Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 8
Þegar EDITH PIAF dó, var hún sárt syrgð í Frakklandi, því enginn þarlend- ur listamaður var eins ástsæll og litla söngkonan með ein- kennilegu röddina. Líf hennar var þó enginn dans á rós- um og þessvegna var dauðinn sem líknandi engill, þegar leið að lokum. Allt Frakkland grét, þegar Edith Piaf dó. Þessi smávaxna kona var gædd söngrödd, sem átti sér engan líka og hún var elskuð meira en nokkur annar listamaður samtíða henni. Edith er því fólki, sem kynntist söng hennar enn í fersku minni, og það harmar hversu skammlíf hún varð, en fyrir hana sjálfa kom dauðinn eins og frelsandi engill. Það eru ekki ýkjur heldur bláköld staðreynd, að Edith Piaf fæddist í göturæsinu árið 1915 á dimmri og kaldri desembernótt. Viðstaddir fæöinguna voru faðir hennar og lögregluþjónn, sem var svo hugulsamur aö lána frakkann sinn til að sveipa í hvítvoðung- inn. Móðir Edithar var götusöngvari, sem átti sér ekkert skjól til aö ala í barn sitt. Faöir Edithar starfaöi einnig á götunni; sýndi þar fimleikakúnstir. Hann var í stuttu leyfi frá herþjónustu, Fyrri heimsstyrjöldin var í algleymingi, þegar Edith fæddist. For- eldrar Edithar höföu þannig engar aö- stæöur til aö búa henni heimili og þaö varð þeim fangaráð, að koma henni í fóstur hjá móðurforeldrum hennar. Efa- laust hefur afa hennar og ömmu þótt vænt um hana, en þau voru bláfátækir alkóhólistar og ólu barniö á víni og vatnsgraut. Þessa fæöu taldi afinn holla og styrkjandi. Þegar faðir Edithar aö ári liönu kom til aö heilsa uppá barn sitt, ofbauð honum aö sjá, hversu veikburða og vannærö dóttir hans var. í örvæntingu sinni leitaöi hann til móöur sinnar, sem var eldabuska í vændishúsi og hún tók barnið aö sér. Edith var eins árs, þegar hún fluttist í þessi heimkynni failinna kvenna, eins og þær konur eru kallaöar, sem gera vændi aö atvinnu sinni. Hún var þá ekki bara sjúk af vannæringu heldur einnig blind. Konurnar í vændishúsinu létu sér umhugaö um þessa litlu telpu og gáfu sig © allar viö, aö sýna þessum lita og hjálparvana veslingi óeigingjarna um- hyggju og ástúö. Þær bitust um aö fá aö sinna henni og þegar þeim varö Ijóst, aö hún var steinblind, ákvaóu þær aö leita til helgidýrlinga sinna og biöja þá aöstoöar. Edith fékk sjónina aftur og sjálfsagt hefur það verið meira aö þakka hjúkrun og umhyggju en bænahaldinu. Þaö hefur þó efalaust veriö áhrifamikil sjón aö sjá þessar föllnu konur ganga í skrúögöngu um bæinn með tendruö kerti og helgisvip á andlitum sínum á leið í bænahús aö ákalla dýrlinga. Þær sögu seinna, aö þær heföu fengið aö handa frá dýrlingum sínum ákveöið loforð um aö Edith fengi sjónina aftur á tilteknum degi — og þann dag fékk Edith sjónina, sögöu þær. Æskuárin í vændishúsinu Edith átti all-góöa ævi þau árin sem hún bjó í vændishúsinu. Hún var aö byrja í skóla, þegar faöir hennar aö lokinni styrjöldinni kom og sótti hana. Edith átti aö vinna fyrir hann; fylgja honum eftir á götunni, þar sem hann lék listir sínar og safna saman peningum, sem fleygt væri til hans. Edith hefur lýst því, hversu ógnarþreytt hún var margt kvöldiö á þessum árum. Oft þurftu þau feögin að labba margar mílur yfir daginn til aö þeim safnaðist nóg skotsilfur fyrir mat. Þetta var ótryggt líf fullt daglegum kvíöa en samt átti Edith sér huggun í félagsskapnum viö föður sinn. Þau losnuöu bæöi viö einmanaleika og fundu aö þau áttu saman. Þegar Edith eltist varð þeim fjöllyndi hans í kvenna- málum að ágreiningsefni, hann var sífellt aö skipta um lagskonur. Þaö kom fyrir aö Edith þoldi ekki einhverja þeirra og þá upphófst mikil rimma. Þá varö þeim feðginum og til sundurþykkis, aö Edith byrjaöi aö syngja á götunni og knæpum og henni gekk vel. Faðir hennar varö öfundsjúkur og heimtaði að hún skilaði honum því, sem hún fengi fyrir sönginn. Þegar Edith var að veröa fimmtán ára, kom til svo mikilla átaka meö þeim feðginum, aö hún yfirgaf fööur sinn fyrir fullt og allt. Hún var viss um, aö sér tækist aö bjarga sér, þar sem hún var öllum hnútum kunnug oröin sem götu- söngvari; vissi á hvaöa knæpum, torgum eða bæjarhverfum vænlegast var aö syngja í þennan eöa hinn tímann. Þetta var nú einu sinni sá heimur sem hún gerþekkti... Einn elskhuginn af öðrum Simone, hálfsystir Edithar hefur lýst því, hversu áræöin og sjálfsörugg Edith var á þessum árum, en þær systur kynntust um þær mundir, sem Edith yfirgaf fööur sinn. Simone var tveimur árum yngri en Edith „og ég var bæöi veikluleg og taugaóstyrk, en hún tók mig aö sér og sagöi, aö vió skyldum þola saman súrt og sætt; ég ræö þig til mín, sagöi hún og tók mig síðan meö sér út á götuna, þar sem viö áttum aö syngja og þéna peninga." Edith dreymdi stóra drauma um frægö og ríkidæmi. Hún ræddi oft viö systur sína um fína bílinn, sem þær myndu kaupa sér og fataskáp- ana fulla af fínustu klæöum og þjónustu- fólk á hverjum fingri. Simone fór sér hægar í loftkastalasmíöinni, en lét þó jafnan tilleiöast aö taka þátt í draumum Edithar. Þaö var vissulega Ijúf tilhugsun, aö sá dagur kæmi, aö þær gætu flutt úr sóöalegu hótelherbergi sínu og þeirra biöi lúxuslíf. Systurnar bjuggu og störfuöu saman, þrátt fyrir aö Edith liföi mjög fjölbreyttu ástalífi og ætti sér einn elskhugann af öörum. Þær systur sváfu saman í rúmi og oft samrekkti þeim karlmaöur. Þegar Edith varö barnshafandi þurfti hún enn meir en áöur á systur sinni aö halda. Þaö haföi ekki vantaö rómantíkina og ástina hjá Edith og barnsfööur hennar til aö byrja meö, en fljótlega rénaöi ástin og sambandið viö barnsföðurinn rofnaöi, og litla telpan fékk heilahimnubólgu. Hvorttveggja þetta tók Edith nærri sér. „Sorg hennar risti þó ekki djúpt," segir Simone, „hún var of hverflynd og tauga- veikluö til þess aö geta alið meö sér djúpa sorg. Hún gat aldrei haldið kyrru fyrir og tilfinningalíf hennar var meö sama hætti óstöðugt og hverfult. Náttlangt dró hún mig meö sér frá einni knæpu til annarrar, drakk sig ofurölvi og leitaöi í faðm nýrra og nýrra elskhuga, stundum aöeins til skyndifunda. Þessi hverfulu kynni viö einn af öörum, hjálpuðu henni til aö gleyma raunum sínum og skjóta sér undan uppgjöri viö sjálfa sig. Eg gæti trúaö, aö hún hafi ekki þorað aö horfast ein í augu viö þann grun, sem bjó meö henni og hún talaði mikiö um, en hann var sá, aö hún ætti sök á veikindum barnsins. Viö höföum haft Marcelle meö okkur út á götuna sem barn í reifum. Hún mátti aldrei ein saman vera ... .Þegar Edith var réttra tuttugu ára, vildi svo til, aö maöur nokkur, áhrifamikill í listaheiminum, heyröi hana syngja. Þessi maöur bauöst til að hjálpa henrii til raunverulegs frama, en með því skilyröi, aö hún hlýddi honum í einu og öllu. Hún varö aö hætta viö aö vera næturlangt með karlmönnum, hætta viö drykkju og hún varö aö læra að lesa og skrifa, matast meö hníf og gaffli og hegöa sér skikkanlega. Hvað skyldi hann hafa séö viö Edith, sem orsakaöi, aö hann tók hana aö sér? Varla var það útlitið. Hún var svo lítil og veikluleg og þaö var tæpast hægt að segja, aö hún væri aö líkamsbyggingu gædd nokkru kvenlegu aðdráttarafli. En þaö var röddin ... þegar hún söng, þá óx hún, og fékk áheyrendur sína til aö gleyma öllu nema söng hennar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.