Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 7
hvort um annaö. Hvenær förum viö aö búa saman og tala hvort við annað?. — Djöfull aö hafa ekki viöunanlegt undir sér í staöinn fyrir hraungrýti, þá sjaldan maöur tekur sér frí og fer út á land. Ég er aö veröa rasssár, kona. — Næst tökum viö sólstóla meö okkur. Þögn. hverfum. Þar megi fá hitt og þetta fyrir Iftiö eöa ekki neitt. — Þaö er rétt. Enginn þarf aö vera fátækur fyrir samneyti meö konum, sagöi skipstjórinn og glotti. Löng þögn. — Veistu hvaö ég ætla aö gera, manneskja? spuröi skipstjórinn loks. Konan þagöi. Sat bara meö snúö á andlitinu og svaraöi engu. — Ég ætla aö kaupa jörö á afskekkt- um staö. Þar á aö vera vatn eins og hérna. Mosaþúfur á bakkanum, þar sem gott er aö sitja meö flösku milli fóta, þegar vel viörar eins og núna. Freisarinn á bakkanum aö hasta á vindinn, þegar vatniö fer aö rótast. Síðan reisum viö hæli fyrir hórsekar konur. — Þú ert oröinn blindfullur, mann- fjandi, hrópaöi konan öskuvond og skreið inn í tjaldiö. Mótinu var lokiö. Kliöur og brambolt manna aö búa sig undir vökunótt barst skipstjóra heim aö tjaldinu. Umstang kringum hross. Konan grátandi inní tjaldi en skipstjórinn ein- hversstaðar milli svefns og vöku. Hröö hóftök nálguðust, hrifu hann úr mókinu. Hann reif upp augun í ofboöi. Maður á hvítum hesti, klæddur rúöóttum jakka við samlitar buxur, kom skeiöríöandi aö — Er ekki margt aö varast fyrir myndarlega menn í þessum hafnarborg- um úti? laumaði konan frá sér, ísmeygi- lega. — Byrjaröu enn! A þessu hefuröu stagast í tuttugu ár — líttu á gullna litinn á vatninu, manneskja; þetta er litur guös. — Ég hef heyrt menn segja, aö kvenfólkiö sé áleitiö í þessum hafnar- tjaldi skipstjórans og sló undir nára meö lúöri og hrossamóðugri skjalatösku. Hann vatt sér af baki viö tjaldið og gaf hestinum lausan taum. — Sæll og Ijúfur, glumdi í honum og greip til hattsins. — Hver ert þú? spuröi skipstjórinn önugur. , — Bóndi aö norðan, lagsmaöur, sagöi maöurinn og hló hátt. Fékk sér síðan í nefiö. — Hvaö heitir jöröin? spuröi skipstjóri meö örlítinn vott af áhuga. — Sæti, sagði bóndi. — Sumir kalla hana Þúfu. — Sæti? Þúfa? endurtók skipstjórinn forvitinn og fann um leiö til vaxandi óhægöar aö sitja svona á nöktu hraun- grýtinu. Litir guðs horfnir af vatninu. Far á skýjum. Sveljandi. Undarleg nöfn þetta, á jörö, hugsaöi skipstjórinn. Trúlega kot. Kannski vildi hann selja, kallinn, og flytja suður. — Þú vilt viskýlögg, sagöi skipstjóri. Bóndi hló hátt, ekki ósvipaö hesti, sem hneggjar feginsamlega meö félaga sinn í sjónmáli, eftir aö hafa svitnaöi meö honum á þeysingsreiö í langri ferö. Bóndinn geröi sér gott af víninu. Þaö færðist daufur roöi í annars fölblátt, veörað andlit eftir vökunætur þessara liðnu dægra. Hann saup þrisvar á. — Meira, mannskratti, súptu á aftur, kláraöu þetta, sagöi skipstjórinn og bandaöi á móti flöskunni og bóndinn fékk sér tvo í viöbót. — Hvaö bardúsar þú svo, lagsi, annaö en aö drekka og skemmta þér? spuröi bóndinn, haldandi báöum höndum um háls flöskunnar. — Stýri. Stýri skipi á milli landa á meðan ég bíö. —Bíöur? Eftir hverjum djöflinum? — Eftir því aö farast. — Menn eins og þú farast ekki. Ekki á svona stórum skipum. En þeir geta oröiö afvelta á milli þúfna. Þá finnast þeir alltaf í smalamennsk- um. Þaö gerir lyktin. Hundarnir þefa þá uppi eins og pestarfé, sagöi bóndinn og byrjaöi aftur aö hlæja. Skipstjórinn brosti, umburöarlyndur og rór, eins og stórveldi andspænis smáríki, sem þaö hyggst leggja undir sig í nafni friöar, frelsis og jafnréttis. — Þetta getur maöur nú kallað hlunnindi, sagöi bóndinn og leiddi flösk- una hiýjum augum. Enginn miöi meö Á.T.V.R. — Hvurnin hlunnindi? spuröi skipstjór- inn, gáttaöur. — Tollsvikiö brennivín. Þaö er meira en viö höfum, sveitakarlarnir. Nema þegar viö erum svo heppnir aö þurfa í kaupstaöinn á meöan þiö bíöiö eftir uppskipun og dundiö viö aö selja þetta sem aukagetu, lítið lægra en ríkiö; þessir andskotar. Nokkur hlunnindi á þessari jörö þinni? spurði skipstjóri með lymskum svip og raddblæ, eins og honum kæmi máliö ekki viö. — Þaö er nú líkast til. — Eins og hvur? — -döröin er góö. Ekki vantar þaö og margir um hana, svaraöi bóndi, en lét sér hægt um skilagrein og upptalningu. — Blessaöur Ijúktu úr flöskunni, sagöi skipstjórinn ákafur. — Betri er treiningur en traögjöf, góöi, og ófær vil ég ekki veröa. — Ég á birgðir af þessu inni í tjaldi, vinur. — Og þetta er nú eitt af því sem geymist vel, svaraöi bóndi og geröi sig ekki líklegan til aö gera flöskunni skil aö sinni. — Láttu ekki svona. Fáum okkur einn, sagöi skipstjórinn. Þeir fengu sér sinn hvor. — Ja, það var þetta með hlunnindin, hóf skipstjórinn aftur eftirgrennslan sína. Hver eru þau? — Reki og óskasteinar, sagöi bóndi - meö hægö, eins og hann geröi ráð fyrir fyrir aö skipstjórinn þyrfti tíma.og næöi aö meötaka þessa vitneskju. — Hvaö segirðu, mannfjandi? — Reki og óskasteinar, endurtók skipstjórinn og gapti. For helvíti var mannfjandinn meö öllum mjalla. Kannski svo ósvífinn aö gera grín aö honum. — Blessaöur eyddu ekki á hann oröum. Hann er vangefinn eins og allir bændur og klækjóttur líka, heyröist kona tauta inni í tjaldinu. — Óskasteinar var betra. — Hvaö fjandi er hún stygglynd, konan. Eitthvaö á þínum vegum, vænti ég, laust eöa fast, þú skilur, spuröi bóndinn og glotti. Kannski ég heilsi upp á hana, konumyndina, bætti hann svo viö og leit inn um hálfopnar tjalddyrnar. — Svei, svei, heyröist innan úr tjaldinu. — Viö vorum að taia um hlunnindin, sagöi bóndinn, eins og milli tveggja elda. — Nú, rekinn kemur úr sjónum en óskasteinarnir í tjörninni á fjallinu, sem bærinn dregur nafnið af, synda ofaná á Jónsmessunótt. Þeir fengu sér meira viský. — Hvernig er þessi tjörn á litinn spuröi skipstjóri. — Þetta er nú eiginlega meira en tjörn. Þetta er stórt vatn, stundum grátt, aðra tíma blátt, en oftast eins og rauðagull, eins og til aö mynda í heyþurrkum á sumrin, þegar sólin skín aö kvöldlagi. — Gott. Litir guös. Hvaö á jöröin aö kosta? — Menn veröa aö geta gengiö á vatninu til aö ná óskasteinunum, útskýröi bóndinn af samviskusemi. — Allt í lagi. Frelsarinn annast þaö fyrir mig, flýtti skipstjórinn sér aö segja. — Ég kunni nú betur viö aö þú vissir aö hverju þú gengir, til aö fyrirbyggja allan málarekstur eftir á. Hann hefur stundum oröið dýr. Þögn. Framhald á bls. 23

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.