Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 2
Forsíðumyndin og höfundur hennar Myndin á forsíðunni er máluð undir því merki, sem stundum er kallaö naivismi, eöa bernsk list. Á sama hátt eru þeir nefndir naivistar, sem halda frameftir ævinni í hinn uþprunalega hæfileika barnsins — eins og birtist hjá börnum yfirleitt fram undir 10 ára aldur. Listamenn þessarar tegundar eru sjaldgæfir; þó höfum viö átt einn, sem er ísleifur Konráösson, — og má vel sjá skyldleikann milli mynda ísleifs og þeirrar, sem á forsíðunni er. Þaö er aö vonum, aö tréö veröi sýnt í ýmsum myndum á ári trésins, en blómatré af þessu tagi vex þó sennilega hvergi nema í vitund skapara síns, sem er Júgóslavi og heitir Josip Generalic. Fæddur er hann í Hlebine í Júgóslavíu 1936 og eftir teiknikennaranám og herþjónustu, hefur hann starfaö sem teiknikennari í Virje, Hlebine og Zagreb í heimalandi sínu og jafnframt fengist viö frjálsa myndlist. Hann hefur lagt gjörva hönd á svartlist og oröiö talsvert kunnur í Evrópu eins og fleiri landar hans, sem vinna undir merki naivisma. Hafa þeir af einhverjum ástæöum komiö fleiri frá Júgóslavíu en öðrum löndum og héldu samsýningu í París í haust, sem vakti verúlega athygli. Myndin á forsíöunni, sem er litógrafía og heitir „Nýtt líf“, var raunar á grafíksýningu þeirri, sem Myndkynning gekkst fyrir aö Kjarvalsstöðum í desember. Þar var margt aö sjá, sem sannarlega sætir tíðindum hér á landi; stórnöfn í myndlist, sem ekki hafa verið tíöir gestir á veggjum sýningarsala hér. En í jólaannríkinu í desember veröur aösókn aö sýningum harla lítil og má búast viö, aö þessi gluggi aö „heimslistinni“ hafí fariö fram hjá mörgum. Borgarís, mynd Frederic Edwin Church frá 1861. ÞUSUNP MILLJONIR- í fyrsta, annað og þriðja sinn Viösjár í alþjóðamálum, sífelld- ar hækkanir á olíu, vaxandi verð- bólga og kalt stríð í kjölfar her- náms Sovétríkjanna á Afganistan, hefur leitt til þess að trú manna á venjulegan gjaldmiðil hefur farið dvínandi. í stað þess að eiga peninga, vilja efnamenn — og jafnvel stofnanir einnig — koma fjármunum sínum fyrir í ein- hverju, sem talið er varanlegra. Afleiðingin hefur orðið gullæði, sem varla á sinn líka og yfir höfuð geypileg verðhækkun á þeim verð- mætum, sem talið er að haldi gildi sínu þótt tímar líði. Sú viðle'itni að koma fjármunum í fast, birtist ekki úti í heimi á sama hátt og hér á íslandi, þar sem vænlegast þykir að eiga sitt í steinsteypu. Ekki hafa farið neinar sögur af umtalsverðum hækkunum á fasteignum; viðleitni þeirra, sem peninga eiga, gengur öll í þá átt að fjárfesta annað hvort í gulli eða listaverkum. A uppboðum, þar sem seld eru listaverk eftir löngu liðna stór- meistara í myndlist, hafa boðin farið upp fyrir öll mörk, sem áður hafa þekkst og heimsmetabók Guinness hefur fengið nýtt heims- met til staðfestingar, hvort sem það stendur nú lengur eða skemur. En hjá uppboðsfirmanu Sotheby Parke Bernet í New York, bað uppboðshaldarinn viðstadda að gera boð í „Borgarís", fjögurra metra breiða og rúmlega tveggja metra háa mynd, sem Frederic Edwin Church hafði málað árið 1861. Varla getur hann talizt meðal þeirra málara frá síðustu öld, sem hvað mest orð hefur farið af, enda var hann enginn bylt- ingarmaður í list sinni; hélt sig við troðnar og vel þekktar slóðir þeirrar rómantísku raunsæistúlk- unar, sem þá ríkti víðast hvar. Sem slíkur var Church góður málari og í borgarísmyndinni birt- ist sú rómantík harla vel, sem þá átti meira upp á pallborðið en á okkar harðsoðnu öld. Fá fyrirbæri í náttúrunnar ríki eru öllu kuldalegri en borgarísjak- ar. En Church fer þá leiðina að láta heita liti verða nokkuð ríkjandi; jakarnir og hafið umlykj- ast heitri kvöldbirtu og fyrir bragðið verður sviðið milt og ævintýralegt. Hann rétt aðeins íar að kuldanum með fölbláum skugga í forgrunni myndarinnar og græn- leitu endurskini upp undir ísinn til hægri. Þrátt fyrir hitann í litun- um, tekst honum að gera myndina sannfærandi — og ljúfa án þess að hún verði væmin. Einhverra hluta vegna komst myndin á flæking og var ekki vitað lengi vel hvar hún var niður komin, — og kannski hefur eigandann þá ekki grunað, hvílíkt verðmæti hann hafði undir höndum. Myndin virðist þó hafa verið dregin fram í dagsljósið á réttum tíma og þegar uppboðs- haldarinn hjá Sotheby Parke Bernet í New York bað menn að gera boð, þá stóð ekki á þeim. Engar sögur fara af því, hvar byrjað var á uppboðinu, en svo fóru leikar, að boðnar voru 2,5 milljónir dollara fyrir verkið, sem samsvarar litlum þúsund milljón- um íslenzkra króna — í fyrsta, annað og þriðja sinn. Frederic Edwin Church var Bandaríkjamaður, fæddur 1826 og lifði framá aldamótaárið. Hann telst landslagsmálari fyrst og fremst, kenndur við Hudson River-skólann og nemandi Thomas Cole, sem innrætti honum að vera stór í sniðum. Church málaði gjarnan stórmyndir; „panorama" útsýni með miklu meiri áherzlu á ljós og skugga en áður hafði tíðkast í bandarískri landslagslist. Hann lagði mikla áherzlu á smá- atriði og var maður víðförull. Hann sigldi norður í íshaf og árangurinn birtist m.a. í mynd- inni, sem áður var til umræðu. Þar að auki lagði Church leið sína suður í hitabeltisskóga Suður Ameríku og til hinna nálægari Austurlanda— og öll þau ferðalög, sem voru tímafrek í þá daga, fór Church til þess að afla sér efnis í myndir. Heim kominn frá Austur- löndum byggði hann sér hús í persneskum stíl nálægt Hudson- fljóti í New York. GS. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.