Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1979, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1979, Blaðsíða 2
UNDIRBÚNINGUR undir háskölanám Ekki hefur skort á breytingar og tilraunir í mennta- málum uppá síðkastið og allt er pað í góðri meiningu gert. En bæði skólamönnum og öðrum, sem kynnast árangrinum, er mjög tamt að tala um „útpynningu“. Sumir hafa reynt að andæfa og lýst áhyggjum sínum af próuninni, — til dæmis Guðni Guðmundsson rektor Menntaskólans í Reykjavík. Hvað eftir annaö hafa heyrzt raddir úr 'háskólanum pess efnis, að undirbún- ingur stúdenta sé nú ekki lengur eins góður og hann var. Kemur pað að pví er virðist heim og saman við, hversu margir falla í fyrstu tilraunum sínum við að komast áfram í háskólanámi. Enginn vafi er á pví, að mikið vinnuálag bíður peirra, sem fara í háskólanám og að miklar — og trúlega réttmætar — kröfur eru gerðar par. Fara sögur af ótrúlegum mun á vinnuálagi í menntaskólunum annarsvegar og Háskólanum hins- vegar. Fólk, sem er vant pví að „sleppa billega“ gegnum allt skólakerfiö, rekst á hindrun, pegar kemur í háskólann. Það er svo annað mál, að við höfum ekki endilega pörf fyrir pann fjölda af háskólamenntuðu fólki, sem yrði, ef enginn pröskuldur væri á veginum. Sigtið er pessvegna réttmætt. En peir sem komast í gegnum pað, eiga að vera vel til átakanna búnir, — enda búnir að velgja skólabekki í 12—13 ár. Til pess að ræða pessi mál, hefur Lesbók leitað til fjögurra prófessora við Háskólann. Þeir voru beðnir um að svara peirri spurningu, hvort undirbúningur nem- enda væri að peirra mati lakari nú en áður. Niðurstöður svaranna eru mjög á pann veg að svo sé og hlýtur að felast í peim alvarleg ábending til peirra, sem stýra námi í gagnfræða- og sérstaklega pó menntaskólum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.