Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1979, Blaðsíða 7
Á torginu við Pompidou-listasafnið, scm telst mcð sérkcnnilegri nútima byggingarverkum. Ekki eru þó allir sammála um, að vei hafi til tekizt og óneitanlcga ber húsið meiri keim af einhverskonar Kröfluvirkjun en listamiðstöð. Okkur var sagt, að það væri fjögurra tíma akstur frá Luxemborg til Parísar. Þaö mun rétt vera, ef ekiö er á 100 km hraða á hraöbrautinni alla leiðina og ákvöröunarstaðurinn finnst tafarlaust, en ef stoppað er í Reims til þess aö geta sagst hafa séð dómkirkjuna þar, sem þó reyndist ekkert sérstakt af miöaldakirkju aö vera, og ef leitað er að ákveðnu bílageymsluhúsi í París á annan klukkutíma, þá verður ferðin töluvert tafsamari. Bílageymslan átti að vera í einu úthverfinu, þar sem hægt væri að ná í „metró í bæinn“, en þessi úthverfi hafa gjarnan hundruö þúsunda íbúa, og getur þá verið æöi erfitt aö finna ákveðinn staö, sem ekki er alþekktur. Ekki vantaöi þó hjálpsemina hjá þeim, er spuröir voru til vegar. Bæöi kunnug- ir og ókunnugir vildu gefa góð ráð, og einn ók á undan nokkurn spöl til þess að koma feröalöngunum á rétta leið. Geymslan fannst, og lestin rann þaöan mjúklega á gúmmíhjólum inn í miðja borg. Hótelið var á ágætum stað, aðeins steinsnar frá óperunni, þó ekki Hótel Royai fyrir ofan Café de la Paix, heldur annars flokks hótel, aö vísu hreinlegt, sem hafði ekkert konunglegt viö sig nema verðiö, sem var jafnhátt og á nýju Hilton hóteli á Florida á sama tíma, aö sögn kunnugra. Engin hætta er á, að mörlandinn komi klyfjaöur bögglum eftir búðarráp Valdemar Kristinsson RÖLT UM „ PARIS PÁSKUM í París um þessar mundir. Þó er gaman aö líta rétt aöeins í verslanir, þar sem margt fallegt fæst, svo sem í le Printemps, enda var vor í lofti í París þessa páskadaga, og allar verslanir voru opnar jafnt skírdag sem föstudag- inn langa. Sem dæmi um veröiö má nefna, að í einni gönguferöinni kostaði glas af kóki, aö vísu stærri gerðin, sem svarar 1000 álkrónum! Annars var hugmyndin að gerast menningarlegur og eyöa töluverðum tíma í aö skoöa myndlistina. Var því fljótlega tekin stefnan á nýju listamiöstööina, sem kennd er viö Pompidou. Á leiðinni þangað, í Rue de Rivoli, er fyrrverandi hús stórverslunarinnar Magasin du Louvre. Þetta gamla hús er allt nýupp- gert á einfaldan og látlausan hátt úr áli og gleri og skipt niður í einingar, sem flestar eru litlar, sumar jafnvel ekki stærri en sæmileg herbergi. í hverri þeirra er búð, og er þar verslað meö gamla muni, sjálfsagt mismunandi gamla og mismunandi merkilega. Má þar sjá mikið úrval af húsgögnum og öðrum húsbúnaði fyrri alda. Þarna er sannkallaöur dýröarstaður fyrir þá, sem áhuga hafa á gömlum hlutum, og allir ættu að hafa ánægju af að ganga þarna um og skoöa, enda fer einstak- lega vel saman umgjörðin, sem gamla húsiö myndar meö öllum nýju innrétt- ingunum, og svo gömlu mununum þar innaní. Eftir nokkra göngu frá þessu forn- söluhúsi sást nýja listamiðstöðin og er hún nærri þeim staö, þar sem áður var matvælamarkaöur Parísar, Les Halles. Ekki kom útlitið á óvart, svo margar myndir er búiö að birta af henni. Reyndar minnir hún að ýmsu leyti á olíuhreinsunarstöð, eins og sagt hefur veriö, en er fáguö sem slík og undir- strikar aðeins, að iönfyrirtæki geta verið eins listræn í útliti og hvaö annað, ef litið er á þau með réttu hugarfari. Öll er þó byggingin einhvern veginn ofgerð og ofhlaöin, eins og síöar mun aö vikið. Þarna er stórt, hallandi, steinlagt torg, sem var iðandi af mannlífi. Ýmsir sýndu þar listir sýnar og þágu smápen- inga fyrir, aðir voru bara aö skemmta sér og öðrum eða þjóna lund sinni eins og gerist. Einn gleypti eld, annar hljóp upp og niöur stiga, sem aðeins var studdur af andrúmsloftinu, sá þriöji sýndi aflraunir. Nokkrir stigu ballett í þar til geröum búningum og bar mikiö á þessum þunglamalegu og einhæfu fótasveiflum, er svo mjög einkenna karla í þeirri grein. Aörir léku á hljóðfæri, og þar á meðal slógu tveir ungir menn trommur án afláts og virtust hafa veriö lengi að, enda að niöurlotum komnir eftir innlifunina. Fæst af þessu gat nú talist merki- legt, miklu frekar einhvers konar trúða- leikir eða barnaleikir fullorðinna, en vissulega var mannlífiö litríkt þarna og nokkuð eimdi eftir af hippakynslóðinni, enda var lögregla tiltæk í hliöargötum, ef gamaniö tæki aö grána, en allt fór friösamlega fram, hvort sem þaö hefur veriö því að þakka, aö skírdagur var þennan dag. Annars sagöi kona í nálægri búö, aö þarna væri alltaf fjöldi fólks, einnig þann dag vikunn- ar, sem safniö er lokaö. Eftir að hafa gengiö niður hallandi torgið var hægt að ganga inn á jaröhæð hússins, en þar voru aðeins þröngar dyr opnar, svo sem eins og á íbúðarhúsi, og tók alllangan tíma að troöa sér inn, enda engin biðraða- menning þarna í heiöri höfö. En þegar inn var komið, lét hrifningin á sér standa. Erfitt var aö átta sig á skipulagi hússins, ekki var það þó af því, aö allt væri svo yfirfullt af munum, þvert á móti var víða tómlegt um að litast, en Framhald á bls 14. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.