Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 17
HLJÓM- PLÖTUR ________J c o « « O k. o A .2 ö 10CC. / Greatest Hits 1972—1978. Fálkinn. Þaö hiýtur aö vera töluveröur fengur í því fyrir tónlistaráhugamenn aö fá í hendurnar samansafn af vinsælustu lög- um hljómsveitarinnar 10CC. Hljómsveitin hefur hvaö eftir annað átt lög í efstu sætum vinsældarlistanna í Bretlandi og Bandaríkjunum og má segja aö tónlist þeirra endurspegli aö nokkru leyti þær breytingar sem popptónlist hefur tekiö seinasta áratuginn. Hinir upprunalegu liðsmenn 10CC koma allir frá borginni Manchester í Englandi. Eric Stewart gítarleikari og Graham Gouldman bassaleikari léku saman í hljómsveitinni „Mindbenders“ sem kom laginu „Groovy Kind of Love“ í fimmta sæti breska vinsældalistans áriö 1966. Graham Gouldman lagöi síðan fyrir sig tónsmíöar og samdi hann meðal annars lögin „Bus Stop“ fyrir Hollies og „No Milk Today" fyrir Herman Hermits. Þessi lög ásamt lögum sem hann samdi fyrir hljómsveitina „Yardbirds" komust í efstu sæti breska vinsældalistans. Hinn helmingurinn af kvartettnum 10CC voru Lol Creme gítarleikari og Kevin Godley trommuleikari. Þeir höföu kynnst þegar þeir voru nemendur í sama listaskóla. Strax í byrjun ferils síns vöktu 10CC veröskuldaöa athygli. Ein virtasta hljóm- sveit Englands fyrr og síöar, hljómsveitin Moody Blues tók þá upþ á arma sína og fór 10CC meö þeim í hljómleikaferðalag yfir allt stóra Bretland. Hljómplatan „Greatest Hits 1972— 1978“ gefur góöa mynd af því sem 10CC hafa gert í gegnum tíöina. Fyrsta lagiö sem sló í gegn meö 10CC var lagið „Donna,“ sem á aö líkja eftir Bandarískum slögurum eins og þeir geröust væmnastir í kringum 1950. Síöan komu lög eins og „Rubber Bullets" og „The Dean and l“ sem flugu í efstu sæti breska vinsældalistans. Allt í einu var komin fram hljómsveit í Bretlandi sem fyllti örlítiö upp í það stóra skarö sem „The Beatles“ höföu skilið eftir sig þegar þeir hættu störfum áriö 1970. Tónlist 10CC var grípandi og melódísk og höfðaði til stórs áheyrendahóps eins og tónlist Bítlanna haföi gert áður. Hiö frábæra lag „Wall Street Shuffle“ sem kom út áriö 1974 sýndi fram á getu 10CC til aö gera létta dægurlagamúsik að einhverju ööru en einfaldri dægur- flugu. Lagiö fjallar á háöskan hátt um margmilljónerann Howard Hughes. Sígildustu lögin á þessari plötu eru ugglaust rólegustu lögin „l’m Mandy Fly me“ og „l’m not in Love“. Tónllst 10CC hefur smám saman oröiö tæknilega fullkomin og lagiö „Art For Arts Sake“ nálgast þaö næstum aö vera vélrænt. Er þaö þó tímanna tákn því nútíma dægurlagatónlist og þá sérstak- lega diskómúsik er oft meö þessum þunglamalega vélartakti. Magnús Þór Sigmundsson. /Álffar. Fálkinn. Loksins kom aö því aö íslenskur tónlistarmaður gæfi út plötu með mark- vissum siðgæöisboöskap. Magnús Þór er ekki sá fyrsti sem hefur þá hugsjón aö vekja áhuga mannsins á andlegum efn- um. Hann fetar í fótspor ýmissa góöra manna. Hljómplatan „Álfar“ er sterk í einfald- leik sínum. Sá sem heyrir plötuna í fyrsta sinn á bágt með aö verjast hlátri, en við aöra áheyrn hlær hann að sjálfum sér fyrir aö hafa hlegið hið fyrra sinn; þegar hann heyrir plötuna í þriöja sinn kemst hann aö þeirri niöurstööu aö boöskapur af þessu tagi muni vera meira en lítiö þarflegur núna. Skerandi rödd Magnúsar Þórs segir sögu álfanna. í upphafi liföu menn í sátt við náttúruna og tóku tillit til alls sem lifði. Álfarnir vernduöu manninn meöan þeir brutu ekki af sér. Þegar mennirnir hófu aö eyöileggja náttúruna vegna taumlauss lífsgæöakapphlaups síns þá var álfunum nóg boöiö. Þeir flúöu úr mannheimum og hétu þess að koma ekki aftur fyrr en maðurinn hefö lært almennilegar um- gengnisvenjur. Aöalmálssvari álfanna hér á jörö er Magnús Þór. Hann lýsir eiginleikum álfanna sem hvaö nauðsynlegastir eru okkur mönnunum svo okkur geti farnast vel. Álfurinn „Gróöurþel" vakir yfir náttúr- unni og viöheldur lífinu á þann hátt. Söngkonan snjalla Ellen Kristjánsdóttir syngur um álfinn „Hugarþel“. Hann sendir jákvæöar bylgjur á milli manna og stuölar að aukinni samkennd á milli allra stétta. Álfurinn „Vinarþel“ er hálfgerður náttúru- læknir. Hans lyfseðill mælir með ást og hlátri til að lækna öll mannanna mein. Sérstæöasti álfurinn er án efa „Alheims- þel“. Hann fylgist með öllum gerðum mannanna og veit vel að forlög manna ráðast mest af geröum hans. Ég álít álfanna tákn fyrir það guölega sem býr í hverjum manni. Boðskapur Magnúsar um kærleik og friö er fallegur og sígildur. Flestar tónsmíöar Magnúsar eru hag- lega samansettar og grípandi. Hann hefur fengiö góöa hljóöfæraleikara til liös viö sig en ég hef það samt á tilfinningunni aö meiri vinnu heföi mátt leggja í útsetn- ingar. Full ástæöa er til aö óska Magnúsi Þór til hamingju meö þessa frábæru plötu og án efa er stærri afreka aö vænta frá hans hendi í framtíðinni. Stevie Wonder/ The Secret Live of Piants Motown / Fálkinn Blindi tónlistarmaöurinn Stevie Wond- er nýtur hvaö mestrar viröingar í dag á meöal poppunnenda hvar sem er í heiminum. Hann er ekki einungis virtasti popparinn heldur einnig sá sem hæst hlýtur launin. Samningur sá sem hann undirskrifaöi hjá hljómplötufyrirtækinu Motown hljóöar upp á 12 milljón dollara sem er tvöfalt hærri upphæö en nokkrum öörum tónlistarmanni hefur tekist aö fá fyrir tónlistarframleiöslu sína. Þaö er yndislegt aö hlusta á nýjustu plötu Stevie Wonder en þaö er hræöilega erfitt aö skrifa um hana. Hljómplatan „The Secret Life of Plants“ fjallar um líf plantna eins og nafniö gefur til kynna. Hvernig upplifir blint fólk náttúruna? Stevie Wonder leiðir áheyrandann inn í dularheim plönturíkisins. Ákveöin værö kemst yfir fólk viö að hiusta á plötuna rétt eins og þaö hafi lagt sig einhversstaöar út í náttúrunni. Tónlist Stevie Wonder hefur aldrei verið eins fáguö og fínpússuö. Jákvæðum bylgjum stafar frá þessu verki einsog frá fallegu blómi í sólskini. Upphaflega samdi Stevie Wonder þessa tónlist fyrir samnefnda kvikmynd en síöan greip verkefniö hann svo föstum tökum aö hann ákvaö aö gefa út tvöfalda plötu meö þessu efni. Stevie Wonder ber mikla ást til all(s sem lifir og til skamms tíma var mataræði hans þannig aö hann boröaöi einungis tvær sítrónur á dag til aö halda kröftum. Hann lét sér ekki nægja aö vera grænmetisæta heldur veigraöi hann sér líka viö aö drepa plöntur. Hann telur aö plöntur hafi þroskaö tilfinningalíf og þær geti fundiö tii rétt eins og aörar verur undir sólinni. Það er rækilega undirstrikaö á plötunni aö grænblaöa plöntur eru undirstaða alls lífs á jöröinni vegna Ijósstillífunar þeirra. Skyldi boöskapurinn meö þessari plötu vera sá aö maöurinn ætti að ætla sér til eftirbreytni líferni plantnanna? Þær vinna aö því aö halda lífskeðjunni gangandi á látlausan og auömjúkan hátt. The Boomtown rats/ The ffine art of Surfacing Enex records /Fálkinn ' Hljómsveitin „Boomtown rats“ er talin einna efnilegust af þeim hljómsveitum sem kenna tónlist sína viö „hina nýju bylgju“. Hljómsveitin er írsk að uppruna og hún hóf feril sinn í Dublin meö því aö leika blústónlist á krám. Aöaltagasmiöur og forsprakki hljóm- sveltarinnar Bob Geldoff er fyrrverandi blaöamaður viö popptímarit. Lagasmíöar Geldoffs eru aö hans eigin sögn undir sterkum áhrifum frá tónlist „Van Morri- son“ og „Rolling Stones“. Tónlistin á nýjustu plötu „Boomtown rats“ er hröö og grípandi eins og tónlistin á fyrstu plötum „Rolling Stones“. Textar Bob Geldoffs falla vel aö tónlistinni sem oft er notuö til aö undirstrika uppreisnar- anda textanna. Yrkisefni Bob Geldoffs, eru oftast tekin úr daglega lífinu. Flestir textarnir fjalla um ungan mann sem er dauöþreyttur á tilbreytingarlausri skrif- stofuvinnu sinni. Hann er eirðarlaus og á stööugum hlaupum eftir skemmtunum. Ég er viss um aö margir geta séö sjálfa sig í honum. Bob Marley and the Wail- ers. / Survival. Island. / Fálkinn. Jamaica er lítiö eyland í Karabíska hafinu. Laniö var fyrsta breska nýlend- arrT Vestur Indíum sem fékk heima- stjórn. Árið 1945 eignaöist enskur herforingi barn með innfæddri konu á Jamaica. Barniö var skírt Robert Nesta Marley. Sönghæfileikar drengsins komu fljótt í Ijós og var hann allt frá barnæsku látinn syngja sálma í þorpskirkjunni. Rödd hans líktist rödd samlanda hans; Harry Belafonte sem oft hefur veriö nefndur Kalypsókóngurinn. Þegar Bob Marley var 17 ára þá söng hann inn á sína fyrstu hljómplötu. Tveimur árum síðar stofnaöi hann hljómsveitina Wailers. Sú hljómsveit þróaöi meö sér sérstæöan tónlistarstíl sem nefnist „reggae," og einkennist af hann af sterkum rhytma- gítarleik og trommuslætti sem minnir örlítiö á trumbuleik afrískra svertingja. Vinsældir Bob Marleys og hljóm- sveitar hans Wailers voru slíkar á Jamaica, aö hver einasta plata með þeim fór í efsta sæti vinsæidarlistans. Eric Clapton hljóöritaði lag Marleys „I Shot the Sheriff" áriö 1973. Vinsældir lagslns voru gífurlegar og grundvöllur- inn var lagöur fyrir innreiö Marleys á enskan og bandarískan markað. Lagiö „No Women, no Cry,“ sem kom út 1975 geröl útslagiö og Bob Marley var oröinn fyrsti „reggae" rokkarinn sem komst upp á stjörnuhimininn hér á vesturlönd- um. Nýjasta plata Bob Marleys ber nafnið „Survival" og leitast hann viö þaö í textum sínum á plötunni aö vekja athygli á vandamálum þriöja heimsins. Jafnvel þó enska Marleys sé oft á tíöum barnaleg, þafgetur hann fullkomlega tjáö þaö sem hann vill segja. Reiði hans beinist mjög aö kynþátta- misréttinu og stéttaskiptingunni í Jam- aica þar sem svertingjar og múlattar verða aö gera öll skítverkin fyrir smánarkaup, á meðan fámenn yfirstétt hvítra manna lifir í vellystingum prakt- uglega. Tónlistin á plötunni er í dæmigerðum „reggae“ stíl og finnst manni stundum reggae takturinn allt of tilbreytingar- laus, sérstaklega þar sem sami takt- hraöinn er notaöur í flestum lögunum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.