Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.02.1980, Blaðsíða 6
Viö kofa innfæddra Viö höfum dvalizt hér viö fenin nokkra daga og kynnt okkur aðstæður og rætt viö sérfræðinga, sem fást við rannsóknir á lífríki plantna og dýra. En það er einnig fróðlegt að kynnast háttum innfæddra manna á þessum slóðum. Hér eru nokkrir eintrjáningar í flæðarmálinu, nauðsyn- legir farkostir til veiöa og feröalaga um fenin. í skugga stórra trjáa eru þrír leirkofar með stráþaki umluktir reyrgerði. Utan dyra hangir þurrkað antilópukjöt á stagi og rám. Það er rist í mjóa þvengi og nefnist boldang. Innfæddir skera sér hönk og snæða með mjölmatnum. Grjón og rætur eru að bakast í svörtum potti á hlóðum. Innanstokks eru nokkrir trjákoll- ar, riðnar körfur og sefmottur, sem sofið er á. Þetta fólk lifir einföldu lífi, en það virðist sælt og hraustlegt. Hér ríkir ekki offjölgun og hungursneyð, en veikindi og slys geta auðvitað borið að höndum. Innfæddur veiðimaöur hefur meiðzt illi- lega, og hann er fluttur að flugvélinni og fariö með hann til læknis í Maun, sem er smáþorp í útjaðri fenjanna. Viö erum einnig á förum, siglum á báti út að flugbrautinni. Cessna-flugvél flytur okkur í norðaustur frá fenjunum yfir að náttúru- verndarsvæðum nyrst við landamæri Zimbabwe-Rhodesiu. Fílar og vísundar reika um þurra mörkina og vélin raskar ró þeirra, þegar hún svífur yfir hjarðirnar. Við lendum á grasvelli við Savuti-kílinn, sem rennur i Chobe-ána, og síðan ökum við yfir sendið land í átt að nýjum dvalarstað þar sem menn hafa búið um sig í tjöldum. Tjaldbúöir viö Savuti Lágvaxnir runnar vaxa meðfram braut, sem liggur frá rjóðrinu að tjaldstæðinu. Á leiðinni förum við framhjá fallinni bráð eftir næturveiðar Ijóna og gamma sitja yfir sleiktum beinum. Sjö tjöld hafa verið reist hér upp á lækjarbakka. Fíll gengur upp á milli tjaldanna og gerir sig allheimakominn. Slíkar heimsóknir end- urtaka sig þráfaldlega á meðan við dveljumst þarna og einstaka Ijón hefur einnig sést ganga í gegnum tjalbúðirnar. Viö ökum aftur út aö kílnum og horfum á fíia hakka í sig runnana. Landið er ofbitið. Hingað aö þessu þrönga vatnasvæði safnast allar hjaröir gresjunnar á meðan þurrkatíminn stendur sem hæst. En þegar tekur að rigna eftir nokkra daga dreifast hjarðirnar aftur. Við sjáum flóð- hesta svamla í vatninu og fíl koma niður bakkann til að ná sér í vatnssopa. Sagt er að hann geti þambað um 200 lítra í einu. Bavíanar eru hoppandi annars vegar, þeir snuðra eftir sporðdrekum og fræjum og leita hver öðrum lúsa. Við höldum aftur að tjöldunum, nóttin skellur á. Villisvína- kjöt er tilreitt og við drekkum kaffi úti viö opinn eld. Það rignir svolítið um nóttina. Ég hrekk upp af beddanum af værum svefni við skrölt og glamur. Eitthvað er á seyöi úti í náttmyrkrinu, en ég læt það afskiptalaust. Bezt er að láta sem minnst á sér bæra og fyrir alla muni að kveikja ekki á luktinni, því sagt er að flóðhestar espist við Ijósið. Viö dögun sézt að greifingi hefur komizt inn í eldhústjaldið og rótað niður pottum og pönnum í matarleit. Vatnabukkur er á beit niðri við lækinn við tjaldið. Athugun á lífshögum Ijóna Við fáum okkur tesopa og förum svo í skoðunarferð með ungum náttúrufræð- ingi og leiðsögumanni, sem við köllum Krissa. Á leiöinni út á mörkina mætum við mönnum sem eru að gera talningu á fjölda testseflugna eftir skordýraeiturs- dreifingu. Þeir segjast hafa heyrt í Ijónum. Krissi sér spor, rekur þau og finnur svo karldýr liggjandi í skugga af tré, síðan sjáum viö átta Ijón bæöi Ijónynjur og ung karldýr. Við stöndum lengi við bæli þeirra og skoðum hátterni þeirra og myndum. Ein Ijónynjan er merkt með hálsbandí. Krissi þekkir hana og veit að hún er í © Efri myndin: Innfæddir skordýrafræðingar athuga fjölda tsetsefiugna eftir úöun meö eitri. Flugur þeasar bera sýkla, er valda svefnsýki og þessvegna eru mennirnir varöir gegn stungum. Neöri myndin: Sturla Friöriksson fyrir framan einn kofann í Botswana. Innfæddir búa í stráþöktum leirkofum. Stoöir standa utan veggja og halda uppi þakinu. Dr. Sturla Friöriksson LEIÐANGUR UMFEN OG GRESJUR AFRÍKU Síðari hluti sárum eftir að hafa misst hvolp sinn. Hann haföi gerzt of nærgöngull við eitt karlljóniö í hópnum, sem ekki þoldi áreitnina og veitti hvolpinum áverka sem leiddi til bana. Þarna skammt frá komum við auga á skjaldböku, gulbrúnn skjöldur- - inn hlífir henni gegn þurrki og árásum, þeim tveimur höfuðóvinum svæðisins. Brátt er ekið fram á dauðan vísund, sem hefur veriö drepinn af Ijónum. Inni í hrísinu eru nokkrir vísundar á beit, og bavíanar hoppa inni á sviðinni sléttu. Eldar hafa farið hér um og eytt sinu og brennt runna, en fílar brotið svo trén að landið er eyðilegt og ofbeitt yfir að líta. Villa á gresjunni Okkur fýsir að sjá meira af þessu landi og förum lengra út á mörkina til þess að skoða hjarðir af zebradýrum, gíröffum og vísundum og beitiland þeirra, þar til við uppgötvum, okkur til mikillar hrellingar, að við erum orðin villt úti á hinni víðáttumiklu sléttu. Það sem verst er, okkur hefur láðst að hafa vatnsbrúsa með'í förinni, sem þó er alltaf fastur vani sléttufara að hafa meöferðis. Þaö er óhugnanlegt aö vera kolvilltur á enda- lausri sléttu inni í miöri Afríku. Ekkert kennileiti er sjáanlegt til viömiöunar. Sólin er í hvirfilpunkti, heit og brennandi og ógnar með uppþurrkun öllu lífi, sem ekki nær að draga sig í hlé. Ýmis veiðidýr eru hér allt um kring, en við erum vopnlaus og gætum ekki aflað okkur matar, ef í raunir rekur. Krissi ieiðsögu- maður hefur aöeins verið hér í nokkra mánuöi og er lítið staðkunnugur, gáska- fullur strákur, áræðinn, en glannalegur. Nú hefur hann farið allt of langt út frá slóöinni, hringsólaö með okkur um runna og rof, og krækt fyrir hrjúft fílatraðkið í leirnum, sem hvarvetna er farartálmi fyrir bíl. Við höfum snarsnúizt svo í leit aö Ijónum og skoöun á gróðurskemmdum aö ógjörningur er aö átta sig á staðsetn- ingu. Viö lítum til baka til að leita hjólfara en furöu fljótt mást förin út í þurrum leirnum, og hjólin marka ekki í harðan svörð gresjunnar, sem er útspörkuö af ótal klaufum og hófum hjarðdýranna. Ég er með áttavita, en þaö hjálpar lítið því ekkert kort er með í förinni, engin kennileiti til viðmiðunar, og Krissi veit ekki í hvaða átt við ókum út frá búðunum. Úti við sjóndeildarhring sést skógarjaöar. Ákveðið er að stefna þangað til þess að komast í skugga. A leiðinni þangað rekumst við á bílaslóð. Við fylgjum henni til austurs og komumst loks á rétta leið. Því líkur léttir. Við vorum farin að örvænta um okkar hag. Rætt var um að flugvélar myndu ef til vill hefja leit að okkur. Við vorum svo sannarlega fegin að komast í tjaldbúðirnar. Teikningar eftir búskmenn Á einum stað á sléttunni eru kletta- hæðir, sem rísa upp handan við kílinn. Þangaö er ferðinni heitið einn daginn til þess aö skoða ristur og myndir, sem búskmenn hafa teiknað á hamravegginn. Við gengum inn um runna við rætur hæðarinnar upp í uröina. Ég hafði orö á því að þetta væri tilvalið snákabæli, og viti menn Krissi hafði gengið í farar- broddi. Hann rekur nú snögglega upþ varnaöaróp og hleypur upp á klett. Fyrir framan hann var kolsvört eiturslanga (nefnd mamba). Slöngur þessar geta oröiö mjög langar og eru ekki frýnilegar því þær eru baneitraöar. Þessi forðaði sér og hlykkjaðist áfram niður eftir urðinni og hvarf í fylgsni inni í runnunum. Viö fikruðum okkur upp klettinn upp að hellisskúta. Á sléttum hamravegg voru myndir af dýrum, sem taliö er að geti verið allt aö 4000 ára gamlar, og eru handverk búskmanna. Þær lýsa vel stööu dýra og hlaupum þeirra. Eru þær teiknað- ar meö gulum og rauðum litum og sumar skyggðar, til þess aö sýna þrívídd dýrsins. Slíkar myndir eru minjar um tilveru manna í þessu landi um þúsundir ára.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.