Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1980, Blaðsíða 19
Reki og óskasteinar Framhald af bls. 7 Bóndinn sýndist vera aö hugsa sig um. Loks hrökk snöggt út úr skipstjóranum: — Nú, nú? — Hvaö kosta millilandaskip núna, eins og þetta, sem þú stýrir? spuröi bóndinn meö hægö. — Ég meina ný? Skipstjórinn nefndi upphæðina. — Mér haföi dottlö í hug slétt býtti á skipinu og jörðinni, þaö er aö segja, sé þaö nýtt, sagöi bóndi, altekinn lítillæti. — Ég tek þessu, svaraöi skipstjóri. — Viö göngum bara frá þessu strax? — Guö hjálpi þér mannaumingi, vein- aöi konan upp yfir sig inni í tjaldinu. Síðan tókust mennirnir í hendur til aö staöfesta þennan sáttmála, skáluöu og sofnuöu stuttu síöar úti fyrir tjaldinu. Vatnið yppti gráum öldu toppum í vaxandi næturkulinu. Uppskipun var lokiö og skipiö lá feröbúiö í vari viö bryggjusporöinn. Skipstjórinn sat í brúnni, aö viröa fyrir sér þorpið og fjalliö fyrir ofan. Þess á milli annarshugar svaraöi hann gamalkunnum spurningum hafnarmannsins um álit sitt á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Þessi hafnarmaöur, sem sumir kölluöu hafnar- stjóra, haföi gert sér dælt viö hann á liðnum árum og ekki hikaö viö aö koma sér upp í brúna og tefja þar tímann meö gáfuöu tali. Stundum var búiö aö blása þrisvar og skipið aö síga frá. þegar hann áttaöi sig og var þá aö stökkva í land. Skipstjórinn haföi mætur á þessum manni á vissan hátt, þótt hann þreytti hann stundum meö langvinnu spjalli um skáldskap, hross og pólitík. Stundum var iíkast hann væri stiginn út úr björgum, en á næsta andartaki búandi yfir lausn á sjálfri lífsgátunni. Nú sat hann þarna glaöur eins og barn og reykti sveran vindil frá skipstjóranum. Tal haföi falliö niöur. — Þetta fjall, sagði skipstjórinn og benti upp fyrir þorpiö, hvað heitir þaö? Ég er aö veröa svo gleyminn á örnefni kringum þessar krummahafnir. — Sæti, já. Alveg rétt. Nú ranka ég viö mér. Endurminning frá liönu sumri, aö vísu þokukennd, tróö sér með auknum krafti fram í hugann. Mynd frá hrossamóti: Viský og bóndi á hvítum hesti, en lengra komst hann ekki í þeirri upprifjun. — Og gamli bóndabærinn þarna, meö höllu þilinu aö framan, hélt skipstjórinn áfram aö spyrja, hvaö heitir hann? — Þaö er sæti. Jöröin liggur aö sjónum, skilurðu, Ha? Rekinn sko. Svipur skipstjórans var fjarrænn. Svo var eins og kviknaöi á andliti hans, ráðgáta heföi leystst. Svar fengist viö áleitinni spurningu. Kaup hans og bónd- ans á hrossamótinu höföu þá ekki veriö draumur. Jöröin blasti þarna viö honum, sem eign og yfirráöasvæöi. Hann klóraði sér vandræöalega í höfðinu. Ef hann rækist nú á þennan bónda aftur, hvaö þá? Það haföi fariö fram verslun, óvottföst og handsöluö. Á móti því gat hann ekki boriö. Bóndinn haföi snúiö á hann í viðskiptum. Sjálfur átti skipstjórinn ekki þennan farkost. Þjóöin átti hann. Hann haföi drukkinn gert sig sekan um aö selja þjóöareign. Vonandi rækist hann aldrei á þennan slampheppna bónda. Nógu gaman aö vita eitthvaö meira um þessa jörö. — Sæmileg jörö kannski? spurði skipstjórinn. — Notagóð meö rekanum, sko. — Nokkursstaöar vatn í landareign- inni? — Upp á fjalli já. Leirtjörn sko. Botnlaus og oftast mórauö. Missti oní hana hross hérna um áriö. Ekki búinn aö gleyma því enn, kall minn. Þaö er dýrt á þeim falliö. Svipur skipstjórans varö fjarrænn og dreymandi. STANS'STANS! ÞETTA ERALGER EINRfítO&' SKlPrUM UPHÉ& TEK STI6AGANG A. ÁSTRÍKUR OCr STEINRIKUR ÞU> TAKtfi ÞA Arásuukw FIÆKIHOAIIA BURT! — Þaö hefur þá ekki getaö gengiö á vatninu? spuröi hann og hrökk síöan upp viö rödd sína. — Gengiö á vatninu. Eins og frelsarinn sko. Gengiö bara á því, ha? — Mann dreymir svo margt, sagöi skipstjórinn. — Taktu ekki mark á mér. En þú þekkir bóndann? — Hann segist eiga skip og bíöi bara eftir aö taka viö því hérna við bryggjuna, sko. Skipstjórinn hlustaöi ekki lengur á vin sinn, hafnarstjórann. Athygíi hans haföi beinst aö ríðandi manni, sem barst hratt í átt aö bryggjunni, þar sem skipiö lá. Hesturinn hvítur og maöurinn meö skjal- atösku í hendi, sem hann sló í hestinn til aö halda ferðinni. Hann átti skammt eftir aö skipinu. Nú, þarna kemur þá Stjáni á Þúfu og hefur fengiö sér neöan í því, sagöi hafnarstjórinn. — Á hverju markar þú þaö? spuröi skipstjórinn, fljótmæltur. — Á reiölaginu, ansaði hafnarstjórinn. Þaö var og, hugsaöi skipstjórinn og reis á fætur. Bóndinn var þá kominn aö krefjast eignaskiptanna, er handsöluö voru á hrossamótinu. Auövitaö var ekkert hægt aö sanna, þar sem engir voru vottar. En bóndinn var galvaskur undir áhrifum víns, og yröi ugglaust uppi meö kjaft, kæmist hann í kallfæri. Hafnarstjór- inn og skipverjar hafa lúmskt gaman af. Sagan mundi fá vængi og svífa hraðfari á hverja höfn. Fólk mundi setja upp kvikindislegan svip, þar sem hann legöi aö. Þaö yröu augnagotur, hvíslingar og hálfkveðnar vísur. Vlrðing hans innan flotans þverra. Því varö að afstýra, hugsaöi skipstjór- inn. Hann kallaði til mannanna á bryggjunni og skipaöi þeim aö leysa landfestar í sama mund og bóndinn snaraðist af baki viö skipshliðina. Þaö seig hægt frá landi meö hafnarstjórann innanborös. Þaö haföi gleymst að blása til brottfarar. @

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.