Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1979, Blaðsíða 3
Spurning Lesbökar: Finnstþérnemendur viö Hdskölann lakar undirbunir núenaöur? örugga vitneskju, er óhætt að slá því föstu, að stúdentar séu ekki sem skyldi búnir undir háskólanám og hafi hrakað undangengin ár. 2. Hér er lagt til grundvallar, að Háskólinn eigi að vera vísindaleg rannsóknastofnun og vísindaleg fræðslustofnun, er veiti nemendum sínum menntun til þess að gegna ýmsum embættum og störfum í þjóöfélaginu og til þess að sinna sjálfstætt vísindalegum verkefnum, svo sem segir í 1. gr. háskólalaga. Hér er einnig miðað við, að markmið menntaskóla skuli vera að búa nemendur undir „háskólanám og þátttöku í lífi og starfi þjóðfélagsins," eins og segir í 1. gr. laga um Sigurður Líndal pröfessor Að tryggja sér þœgilegt Iff ö kostnað skattgreiðenda „Þriðja ástæðan og Þó líklega ekki sú veigaminnstar, er áhrif Þeirrar verkalýðshreyfingar, sem virðist ekki hafa annað til mála að leggja en gera kröfur á hendur öðrum. Við Þetta hefur námsfólkið búið frá blautu barnsbeini og gerir nú sjálft slíkt hið sama: krefst léttara náms, auðveldari prófa, minni vinnu, lengra orlofs, hærri fjárframlaga, hærri einkunna (eöa helzt engra) og ódýrari lærdómsgráöa.“ Siguröur Lindal 1. Svar mitt miðast viö síðasta aldarfjóröung, en til þess tímabils ná kynni mín af Háskólanum — fyrst sem nemanda, en síöar kennara. Hitt veröur ekki jafnglöggt afmarkaö, hvað telja beri góðan undirbúning og hvað lélegan, enda háð mati. Eðlileg- ast væri til viðmiðunar, hversu stúdentum hefur vegnaö í háskóla- námi, en um það eru ekki til neinar aðgengilegar skýrslur. Einkunnir á stúdentsprófi eru einu talnagögnin, sem stuözt verður viö, en þær hafa aö meðaltali mjög farið lækkandi á þessu tímabili. Sú staðreynd veitir nokkra vísbendingu um, hvert stefnir um undirbúning stúdenta, þótt víðs fari fjarri, að þær flytji endanlegan eða algildan dóm um þaö, hvað í fólki kunni aö búa. Ennfremur má skírskota til nokkuö einróma álits háskólakennara um að undirbúningi stúdenta hafi hrakað. En hefur háskólanám ef til vill þyngzt? Vafalaust má benda á dæmi þess, en algild regla er það ekki, nema síður sé. Annars er öröugt að slá neinu föstu um þetta, því að háskólanám hefur að ýmsu leyti gerbreytzt. Áður réð stúdent því að mestu hvernig hann hagaði námi sínu — það var aðallega sjálfsnám. Nú hefur Háskólinn miklu meiri afskipti af stúdentum, kennsla er öll virkari, áfangar styttri, próf tíðari og sjálfræði stúdenta allt minna. Þetta krefst reglulegri ástundunar en áður og ætti að stuðla að því, að færri yrði fótaskortur. Auk þess má benda á, að fjárstuðningur við stúdenta er nú miklu meiri en áður, þótt þeim þyki aldrei nóg gert. Þrátt fyrir það, að nokkuö skorti á menntaskóla. í þessum ákvæðum liggur megináherslan á því að þjálfa menn til iðkunar vísinda og í því felst sérstaða háskóla- og menntaskóla- náms. Þetta er þaö minnsta kosti eina markmiðið, sem hendur verða festar á; aðrar markmiðslýsingar eru svo almennt orðaðar, að þær veita enga leiðsögn um, hver stefnan sé. Þótt vísindin séu þannig höfð að stefnumarki, er ekki þar með sagt, að þeir, sem starfa innan Háskólans, hvort heldur eru kennarar eða nem- endur, séu vísindamenn. Þeir eru það reyndar fæstir, enda margir til þess hlutverks kallaðir en fáir útvald- ir. Það er hins vegar hverjum manni vænlegt til þroska að reyna að tileinka sér vísindin og hafa þau að leiðarljósi, hver svo sem árangur verður. Þetta markmið hefur nú hin síð- ustu ár ekki átt upp á pallborðið hjá þeim, sem ráðiö hafa stefnunni í menntamálum. Stefnuleysiö hefur verið þeim skapfelldara og nám í menntaskólum hefur því æ meira hvarflað frá því að vera undir- búningur aö vísindalegu háskóla- námi, án þess þó að önnur stefna hafi verið mótuð. Til marks um þetta er meðal annars stefnulaust valfrelsi á námsgreinum og síminnkandi kröf- ur til námsafkasta og námsárangurs. Þessu hefur svo fylgt ör fjölgun stúdenta, sem síðasta áratug hefur orðið sem hér segir: Árið 1966/7 11.5% af 19 ára árgangi, en 1976/7 24.6% af sama aldursárgangi. Stað- reynd er, að fjölgunin verður einkan- lega meðal þeirra, sem sízt eru til náms fallnir. Að óreyndu hefði mátt ætla, að aukið valfrelsi og meiri sveigjanleiki í námi hefði þætt námsárangur, enda fengi nú hver námsefni betur við sitt hæfi en áður og gæti hagaö námi eftir upplagi sínu. En fjarri fer að svo hafi orðiö. Er nauðsynlegt að leita einhverra skýringa á því. 3. Fyrsta og augljósasta ástæðan fyrir lélegum stúdentum er vafalítið sú vöntun á skýru markmiði meö menntaskólanámi og öðru undir- búningsnámi fyrir háskólann. Ein undirrót þess er án efa, að sjálfur hefur Háskólinn ekki markað neina ákveðna stefnu í þessu. Stefnuleysi skilar engum árangri. Önnur sennileg ástæöa er vaxandi áhrif skemmtanaiönaðarins, með því harki, háreysti og múgsefjun, sem honum fylgir. Vöntun á næði er sennilega einn mesti vandi þeirra, sem við nám eru. Þriöja ástæðan, og þó líklega ekki sú veigaminnsta, er áhrif þeirrar verkalýðshreyfingar, sem virðist ekki hafa annaö til mála að leggja en gera kröfur á hendur öörum. Við þetta hefur námsfólkið búið frá blautu barnsbeini og gerir nú sjálft slíkt hiö sama: krefst léttara náms, auðveld- ari prófa, minni vinnu, lengra orlofs, hærri fjárframiaga, hærri einkunna (eða helzt engra) og ódýrari lær- dómsgráöa. Þaö gerir ekki kröfur til sjálfs sín fremur en fólkið, sem talar í nafni verkalýðshreyfingarinnar, heldur á hendur öðrum. Því er sennilega jafóljóst og málpípum verkalýðshreyfingarinnar, hver gagnaðilinn er. — Og þessi afstaöa skólafólksins nýtur ailnokkurs stuðnings kjarakröfumanna í hópi kennara, sem eru ekkert andvígir því að létta sér lífið fremur en nem- endurnir. Verður ekki betur séð en myndazt hafi samstaða áhrifamikils hóps kennara og nemenda um aö tryggja sér þægilegt líf á kostnað skattgreiö- enda þessa lands. Skiptir þá litlu þótt fórnað sé öllu, sem heitiö geti framfarir í vísindum og fræöum. Og þessa þaulhugsuöu svikamyllu er síðan reynt að fela með þokukennd- um hugmyndum um jöfnuö og rétt- læti, m.a. undir hjúpi merkingar- lausra orða eins og alþýöuskóli. Réttlætis skulu allir njóta nema þeir, sem eitthvað geta — þeir eru nánast óalandi, óferjandi og óráöandi öllum bjargráðum. Sjðennfremurðbls4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.