tréö er aðsetur ýmissa dýra og er heill heimur af lífi. En einnig fylgir því ýmis hjátrú, því innfæddir töldu aö í því byggju andar. Guö plantaði því öfugt, segja svertingjarnir. Þegar þaö er laufvana er eins og ræturnar snúi upp og bolurinn er jafnvel breiðari aö ofan en neöan. Á ööru tré má enn sjá nafn Livingstones, sem hann risti í bolinn, en hann fór hér um á leiö sinni um Beduínaland á miöri síöustu öld. Viö skoðuðum tréð meö lotningu, en ókum síöan út á sléttuna, þar sem hjaröir dýra reikuðu um. Dýrin á gresjunni Vörtusvín hlóp um meö sérkennilega mjóa rófu, sperrta í loft upp eins og loftnetsstöng á skriðdreka í eyöimerkur- hernaöi. Gíraffar stóöu uppi viö akasíu- trén, og langir hálsar og lappir duldust af greinum og stofnum trjánna. Dýrin stóöu kyrr og fylgdust meö feröum okkar. En svo kom hreyfing á þessa löngu limi, og þau skokkuöu af staö meö svífandi fótatökum og hurfu inn í runnana. Hjörö af fílum reikaöi milli brotinna og bældra trjáa. Fílarnir spörkuöu upp jaröveginum viö trjástofninn, þar til þeir komu niöur á rætur, sem þeir gátu náö tangarhaldi á meö rananum. Þá slitu þeir rótina viö stofninn og drógu hana upp eins og togað væri í langan jaröstreng unz endinn slitnaði. Síöan vööluöu þeir rót- inni upp í sig og stungu endunum inn fyrir varirnar eins og ítali aö éta spaghetti. Svona fílahjörö gerir mikinn usla á runnagróöri gresjunnar. Landiö veröur ömurlegt yfir aö líta, allt þakiö flakandi trjám og upprifnum runnum, en á milli er útvaöinn grár leir af djúpum fílasporum, sem hafa harönaö í þurrkinum og er mesta torfæra. Stór svartur veggur úti á sléttunni reynist vera hjörö af vísundum. Þarna eru yfir 100 dýr í hópi. Illilegir tarfar eru útveröir sem gæta ungviðis hjaröar- innar. Þeir öskra og ragna þegar nær er komið. Mannýgir vísundar eru stórhættu- legir og meöal illvígustu skepna Afríku. Svart- og hvítröndóttir zebrahestar eru styggir og viröast alltaf á varöbergi. Þegar bíllinn stöðvast eru þeir samstund- is roknir af staö, enda er hér veiöiland og þeir eru eltir jafnt af Ijónum og mönnum. Ýmsar antilóputegundir eru hér á beit hvert sem litiö er. Impalahjarðir skjótast inn á milli runna. Þetta eru lítil og snotur rauðbrún dýr. Karldýrin eru meö mjóum íbjúgum hornum og einkennandi eru dökkar rendur aftan á lendum og dökk mön á löngum dindli. Þarna er eland- antilópa meö snúnum beinstæöum horn- um, móbrúnt dýr, meö hnúö á baki. Hjörö af gnú-antilópum (wilderbeest) tekur á rás. Dýr þessi eru meö fax eöa hárbrúska á heröakambi, kýrlaga horn oq brokka harkalega út eftir gresjunni. Á undan okkur fer hópur bavíana. Stórt karldýr með myndarlegan axlarsvip og hundsleg- an haus ræður yfir hópnum, en honum fylgja smærri karldýr og kvendýr meö unga á baki. Þau eru á leiö í náttstaö uppi í stóru tré viö ána. Rautt sólarlag litar himininn á þessu kyrra afríkukvöldi. Viö ökum heim í tjaldbúðirnar, stefnum á bjarmann af eldinum, sem innfæddir hafa kveikt utan viö þær. Eftir viöburöaríkan dag er setiö úti viö eldinn. Viö Sigrún kveöum nokkur íslenzk rímnalög. Innfæddir, sem hafa verið viö eldamennskuna, leggja viö hlustir og bætast í hópinn. Síðan hefja þeir upp Dr. Sturla Friöriksson og Sigrún Laxdal kona hans viö Cessnuna. Gulnefja, íbisstorkar og marabústorkar eiga sér hreiöur í runnum á eyjum í Okavango-fenjunum. raustina. Ein konan syngur fyrir og hinar taka undir stefiö í kór. Þau raöa sér upp á eftir forsöngvara, og stíga viö stokk meö hnjábeygjum, handasveiflum og klappi. Domba — Botsvana — og leiösögumenn okkar taka undir. Söngurinn ómar út yfir skóglendiö og yfirgnæfir hiö heföbundna næturkvak dýranna. Ljón á vegi Einn daginn þræöum viö þurra slóö og hjólin ausa upp lausum sandi og þyrla ryki. Innan tíöar fer aö rigna. Þá veröur leirinn aö eöju og slóöin hverfur, landiö rennur út í eitt og hylst grænu grasi, runnarnir blómstra og trén grænka. Þaö kemur vöxtur í ána og hún flæðir yfir bakka sína. Trén standa þá umflotin sem eyjar og hjaröirnar, sem nú hafa safnazt saman aö vatnsbólum, dreifa sér út um sléttuna. Hann hangir enn þurr, en veðrabrigði eru í aösigi. Hjarödýrin eru hvarvetna, en viö reynum aö leita aö Ijónum. Á stöku staö fljúga gammar hátt í lofti. Fylgzt er með þeim því þeir sjá fljótt hvar æti er aö finna, en þeir hafa ekki aö þessu sinni safnazt saman yfir bráö neinna Ijóna. Ljón ó veginum í bókstaflegri merkingu. Mæti gangandi maöur óvænt Ijóni, þykir ráölegast aö nema staöar í þeirri von aö Ijóniö láti undan síga, eöa mjaka sér hægt afturábak og gefa þarmeö Ijóninu kost á því sama. Þaö eina, sem ekki má gera, er aó taka til fótanna. Viö leggjum lykkju á leið okkar og förum eftir fáförnum vegi. Allt í einu birtist stórfengleg sýn, óvæntur vegar- tálmi. Á miöri brautinni mætum viö sjálfum konungi dýranna. Hér má meö sanni segja aö Ijón hafi orðiö á vegi okkar, og þaö engin smá smíöi. Stórt makkamikiö karlljón skýtur á okkur gulum, gneistandi augum og dinglar svörtum skottbrúski til aövörunar vegna þessa óvænta áreitis. Viö nemum staöar, og brátt lygnir Ijóniö aftur augun og hallar sér værðarlega á hliðina. Þaö lætur ekki þessa umferð raska ró sinni. Viö myndum þaö í bak og fyrir, förum út úr slóðinni og tökum langan sveig um þennan stað, sem konungi dýranna þóknast að nota sér til hvíldar. Aö lokum yfirgefum viö Ijónið full lotningar, þar sem þaö liggur enn og flatmagar á brautinhi. Flug yfir gresjuna Viö höldum áleiöis heim í tjöldin, því enn ætlum viö að færa okkur um set. SJÁ BLS. 14. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.