Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1979, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1979, Blaðsíða 12
TVOLJOÐ eftir Pablo Neruda Sveinbjörn Sigurjónsson þýddi úr spænsku Síðari'hluti OÐUR TIL STORMSINS / nótt sem leiö kom hann, stormurinn, trylltur, blár, litur næturinnar, rauöur, litur vínsins, skrýddur vatnslokkum, meö kaldan eld í augum, í nótt sem leiö kaus hann aö sofa á jöröinni. Hann kom í einni svipan, nýleystur frá sinni trylltu stjörnu, frá himinhvolfi sínu. Hann kaus aö sofa og bjó um rekkju sína: Hann sópaöi skóga og vegi, sópaöi fjöll, þvoði fjörugrjót, og síðan, eins og þaö væru fjaðrir, svipti hann upp grenitrjám til þess aö gera sér hvílu. Hann þreif eldingar upp úr púöurskjóðu sinni og lét þrumur hrynja eins og stórkeröld. Allt í einu varð þögn: Einmana laufblaö sveif í lofti eins og fljúgandi fiöla og þá áður en það bærist til jaröar, greipstu það, stormur, í hendur þínar, lézt alla vinda blása í lúöra sína, nóttina þeysa hjá á gæðingum sínum, svo að þaut í frerum, lézt tré skógarins stynja vegna ógæfu hinna fjötruðu og jöröina hljóöa eins og konu í barnsnauö. Með einum gusti þaggaöir þú klið grasa, máöir út stjörnur, reifst sundur eins og líndúk hina óvirku þögn. Heimurinn fylltist hljómum, tryllingi og eldi, og þegar eldingar féllu eins og lokkar frá skínandi enni þínu, féllu eins og sverö frá hermannsbelti þínu og viö hugöum, aö nú væri heimsendir, þá regn regn aöeins regn, jöröin öll, allur himinninn hvíldist. Nóttin, blóöi drifin, féll yfir svefn mannanna, aðeins regn, vatn frá tíma og himni. Ekkert hafði falliö nema brotin grein, yfirgefiö hreiöur. Meö hljómlistarfingrum, með heljaröskri, meö næturlogum eldfjalla þinna lékstu þér að svífandi laufblaði, gafst fljótunum mátt, kenndir mönnum að vera menn, hinum veikbyggöu aö óttast, hinum viökvæmu aö gráta og lézt hrikta í gluggum, en þegar þú varst að því kominn að tortíma okkur, þegar ofsi þinn leiftraði frá himni eins og rýtingur, þegar hvert Ijós skalf og hver skuggi, þegar veinandi grenitrén bruddu hvert annaö l myrkri viö sjóinn þá ollir þú okkur engu tjóni, þú varfærni stormur, vinur minn, þrátt fyrir ofsann. Þú hörfaðir aftur til heimkynna þinna, og regn grænt regn regn, þrungiö draumum og fræjum, regn, undirbúningur uppskeru, regn, sem þvær heiminn, hreinsar hann, endurnýjar hann, regn fyrir okkur og fyrir fræin, regn til þess að gleyma hinum dauöu, regn fyrir brauð morgundagsins, þetta eitt skildir þú eftir, vatn og hljómlist. Fyrir þetta elska ég þig, stormur, treystu mér, komdu aftur, vektu mig, upplýstu mig, vísa mér veg þinn, svo að leiöir okkar liggi saman og stormþrungin rödd þín megi enduróma í söng mínum. OÐUR TiL FATANNA Föt mín, þið bíðiö þess á stól hvern morgun, að hégómagirnd mín fylli ykkur, ást mín, von mín, líkami minn. Varla hef ég brugöið blundi og baðaö mig í skyndi, þá smeygi ég mér í ermar, fótleggir mínir leita aö holum leggjum ykkar og þannig umvafinn óþreytandi tryggð ykkar fer ég út og reika um hagann. Ég berst inn í skáldskapinn, horfi gegnum glugga, sé hluti, karla og konur; framkvæmdir og barátta móta mig, stæla mig, hreyfa hendur mínar til starfa, opna augu mín, gefa bragö í munn. Á sama hátt, föt, gef ég ykkur lögun, þen út olnboga ykkar, ríf sauma, og þannig þróast líf ykkar sem eftirmynd af lífi mínu. Þiö bylgizt í stormi og endurómiö, eins og þið væruö sál mín. Á slæmum stundum loðið þiö við limi mína tóm, aö næturlagi vekja svefn og myrkur upp vofur af vængjum ykkar og vængjum mínum. Ég spyr, hvort kúla fjandmánns muni einhvern dag bletta ykkur með blóöi mínu og þiö síðan deyja með mér. Kannski þaö veröi ekki svo leikrænt, heldur einfalt aö þiö hrörniö smám saman meö mér, eldist meö mér, meö líkama mínum, og viö förum saman í moldina. Þess vegna heilsa ég ykkur hvern dag meö viröingu og síðan faömiö þið mig, og ég gleymi ykkur, því aö viö erum einliöar og þreytum áfram baráttu gegn stormi og strætum aö næturlagi, einn líkami. Seinna einhvern tíma lýkur ferðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.